Morgunblaðið - 05.08.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.08.2011, Blaðsíða 11
Í sjónvarpinu Ása Rand und Band sem Svínka í þættinum My name is. finnst persónulega gaman að gera sem kemur ekki því við sem ég vinn við. Það er allt önnur ég. Asa Rand und Band er eins og annað sjálf þar sem lífið snýst mikið um bleikan lit, diskóljós, naglalökk og mikla förðun. Þessi myndbönd eru bara til að skemmta mér og mínum. Ég er með fullt af góðu fólki með mér í þessu. Að gera myndböndin er orðin ein að- alskemmtunin hjá okkur í vinahópn- um. Ég vissi ekki að þetta myndi slá svona rosalega í gegn. Ég er nú þegar komin með næstum 30.000 skoðanir á Youtube. Áhorfið jókst mikið eftir að sjón- varpsþátturinn var sýndur í Þýskalandi en það var nokkuð skrifað um mig í blöð- unum hér.“ Dreymir um sápu- óperuþátt Ása hefur gaman af líf- inu og kann að lifa því. „Það mætti líta á mig sem skemmti- kraft. Myndböndin eru létt og skemmtileg og þetta er grín. Ég er aðallega að láta hlæja að sjálfri mér og því sem ég lendi í. Ég ætla að halda þessu áfram eins lengi og fólk nennir að horfa á mig því þetta er fyrst og fremst til að gleðja sjálfa mig. Ég hef svo gaman af þessu og leyfi öllum að taka þátt í því.“ Spurð hvort hún sé búin að fá eitthver tilboð um meira verður Ása laumuleg. „Já en það er ennþá ekki búið að skrifa undir neitt. Mig dreymir um að fá raunveruleika- sápuóperuþátt. Líf mitt er svo mikið ævintýri. En ég verð að sjá hvað ligg- ur í framtíðinni. Eins og er er ég með vinnu og mjög hamingjusöm. Við sjáum hvað verður úr þessu,“ segir hún og hlær. Mótmæli Út á torgi í Köln að biðja fólk um að éta ekki svín. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2011 Svínku eða Miss Piggy þekkja flestir úr Prúðuleikurunum, fræg- um brúðuþáttum sem hafa meðal annars verið sýndir í sjónvarpi hér. Þar er Svínka ein af aðalkarakterunum. Hún kom fyrst fram árið 1976. Svínka er prímadonna sem er sannfærð um að hún sé fædd til að verða stjarna. Hún kemur fram sem kvenleg þokkadís en skapið getur hlaupið með hana í gönur. Hvenær sem hún held- ur að einhver sé að móðga hana eða lítillækka getur hún orðið bálreið og hefur ástin í lífi hennar, froskurinn Kermit, oft feng- ið að finna fyrir því. Þegar hún er ekki að sleikja sig upp við hann og kyssa sendir hún hann fljúgandi um loftið með einu karatebragði. Svínka á gæludýr sem hefur líka gert garðinn frægan, hundinn Foo-Foo. www.muppet.wikia.com Prímadonnan Svínka Vídeóbloggið hennar Ásu má sjá á slóðinni: www.youtube.com/user/ ASArandundband Svínka Alltaf sæt og fín. PRÚÐULEIKARARNIR Það vekur ávallt undrun mína að heyra fólk kvarta og kveina undan mataræði sem það hefur tileinkað sér til þess að geta valsað um á sólarströndum eða troðið sér í sparifötin, án þess að hafa áhyggjur af útlitinu. Ýmsar ranghugmyndir, eins og óraunhæfar staðalímyndir um hið fullkomna fólk, svífa um í samfélaginu. Þetta ýta for- síður glansblaðanna eflaust undir. Matur hættir að vera eitthvað sem við leyfum okkur að njóta og fer að verða nagandi samviskubit vegna kaloría, E-efna, fituprósenta og innihaldslýsinga. Það er fátt sem ég gæfi fyrir að hætta að steikja dýrindis kálfalundir með hráskinku í smjöri með hvítvínssósu sem verður svo flauelsmjúk með því að bæta við svolitlu meira smjöri. Ég efast stórlega um að nokkur gæti þrjóskast endalaust við að borða mat sem er hveiti-, eggja-, smjör-, fitu- og kjöt- laus og þar af leiðandi bragðlaus, alla sína daga. Af hverju að niðurnjörva sig við einhvern ákveðinn mat, þegar það er svo mikið spennandi og gómsætt í boði? Öfgakennt mataræði og kúrar þar að lútandi er því miður oft