Morgunblaðið - 05.08.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.08.2011, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2011 FERÐALÖG Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Prýðilegu veðri er spáð að Fjallabaki um helgina og ætti friðlandið og ná- grenni þess því að vera ofarlega á lista þeirra sem ætla út úr bænum. Skýjuðu og mildu veðri er spáð á morgun, laugardag, en glampandi sól og 15 stiga hita á sunnudag. Friðlandið sjálft geymir meira en nóg af áhugaverðum stöðum fyrir eina helgarferð, enda um það bil 470 ferkílómetrar að stærð og ekkert nema ósnortin víðerni og fjöl- breytilegra landslag en víðast hvar annars staðar. Svæðið að Fjallabaki er ein helsta perla íslenska hálend- isins. Flestir fara eflaust á eigin bílum, en einnig er hægt að taka rútu frá BSÍ klukkan átta að morgni, og vera kominn í Landmannalaugar klukkan hálffjögur eftir hádegið. Það kostar 7.400 krónur aðra leið með Kynn- isferðum. Fólksbílum er fært alveg inn að Landmannalaugum ef farið er Sigölduleið, en hærri bílar geta einn- ig farið Landmannaleið. Vað hindrar reyndar för alveg að skálanum en þá má leggja við vaðið og rölta þaðan. Fólki er hins vegar ekki ráðlagt að fara nema á jeppum áfram Fjalla- baksleið nyrðri enda mörg vöð sem þarf að fara yfir á leiðinni. Þau eru þó auðveld yfirferðar á jeppum. Hægt að taka hring um svæðið Þegar lagt er upp frá Reykjavík er heildarvegalengd ferðarinnar um 490 kílómetrar, ef ekið er Land- mannaleið, komið vestan megin að friðlandinu, svo hringinn í kringum Mýrdalsjökul og áleiðis heim eftir hringveginum um Suðurland. Vega- lengdir sem þessar er hægt að sjá á vef Vegagerðarinnar. Ef óbyggð- irnar kalla hins vegar enn þegar komið er austur um – og fjölskyldan verður að gegna þeim – er ekki nauð- synlegt að fara niður Skaftártungu að hringveginum heldur er hægt að aka Álftavatnaleið niður á Mælifellss- and og fara svo Fjallabaksleið syðri til baka, að því gefnu að olíu- tankurinn sé ekki galtómur. Þá lýkur hálendisferðinni í Fljótshlíð. Auð- veldlega má reikna með um 20.000 króna olíukostnaði við ferð sem þessa. Á Álfavatnaleið þarf reyndar að fara yfir Syðri-Ófæru á vaði, en áin er nokkuð vatnsmikil og ekki víst að allir á óbreyttum bílum treysti sér þar yfir. Ferðin er talsverð keyrsla og til- valið að skipta henni frekar jafnt upp. Vitanlega er hægt að tjalda eða sofa í húsbíl, en þess utan er vert að hafa í huga að ferðafélög, Útivist og Ferða- félag Íslands, eiga skála á svæðinu og hægt er að leigja sér svefnpláss í þeim á meðan húsrúm leyfir. Að- staðan er tiltölulega fábrotin víðast hvar, útikamrar, gaseldavélar, kolag- rill og hellugólf, sem gerir stemn- inguna bara þeim mun skemmtilegri. Útivist hefur allnokkra skála, til að mynda við Sveinstind, í Skælingum við Skaftá, Álftavötnum og við Strút á Mælifellssandi. Ferðafélag Íslands hefur t.a.m. skála í Landmannalaug- um og Hvanngili, auk þess sem veiði- félag Skaftártungumanna rekur há- lendismiðstöðina Hólaskjól. Svefnpokapláss í skálum sem þessum kostar yfirleitt í kringum þrjú þús- und krónur á nóttina ef ferðalangar eru ekki meðlimir í viðkomandi fé- lagi. Sums staðar eru skálaverðir alltaf en annars staðar líta þeir bara við annað slagið. Endurnærandi náttúra En til hvers að gera sér ferð svo fjarri skyndibitastöðum og klukku- búðum? Að Fjallabaki er einfaldlega hægt að hafa það mjög gott í faðmi náttúrunnar, að því gefnu að nestið endist, fötin séu hlý og GPS-tækið með í för. Þangað fara á annað hundrað þúsund manns á hverju sumri, að því er segir í árbók Ferða- félags Íslands 2010, Friðland að Fjallabaki. Í