Pétur er minn maður - 01.06.1996, Síða 2

Pétur er minn maður - 01.06.1996, Síða 2
73 Menntaskólaárin 4-B. Pétur er annar frá vinstri í öftustu röö. Greinarhöfundur, Guðbjörn Björnsson nú yfirlæknir á Vogi, er annar frá hægri í fremstu röð. Meðai bekkjarfélaganna eru Birgir Björn Sigurjónsson, Eiríkur Örn Arnarson, Þórarinn Eldjárn, Jón Gröndal og Óskar Arnbjarnarson. með Pétri Guðbjörn Björnsson rifjar upp gömlu góðu tímana í MR I bekknum var harðsnúinn kjarni úr vesturbænum, en austurbæingar eins og Pétur voru fljótir að komast inn í hópinn og úr varð sterk bekkj- arheild. Við stóðum alltaf saman sem ein heild og studdum hver annan. 6-B var áberandi í félags- og skemmt- analífi skólans og við vorum mjög stoltir af bekknum okkar og þóttumst góðir. Pétur tók þátt f öllum sameiginleg- um aðgerðum en hann kunni sér hóf og þekkti sín mörk sem við hinir skynj- uðum ekki alltaf. Ef of langt var gengið dró Pétur sig til hliðar en greip ekki inn í málin nema honum þætti rík ástæða til. Þá gátu komið skarpar athugasemdir sem áttu fullan rétt á sér. Eitt aðal „númer“ bekkjarins var söngfélagið Harpan, sem aðeins var skipað bekkjarbræðrunum. Ekki veit ég hversu mikið öðrum skóla- félögum þótti til okkar koma en við skemmtum okkur konunglega, - fannst við vera frábærir - vorum með söngæfingar og fengum aðstoð söngkennara skólans, fyrst Hjartar Halldórssonar og seinna Atla Heimis Sveinssonar. Við sungum á öllum árshátíðum og skemmtunum skólans lengi vel, sungum í útvarp- ið og reyndar alls staðar þar sem við gátum komið okkur að. Eg held að margir í MR hafi verið orðnir hálf þreyttir á okkur í lokin. Pétur var mikill áhugamaður um söng og var einn aðaldrifkrafturinn í þessum sönghóp. Hann var ekki mjög lagviss en víst er að hann hef- ur farið betur með söngtextana en margur annar því Pétur talaði, þeg- ar í menntaskóla, betri og skýrari ís- lensku en flestir. Pétur var mjög góður námsmaður og ritgerðir á móðurmál- inu voru yfirleitt óað- finnanlegar. Pétur var í miklu uppáhaldi hjá íslenskukennur- um skólans sem bentu okkur hinum gjarnan á að taka málfar Péturs okkur til fyrirmyndar. Pétur var í eðli sínu mikil félagsvera og hafði gam- an að skemmta sér með bekkjarfé- lögunum og var oft glatt á hjalla eins og verða vill á þessum árum. Pétur vissi þó alltaf sín mörk og virti þau. Okkur fannst Pétur hafa til að bera meðfædda háttvísi og prúð- mennsku og hann var grandvar og heiðarlegur svo af bar, Eg minnist þess ekki að Pétur hafi nokkurn tímann hallað orði á nokkurn mann. Á þessum árum var ýmislegt látið fjúka og menn höfðu skoðanir á öllu. Andstæðingum var yfirleitt ekki hlíft. Pétur hafði mjög ákveðn- ar skoðanir á ýmsum málefnum en hann sýndi alltaf öðrum virðingu og virti skoðanir annarra. I þessari kosningabaráttu er talað um heiðarleika og vammleysi Pét- urs en okkur skólabræðrum hans var það vel Ijóst fyrir tvítugt að Pétur Hafstein eins og hann var teiknaður í Faunu. þannig mundi allur hans ferill verða. Pétur klúðrar ekki því sem honum er falið. Þegar í menntaskóla var Pétur mikill ræðumaður og ræðuskörung- ur og var gott og gaman að hlusta á hann því hann hafði meira vald á þeirri list en flestir jafnaldrar hans. Við vorum líka nokkuð vissir um að hann væri að yrkja í laumi og þá væri það örugglega kveðskapur í anda Einars Ben. og annarra höfuð- skálda þjóðarinnar. Við þóttumst nokkuð vissir hvert Pétur stefndi í lífínu og okkur þótti öllum eðlilegt þegar fréttist að hann væri ungur orðinn sýslumaður og síðar hæstaréttardómari. Reyndar hittist bekkurinn okkar kvöldstund I. desember síðast liðinn og við átt- um fjörugar stundir saman. Þar kom reyndar til tals að meðal okkar væri efni í forseta. Pétur Hafstein hefði allt það til að bera sem þarf til að sinna slíku embætti. Menn veltu vöngum og umræður náðu ekki lengra en við félagarnir urðum ekki mjög hissa þegar fréttir bárust þess efnis að verið væri að hvetja Pétur til framboðs. „í þessari kosningabaráttu er talað um heiðarleika og vammleysi Pét- urs en okkur skólabræðrum hans var það vel Ijóst fyrir tvítugt að þannig mundi allur hans ferill verða. Pétur klúðrar ekki því sem honum er falið." fxsdi l To establish oneself ín the worio, one does all one can to seem established there already. V íiÆlWl Arfur andans, moöurmal, margra alda lyfta_. Lands og lýða bótabal, baráttu lán og vift». Guösgjöf og sigursál, sæmd og gifta.^ Eilff eign er sálarstal, sem ei tekst að svipta, - Sigurjón Sigurðssou (Bláljós bls 108) /^o noé&nr um. frðte* einBt2Júi fnóijm*0töék Tlie world of politics is always twenty years behind the wotld of thought. - Chapmaxi

x

Pétur er minn maður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pétur er minn maður
https://timarit.is/publication/809

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.