orðið einkenni vestrænnar mat- armenningar. Mataræðislausnir og kúrar, sem enn einn næringarfræðingurinn hefur soðið saman, fara eins og bylgjur um múginn, en samt eru flestir í sama formi og standi fyrir og eftir breytt mataræði. Kannski bara svengri og langar meira en nokkurn tímann fyrr í súkkulaði. Mín einlæga trú er sú að mat- ur er eitthvað sem við ættum að njóta, og lifa til þess að borða, í stað þess að borða til þess að lifa, vegna þess að við getum leyft okkur það. Heilbrigt mataræði og lífsstíll felst ekki í því að telja kaloríur, lesa inni- haldslýsingar og sniðganga ákveðna tegund matar og borða þess í stað aðeins þennan og hinn matinn. Listin við heilbrigt mataræði er að borða fjölbreyttan mat og njóta þess. Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að eyða deginum með pabba mínum þar við ákveðum, yfir löngum morgunverði, hvað skal elda um kvöldið. Blettótt Silfurskeiðin eða aðrar af fjöl- mörgum matreiðslubókum eru dregnar fram og eftir um- ræður um hvað passi best saman og hvað sé hægt að fá ferskast hverju sinni, er innkaupalistinn settur saman. Eftir ferð í fjöldamargar matarbúðir komum við heim og hefjumst handa. Hægt og rólega leggur yfir eldhúsið ilm úr pönnum og pottum. Ekki líður á löngu þar til mamma kemur og segist ekki skilja hvernig við nennum þessu föndri, sem liggur við að sé orðin partur af hefðinni. Hún kvartar þó ekki þegar við setjumst niður, öll orðin svöng, og byrjum loksins að borða. Það tekur allt sinn tíma, og ekki óvanalegt að sjö- fréttir í sjónvarpinu séu löngu búnar og matar- tíminn meira í takt við Miðjarðarhafsbúa. Að loknu borðhaldi eru þó oftast allir saddir og sælir, þó enginn hafi kannski borðað yfir sig. Matur og að borða snýst um það að njóta þess. Þótt maður hafi ekki alltaf tíma til þess að setja saman fimm rétta máltíð er það engu að síður spurning um að búa til tíma til þess að elda, setjast niður og borða. Heilbrigt mataræði er það að borða fjölbreyttan og ferskan mat, leyfa sér það sem manni finnst gott og njóta þess að setjast niður með fjölskyldu, vinum eða elskhuga. »Hægt og rólega leggur yfir eldhúsið ilmúr pönnum og pottum. Ekki líður á löngu þar til mamma kemur og segist ekki skilja hvernig við nennum þessu föndri, sem liggur við að sé orðin partur af hefðinni. HeimurLáru Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is PopUp-farandverslun grasrótar tískuhönnuða á Íslandi verður á fjöl- skyldu- og bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi á morgun, laugardag. Mark- aðurinn verður á Austurgötu 2a/2b og verður opinn á milli klukkan 12 og 17. Hönnuðir ættaðir bæði af Selfossi og annars staðar frá munu prýða plássið með tískufötum og fylgi- hlutum fyrir alla aldurshópa. Hönn- uðir sem taka þátt í markaðinum að þessu sinni eru: Skugga Donna, Svava Halldórs, Elva, Beroma, Baby K, Iba-The Indian In Me, HúniHún, Eight of Hearts og Helicopter. PopUp-farandverslun hefur verið starfandi síðan í ágúst 2009. Versl- unin hefur komið víða við síðustu tvö árin og tekið þátt í ýmsum við- burðum, má þar nefna Reykjavík Fas- hion Festival, Hugmyndahús Háskól- anna, Menningarnótt og Akureyri. Yfir 100 hönnuðir hafa verið með á þessum tíma. Helicopter Verður til á Selfossi. PopUp-verslun á Sumar á Sel- fossi á morgun Eight Of Hearts Fallegar slaufur. SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 16, sími 553 7300 Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17 ÚTSALAN ER HAFIN Næg bílastæði fyrir ofan hús. 30% afsl. af skarti. 50-70% afsl. af öllum fatnaði. Skannaðu kóðann til að sjá Ásu í My name is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.