Landmannalaugum kemst maður í heitt bað og sömuleið- is í Strútslaug. Eftir að hafa vaðið kalda á í vaðskóm og skellt sér svo í heita laug er tilfinningin svipuð og eftir dag í heilsulind. Bara betri. Gönguleiðir eru óteljandi og hægt að velja lengd þeirra eftir eigin höfði. Laugavegurinn er vinsælastur af þeim lengri, en þar má einnig nefna Strútsstíg og leiðina frá Sveinstindi í Skælinga. Óvíða annars staðar sjást fjallshlíðar allt frá skærum sægræn- um út í gulbrúnan eða dökkrauðan. Fjöllin eru jafnólík og þau eru mörg. Úfin og mosagróin apalhraun hafa runnið á milli þeirra. Kröftugar jök- ulár móta svo landið, sem fer allt frá kolsvörtum söndum og sprengigígum á borð við Ljótapoll yfir í gróin heiða- lönd þar sem sauðfé liggur mak- indalega á meltunni. Einkennisútlit fjallanna á svæðinu eru eldkeilur með mosagrónar hlíðar, eins og Mælifell, Strútur og Hattfell. Helgarferðin – áhugaverðir áfangastaðir Kvennareið Þessar konur ferðuðust um Fjallabaksleið nyrðri um helgina, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um. Þær voru þá staddar í hlíðum Grænafjalls, nokkuð utan friðlandsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á milli mosagróinna fjallatinda  Milt veður og hlýtt að Fjallabaki á laugardaginn en glampandi sól og blíðu er spáð á sunnudaginn  Friðland sem býður upp á allt það sem náttúruunnandinn þráir, þótt ekki sé þjónustustigið hátt Ljósmynd/Önundur Páll Ragnarsson Fjalladýrð Útivist er með ágætan skála við Álftavötn, nokkra kílómetra frá Hólaskjóli. Þegar bjart er yfir og stillt í veðri er fegurðin þar óviðjafnanleg, þar sem iðjagræn fjöll og hvítfyssandi straumvatn speglast í ísköldu vatninu. F208 F210 26 1 1 Fljótshlíð Tindfjallajökull Eyjafjallajökull Mýrdalsjökull Torfajökull Þj ór sá Hekla Þór isv atn La ng isj ór Landmannaleið Hálendismiðst. Hrauneyjar Fjallabaksleið syðri Fjallabaksleið nyrðri Mælifell 208 209 264 1 Landmannalaugar Þórsmörk Hvanngil 2 Eldgjá og Ófærufoss Hólaskjól Sveinstindur 3 1 Strútsstígur 2 Laugavegur 3 Sveinstindur– Hólaskjól Strútur Grunnkort: LMÍ Um leið og farið er að skoða Landmannahelli er hægt að gera sér ferð upp á fjallið Löð- mund. Það er 1.074 metra hátt en gangan þar upp og niður er þægileg þriggja til fjögurra tíma ferð. Af fjallinu sést vel til allra átta, þar á meðal til Heklu. Við Landmannalaugar eru margar gönguleiðir og í raun nóg að rölta upp á Laugahraun, sem tekur um það bil fimm mín- útur, til að fá fallegt útsýni að Bláhnúki, Brennisteinsöldu, Hatti og Barmi, litríkum lípar- ítfjöllum sem marka eina hlið öskju megineldstöðvarinnar undir Torfajökli. Laugahring- urinn er stutt leið í gegnum Laugahraun og niður Grænagil við Bláhnúk, eins og því er lýst í árbók FÍ árið 2010. Þar segir einnig að Bláhnúkur sé nærtækastur þegar velja skuli gott útsýnisfjall í allra næsta nágrenni Landmanna- lauga, en vilji menn enn betra útsýni er gengið á Skalla. Langt í burtu, en þó ekki svo mikið úr leið fyrir þá sem fara Fjalla- baksleið nyrðri, er Sveinstindur. Hann er við suðvesturenda Langasjávar og er líklega eitt besta útsýnisfjall landsins. Á leiðinni þangað er kjörið að stoppa við Eldgjá og rölta 1,9 kílómetra stíg inn að Ófæru- fossi. Talið að stærsta hraun sem runnið hefur á sögulegum tíma á jörðinni hafi runnið úr Eldgjá árið 934 og finna menn vel fyrir þeirri gríðarstóru gos- sprungu. Fjölmargar gönguleiðir að Fjallabaki HÁLENDISGÖNGUR Morgunblaðið/RAX Líparít Græni hryggurinn í Sveins- gili sker sig úr með áberandi hætti. Skannaðu kóðann og sjáðu lista yfir skála Útivistar að Fjallabaki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.