Morgunblaðið - 05.08.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.08.2011, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mark-aðirnirvoru í frjálsu falli í gær. Það gerðist nokkrum sinnum í aðdraganda hrunsins 2008. En eftir hvern skjálfta á markaði hljómuðu hvatningarraddir sérfræðinga um að fallið hefði farið fram úr sér og ekki átt stoð í rauntölum eða sannri stöðu fyrirtækja og því væri nú kominn tími kauptækifæranna. Og á Ís- landi reyndu örvænting- arfullir menn jafnvel að dæla lofti undir vængi vænting- anna með ólöglegum af- skiptum af markaðsvirði eig- in bréfa. Og reglum um veðköll var ekki sinnt, því þau hefðu flýtt uppgjörinu. Á því brölti öllu fór margur sakleysinginn illa, fjárfestir í góðri trú glataði stundum öllu sínu. Það dæmi hefur ekki verið gert upp og til að mynda hefur Kauphöll Ís- lands ekki farið opinberlega yfir það, hvers vegna í ósköpunum þá stofnun grun- aði aldrei nokkuð ljótt á meðan leikmenn þóttust sjá í hendi sér að ekki gæti allt verið með felldu. En nú er óróleikinn á mörkuðum Vesturlanda, ekki síst hinna evrópsku, einkum tengdur vaxandi vantrú á sameiginlegu myntinni, evr- unni, vegna þess að grund- völlur hennar var í upphafi vitlaust lagður. Hún laut ekki efnahagslegum lög- málum frekar en bréfin sem möndlað var með á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Og rétt eins og þar var vissulega hægt að vinna gegn áhrifum lögmálanna um nokkra hríð með handafli, sérstaklega ef það er mikið, eins og í dæmi Þýskalands, en þegar til lengdar lætur verða lögmálin ætíð ofan á. Hætt er við að það sé einmitt að gerast núna. Tapið, sem menn urðu fyr- ir hér heima, þegar innlendir snillingar tóku að spila með efnahagslögmálin eins og þeir ættu þau, verður eins og hégiljan ein miðað við rúst- irnar eftir evrutilraunina, ef þar fer allt á vondan veg. Heilu þjóðirnar, Grikkir, Portúgalar og Írar, eiga þeg- ar um sárt að binda. Leiðtog- ar Evrópu hafa barið sér á brjóst undanfarna mánuði með yfirlýsingum á borð við þessa: „Falli evran, þá fellur Evrópa. Við munum ekki láta það gerast.“ Þarna eins og stundum endranær rugla menn saman álf- unni og sambandi álfanna. Og ítalski fjármála- ráðherrann, dálít- ið upphafinn af eigin mikilvægi, sagði efnislega: Falli ég fell- ur Ítalía. Falli Ítalía fellur evran. Í ljósi atburða síðustu daga er ekki útilokað að betra hefði verið ef ráð- herrann hefði haldið sig á lægri nótunum. Engri vitiborinni þjóð dettur í hug að sækja um að- ild að ESB við slíkar að- stæður. Það gildir um Ísland. Vandinn er sá að þjóð þarf jafnframt að hafa vitiborna leiðtoga svo vilji hennar og vit fái notið sín. Ný skoðanakönnun í Nor- egi sýnir að 73 prósent Norðmanna eru andvíg aðild að Evrópusambandinu, 17 prósent hlynnt og 10 prósent taka ekki afstöðu. Norski Samfylkingarflokkurinn (AP) hefur haft á stefnuskrá sinni að rétt sé að Noregur gangi í ESB. En forystumenn þess flokks eru ekki úti að aka og þeim dettur ekki einu sinni í hug að viðra slíkar hug- myndir um þessar mundir. Enda er svo komið að unga fólkið í þeim flokki er orðið sammála ungu fólki í öðrum norskum stjórnmálaflokkum og vill ekki sjá neinar til- lögur um aðild að ESB. En hver er staðan á Íslandi? Það er ekki gott að sjá nein gild rök fyrir því af hverju í ósköpunum Íslend- ingar ættu að ganga í sam- bandið. Því hafa einkum tvenn rök verið tínd til fyrir því eftir því sem vindar hafa blásið. Þau fyrri hafa verið að ómögulegt sé fyrir Ísland að standa utan ESB eftir að Norðmenn hafi farið þar inn, sem sé í kortum þar í landi á næstunni. Og hin, sem kitl- uðu suma atvinnulífsmenn, voru að Íslendingar yrðu að kasta krónunni og taka upp evru og þótt ekki væru önn- ur rök