Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 5
Í EYJUM Júlíus G. Ingason sport@mbl.is FH-ingum var kippt snögglega aftur niður á jörðina eftir stórsigur þeirra gegn Grindavík í síðustu umferð. Í gær mættu þeir ÍBV á Hásteinsvellinum og mættu þar einfaldlega ofjörlum sínum. Eyjamenn voru mun sterkari lengst af í leiknum og unnu sanngjarnan sigur. Lokatölur urðu 3:1 en þetta var fyrsta tap FH í Eyjum síðan 2002. Flestir sparkspekingar áttu von á hörkuleik og spáðu því jafnvel að Hafn- firðingar myndu fara heim með þrjú stig í fararteskinu, enda unnu þeir stór- sigur í síðustu umferð og Eyjamenn eru nýbúnir að spila erfiðan útileik í Evrópukeppninni sem þeir töpuðu. Það voru hins vegar FH-ingar sem virkuðu þreyttir í leiknum gegn ÍBV en á með- an fóru Eyjamenn hreinlega á kostum. Varnarleikur ÍBV var í gær nánast óaðfinnanlegur. Það var aðeins eitt til tvö atriði sem fóru úrskeiðis hjá ÍBV og í einu slíku náði Matthías Vilhjálmsson að skora fyrir FH-inga. Það eru ekki bara öftustu fjórir sem sinna varn- arhlutverkinu, heldur liðið sem heild og í raun má segja að þar hafi skilið að. Það var aðeins í byrjun leiks að FH- ingar virtust líklegri í leiknum og svo eftir að þeir minnkuðu muninn í 2:1 í síðari hálfleik en þar fyrir utan voru það Eyjamenn sem réðu lögum og lof- um í blíðunni á Hásteinsvelli. Atli Guðnason kom reyndar frískur til leiks í síðari hálfleik og hleypti lífi í sókn- arleik FH-inga en það dugði ekki til. Tryggvi Guðmundsson sýndi það hins vegar og sannaði að hann er enn leik- maður af hæsta gæðaflokki í íslenska boltanum. Ekki eingöngu skoraði hann annað mark Eyjamanna heldur bjó til það þriðja fyrir Andra Ólafsson og átti einfaldlega frábæran leik fyrir Eyjalið- ið. Þá er Finnur Ólafsson varn- artengiliður þyngdar sinnar virði fyrir ÍBV-liðið en Finnur stoppaði ófáar sóknaraðgerðir FH-inga í leiknum. Í raun eru ekki margir veikleikar á Eyja- liðinu hvað varnarleikinn varðar. Þeir eru vissulega til staðar en með því að fækka möguleikum andstæðingsins, styrkja menn varnarleikinn og þar kemur skipulag Heimis Hallgríms- sonar, þjálfara ÍBV, til sögunnar enda Ljósmynd/Sigfús Gunnar ð reist. FH-ingum kippt niður á jörðina í Eyjum  ÍBV betri aðilinn í blíðunni og vann verðskuldað, 3:1 hefur hann mótað ÍBV-liðið vel í sumar. Sóknarleikurinn er líka orðinn þokka- lega slagfær í toppbaráttuna en sem fyrr eru Eyjamenn veikastir þegar kemur að því að ljúka sóknunum. Með sigrinum halda Eyjamenn í við toppliðin tvö, KR og Val. FH-ingar áttu hins vegar möguleika á að komast í toppslaginn af fullum krafti með því að leggja Eyjamenn að velli en það tæki- færi rann þeim úr greipum. FH-liðið er hins vegar í framför eftir erfiða byrjun á Íslandsmótinu, ekki ósvipað og í fyrra. Þeir eiga eftir að fá fleiri tæki- færi til að komast í toppslaginn og munu eflaust nýta þau betur en þeir gerðu í gær. Það er lexían sem þeir geta tekið með sér úr leiknum en ekk- ert meira en það. Morgunblaðið/Golli mínútur að gera út um leikinn á Fylkisvelli í gærkvöld og hér fagnar hann einu markanna ásamt Bjarna Guðjónssyni, fyrirliða KR-inga. ÍÞRÓTTIR 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 FÆRI 29. Tryggvi Guð-mundsson skaut föstu skoti að marki FH úr auka- spyrnu af um 25 metra færi en skotið fór hárfínt framhjá. 