fyrir aðild væri þar um slíkt nauðsynjamál að ræða að inn þyrfti Ísland að fara, hvort sem því líkaði betur eða verr. Fyrir þá sem tóku framangreind rök, önn- ur þeirra eða bæði, alvarlega hlýtur staðan að vera nokkuð snúin núna. Fyrir Vinstri græna, hörðustu ESB-and- stæðinga í síðustu kosn- ingum, getur hún svo sem ekki orðið verri en hún varð daginn eftir að þeir þar sviku allt sitt. En það er á hinn bóginn aldrei of seint að bæta ráð sitt. Þeir sem ekki eru hugsi yfir ógöngum evrunnar eru ekki að hugsa} Umsókn út úr kú S á vísdómur hefur verið viðtekinn að minnsta kosti síðan Gibbon skrifaði um sögu Rómaveldis á átjándu öld að bestu keisarar Rómar hafi verið ættleiddir. Kjörkeisararnir svoköll- uðu, Trajanus, Hadríanus, Antóníus Píus og Markús Antóníus, voru allir ættleiddir. Hug- myndin er sem sagt sú að í stað þess að láta keisaradæmið í hendurnar á misvitrum sonum hafi keisararnir ættleitt besta hugsanlega arf- takann og þar með tryggt góða stjórn eftir sína daga. Þetta hafi verið miklu betra kerfi en að láta keisaradæmið í hendurnar á manni sem hafði ekkert nema skyldleikann við keisara til brunns að bera. Látum liggja á milli hluta að enginn þessara kjörkeisara átti son til að taka við af þeim fyrir utan Markús Antóníus, sem gat hinn alræmda Kommódus og arfleiddi hann að hásætinu. Mér varð hugsað til þessara herramanna þar sem ég hlustaði á nýjasta Freakonomics-útvarpsþáttinn á netinu. Þar var verið að tala um það þegar ný kynslóð tekur við fjölskyldufyrirtækinu. Þar komu fram hagfræðingar sem höfðu skoðað gengi slíkra fyrirtækja eftir forstjóraskiptin og að meðaltali versnaði hagur fyrirtækjanna eftir að son- urinn eða dóttirin tók við af foreldrinu sem stofnaði fyr- irtækið. Vissulega eru dæmi um að slík kynslóðaskipti hafi reynst vel. Ekki eru allir erfingjar steyptir í sama mót og djammprinsessan Paris Hilton. Eins má finna dæmi um keisarasyni sem reyndust ágætiskeisarar sjálfir. Títus tók við af Vespasíanusi og er tal- inn hafa staðið sig vel þann stutta tíma sem hann lifði. Bróðir hans Dómitíanus gerði marga góða hluti en arfleifð hans líður fyrir það hve óvinsæll hann var meðal rómverska aðalsins. Undantekning er þó á þeirri meginreglu að fjölskyldufyrirtæki taki dýfu við kyn- slóðaskipti og hana er að finna í Japan. Þar er mjög algengt að sonur taki við af föður sínum í forstjórastól og sýnir tölfræðin að fyrirtækin líða ekkert fyrir þær ákvarðanir. Skýringin á þessu er einmitt ástæðan fyrir því að mér varð hugsað til kjörkeisaranna. Í engu öðru landi en í Bandaríkjunum eru fleiri ættleiðingar en í Japan. Ólíkt Bandaríkjamönnum, sem ættleiða nær eingöngu ungabörn, ættleiða Japanir hins vegar mun eldri einstaklinga. Meðalaldur ættleiddra í Japan er á bilinu 25-30 ára og þeir eru nær allir karlmenn. Þegar stofnandi eða forstjóri fyrirtækis í Japan fer að hugsa til eftirlaunaáranna er hugur hans við það hver eigi að taka við af honum. Ef hann á enga syni eða ef synirnir þykja ekki nægilega hæfir þá er mjög algengt að hann ættleiði ungan og efnilegan mann. Ungi maðurinn skiptir um eftirnafn og tekur upp ættarnafn sinnar nýju fjöl- skyldu og tekur innan tíðar við stjórnartaumunum af hin- um nýja föður sínum. Hér er ef til vill engan sérstakan lærdóm að finna, en mér þótti þetta áhugavert. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Á eikin að ættleiða eplið? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is B æjarhátíðir sem haldnar eru á sumrin í bæjum landsins falla almennt ekki undir reglur um skemmtanahald og ekki þarf leyfi fyrir þeim eins og fyr- ir útihátíðum á borð við þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eða Bestu útihá- tíðina. Þegar leyfin eru veitt er það gegn skilyrðum í reglugerð en þar er meðal annars um að ræða gæslu á svæðinu og að móttaka fyrir þol- endur kynferðisbrota sé til staðar. Þannig eru formlega séð ekki gerðar sömu kröfur til bæjarhátíðanna. Auglýsa neyðarsíma Þrátt fyrir að hátíðarnar séu undanskildar reglunum um útihá- tíðir eiga skipuleggjendur þeirra ná- ið samstarf við löggæslu- og heil- brigðisyfirvöld til að tryggja öryggi gesta. Björn Jósef Arnviðarson er sýslumaður á Akureyri en í umdæmi hans eru hátíðarnar Ein með öllu, Síldarævintýrið á Siglufirði og Fiskidagurinn á Dalvík haldnar. „Lögreglan er með aukinn við- búnað og það eru samráðsfundir mánuðina á undan. Lögreglan veit því af því hvað þeir eru að hugsa og samþykkir sumt en hafnar öðru eins og gengur,“ segir hann. Þó að skipuleggjendur sæki ekki leyfi til sýslumanns fyrir hátíð- inni segir Skúli Gautason, verk- efnastjóri Einnar með öllu, að und- irbúningur fari fram í góðu sam- starfi við sýslumann og bæjaryfir- völd. Viðbúnaður sé við því ef kyn- ferðisbrotamál komi upp og lögð sé áhersla á að neyðarsími fyrir þol- endur slíkra afbrota sé vel kynntur í dagskrá hátíðarinnar. Þá hafi starfs- menn Aflsins, samtaka gegn kyn- ferðis- og heimilisofbeldi, auk Lions- manna verið á vakt alla helgina. „Ég held að það hafi tekist vel og skilað miklu. Ég er mjög þakk- látur fyrir það samstarf,“ segir Skúli. Aldurstakmörk og gæsla Á Akranesi þar sem hátíðin Írskir dagar er haldin er svipaða sögu að segja. Ekki er sótt um leyfi fyrir hátíðinni en skipuleggjendur hennar eiga í samstarfi við heil- brigðis- og löggæsluyfirvöld þar. Tómas Guðmundsson, verk- efnastjóri Akranesstofu, segir að í ljósi dagskrár hátíðarinnar, sem sé nánast eingöngu yfir daginn, hafi ekki verið talin þörf á sérstökum ráðstöfunum eins og neyðarsíma fyrir þolendur kynferðisafbrota. Frekar hafi verið horft til þess að ekki séu börn undir lögaldri á eig- in vegum. Þannig hafi aldurs- takmark verið sett á tjaldsvæði bæj- arins. Þá lýsi það viðbúnaðinum á hátíðinni að ríflega helmingur kostn- aðarins við hana sé vegna gæslu. Túlkað sem útihátíð Neistaflug á Neskaupsstað sker sig nokkuð úr en sýslumaðurinn þar hefur túlkað það svo að svokallað tækifærisleyfi þurfi fyrir hátíðinni, ólíkt Akureyri og Akranesi. „Þetta var mjög loðið í upphafi en síðan er þetta af þvílíku umfangi að það hefur verið túlkað svo að það falli undir þessar reglur. Það þurfti að hafa skikk á þessu eins og öðru,“ segir Inger L. Jónsdóttir, sýslumað- ur á Eskifirði. Allar sömu kröfur og gerðar eru til útihátíða um viðbúnað við kynferð- isbrotum séu því til staðar þar. Auk lögreglu sinni björgunarsveitarmenn og héraðslögreglumenn gæslu í bænum á með- an hátíðarhöldin standa yfir. Þurfa að hafa skikk á bæjarhátíðunum Morgunblaðið/Júlíus Bæjarhátíð Írskir dagar eru ein af fjölmörgum bæjarhátíðum sem haldnar eru um allt land. Ekki þarf að fá sömu leyfi fyrir þeim og fyrir úthátíðum. Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, var í sam- starfi við skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri um helgina eins og undanfarin ár. „Við erum með gangandi vaktir á svona stórum helgum. Þá eru tvær í merktum vestum sem ganga um bæinn á kvöldin og næturnar. Við förum inn á tjaldsvæðin og skemmtistaðina og látum vita af okkur,“ segir Jokka Birnudóttir, starfsmaður samtakanna sem eru frá Ak- ureyri. Þá séu þau með bakvakt og opinn síma allan sólahringinn. Þá sé hægt að kalla út starfs- menn ef það þarf að fara með einhvern á neyðarmóttöku eða annað. „Við er- um með mjög öflugar vaktir alltaf á svona stórum helg- um,“ segir Jokka. Vakta stóru helgarnar AFLIÐ GEGN OFBELDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.