1:0 44. Eyjamenn fenguaukaspyrnu vinstra megin við vítateig FH-inga, um fimm metrum frá endalínunni. Finnur Ólafsson sendi hnitmiðaða send- ingu inn í markteig þar sem bak- vörðurinn Kelvin Mellor stökk manna hæst og skallaði í netið. 2:0 48. Tryggvi Guðmunds-son og Ian Jeffs létu varnarmenn FH-inga líta út eins og byrjendur með spili sínu sem endaði með því að Tryggvi tók boltann skemmtilega með sér á brjóstkassanum, komst í þröngt skotfæri og negldi boltanum í þver- slána og inn. 2:1 56. Ólafur Páll Snorrasonlék laglega upp hægri kantinn og sendi flotta sendingu fyrir markið þar sem Matthías Vil- hjálmsson skallaði í markið. Vel gert hjá þeim báðum. FÆRI 63. Ian Jeffs fékksendingu inn í víta- teig FH-inga og var kominn í þröngt færi en náði að koma bolt- anum framhjá Gunnleifi Gunnleifs- syni í markinu. Boltinn rúllaði hins vegar meðfram markinu og framhjá við fjærstöng. 3:1 80. Tryggvi Guðmundssonlék laglega á varnarmann FH-inga og sendi lága sendingu fyrir mark FH þar sem Andri Ólafsson var mættur til að stýra boltanum í netið úr markteig. FÆRI 92. Tonny Mawejjeelti langa sendingu upp völlinn. Einhver misskilningur varð milli markvarðar og varn- armanns FH og Mawejje náði lúmsku skoti sem fór naumlega framhjá. I Gul spjöld:Finnur (ÍBV) 57. (brot), Atli Viðar (FH) 62. (hendi), Matthías (FH) 88. (brot), I Rauð spjöld: Engin. MMM Enginn. MM Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) M Kelvin Mellor (ÍBV) Rasmus Christiansen (ÍBV) Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) Matt Garner (ÍBV) Finnur Ólafsson (ÍBV) Ian Jeffs (ÍBV) Matthías Vilhjálmsson (FH) Ólafur Páll Snorrason (FH) Atli Guðnason (FH)  Tryggvi Guðmundsson skoraði sitt 120. mark í efstu deild þegar hann kom Eyjamönnum í 2:0 í byrjun síðari hálfleiks. Af þeim eru 66 fyrir ÍBV, 51 fyrir FH og þrjú fyrir ÍBV. Tryggva vantar nú sex mörk til að jafna markamet Inga Björns Albertssonar í efstu deild.  Sigurinn var langþráður fyrir Eyjamenn sem höfðu ekki náð að vinna FH á heimavelli í sex síðustu viðureignum eða frá árinu 2002. Þeir höfðu tapað 11 af síðustu 13 leikjum liðanna í efstu deild.  Páll Magnússon, útvarpsstjóri RÚV, fékk væna vatnsgusu yfir sig í leik sem Ölgerðin stendur fyrir í tilefni 100 ára afmælis Íslands- mótsins. Boðið var upp á ýmsa leiki og góðgæti fyrir unga stuðnings- menn ÍBV.  Viðtöl við þá Tryggva Guð- mundsson, Finn Ólafsson og Matt- hías Vilhjálmsson er að finna á Mbl.is. Þetta gerðist á Hásteinsvelli Hásteinsvöllur, Pepsi-deild karla, 10. umferð, sunnudag 10. júlí 2011. Skilyrði: Sól, hæg gola og hlýtt. Völl- urinn glæsilegur. Skot: ÍBV 11 (7) – FH 7 (4). Horn: ÍBV 7 – FH 6. Lið ÍBV: (4-3-3) Mark: Albert Sæv- arsson. Vörn: Kelvin Mellor, Eiður Ar- on Sigurbjörnsson, Rasmus Christi- ansen, Matt Garner. Miðja: Ian Jeffs (Þórarinn Ingi Valdimarsson 64.), Finnur Ólafsson, Andri Ólafsson. Sókn: Guðmundur Þórarinsson 80 (Tonny Mawejje 64.), Denis Sytnik (Brynjar Gauti Guðjónsson 75.), Tryggvi Guðmundsson. Lið FH: (4-3-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Ásgeir G. Ás- geirsson (Guðmundur Sævarsson 79.), Pétur Viðarsson, Tommy Niel- sen, Freyr Bjarnason. Miðja: Hólmar Rúnarsson (Atli Guðnason 55.), Bjarki Gunnlaugsson, Hákon Hall- freðsson (Björn D. Sverrisson 68.). Sókn: Matthías Vilhjálmsson, Atli V. Björnsson, Ólafur P. Snorrason. Dómari: Valgeir Valgeirsson – 8. Áhorfendur: 836. ÍBV – FH 3:1 Skannaðu kóðann til að sjá viðtal við Tryggva Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.