Morgunblaðið - 05.08.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.08.2011, Blaðsíða 17
Fljótandi, málmkennt vetni Sameindavetni Lofthjúpurinn Jörðin til samanburðar Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hyggst í dag skjóta á loft geimfari sem á að fara til Júpíters, langstærstu reikistjörnunnar í sólkerfinu LEIÐANGUR TIL JÚPÍTERS Heimild: NASA Teikning: Chris Inton JÚPÍTER Þvermál: 142.984 km | Tungl: A.m.k. 63 Massi: 317,8 jarðir | Rúmmál: 1.321 jarðir Nefnt eftir konu Júpíters og gyðju hjónabandsins í rómverskri goðafræði Tæki til að rannsaka þyngdaraflið Örbylgju- geislunarmælir Búnaður til að rannsaka segulhvolfið yfir pólsvæðum Júpíters (JADE) Tæki til að rannsaka rafgasbylgjur Tæki til að kanna efri lög lofthjúpsins yfir pólsvæðunum Myndavél Rófriti Segulmælir Þvermál: 20 m Hæð: 4,5 m Burðarflaug: Atlas 5-eldflaug Tæki til að rannsaka orkumiklar eindir (JEDI) BRAUT GEIMFARIÐ JÚNÓ Á að rannsaka hvernig Júpíter myndaðist, innviði reikistjörnunnar, segulhvolf og lofthjúp hennar Á leiðarenda 19. okt. 2016 Júnó skotið á loft 5. ágúst 2011 Fer framhjá jörðu 17.-18. okt. 2013 Gert er ráð fyrir því að Júnó fari 33 sinnum á braut um Júpíter í eitt ár, verði um 5.000 km yfir skýjatoppum plánetunnar Stóri rauði bletturinn Júpíter er gasrisi, að mestu úr vetni og helíum. Talið er að innst sé kjarni úr bergi, en fremur lítið er vitað um innri byggingu reikistjörnunnar Vilja finna uppskriftina að plánetum Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Geimferðastofnun Bandaríkjanna hyggst í dag eða næstu daga skjóta á loft geimfari sem nefnist Júnó og á að fara í leiðangur til Júpíters, lang- stærstu reikistjörnunnar í sólkerfinu. Markmiðið er meðal annars að rann- saka hvernig þessi firnamikli gasrisi myndaðist. Áætlað er að ferðin að Júpíter taki fimm ár og geimfarið fari síðan 33 sinnum á braut um reikistjörnuna. Júnó á meðal annars að rannsaka hversu mikið vatn er í lofthjúpi Júpí- ters og vonast er til að niðurstöður þeirrar rannsóknar auki þekkingu vísindamanna á því hvernig reiki- stjarnan myndaðist. Geimfarið á einnig að rannsaka samsetningu loft- hjúpsins og aðra eiginleika hans, svo sem hita og skýjafar. Þá á Júnó að kanna segulsvið og þyngdarafl Júpí- ters til að varpa ljósi á innri byggingu reikistjörnunnar. Rannsaka á segul- hvolfið við pólsvæði Júpíters, einkum norður- og suðurljósin, til að komast að því hvaða áhrif gríðarlega öflugt segulsvið reikistjörnunnar hefur á lofthjúp hennar, að því er fram kem- ur á vefsíðu NASA. Talið er að Júpíter sé fyrsta reiki- stjarnan sem myndaðist við sólina. „Eftir að sólin myndaðist fékk Júpí- ter megnið af leifunum,“ segir Scott Bolton, einn vísindamannanna sem taka þátt í rannsóknum Júnó. „Þess vegna eru þessar rannsóknir svo at- hyglisverðar – ef við viljum fara aftur á bak í tímann og skilja hvaðan við komum og hvernig reikistjörnurnar mynduðust þá er leyndardóminn að finna í Júpíter. Við viljum þess vegna grafast fyrir um hráefnislistann. Í rauninni er meginmarkmið okkar að finna uppskriftina að plánetunum.“ Fjallað er um Júpítíer á stjörnu- fræðivefnum, stjornuskodun.is.  Geimfar sent í leiðangur til að rannsaka hvernig Júpíter myndaðist Langförul Júnó » Geimfarið Júnó er ómannað og kostaði 1,1 milljarð dollara, sem svarar tæpum 130 millj- örðum króna. » Hægt verður að skjóta geim- farinu á loft frá klukkan 15.34 að ísl. tíma í dag og ekki síðar en 26. ágúst. » Gert er ráð fyrir því að Júnó komist nær Júpíter en nokkurt annað geimfar NASA. FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2011 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Norski fjöldamorðinginn, sem varð 77 manns að bana 22. júlí, segist hafa notið aðstoðar „margra manna“ til að kaupa efni og búnað sem hann notaði til að fremja ódæðisverkin. Norska dagblaðið Verdens Gang hefur þetta eftir verjanda fjölda- morðingjans. Verjandinn segir að skjólstæðingur sinn hafi sagt norsku lögreglunni að hann hafi ferðast til 20 landa þegar hann undirbjó árás- Segist hafa notið aðstoðar  Norski fjöldamorðinginn fór til 20 landa þegar hann undirbjó ódæðisverkin irnar og keypt nær allan búnaðinn erlendis. „Hann segir að margir menn hafi hjálpað honum að kaupa búnaðinn.“ Í frétt Verdens Gang kemur ekki fram hvort mennirnir hafi verið skoðanabræður hans eða vitað að hann hygðist fremja fjöldamorð. Verjandinn sagði að fjöldamorðing- inn hefði neitað að skýra frá nöfnum mannanna nema norsk yfirvöld yrðu við kröfum hans, meðal annars um að norska ríkisstjórnin og konungur Noregs segðu af sér. Áður höfðu saksóknarar í Póllandi skýrt frá því að fyrirtæki þar í landi hefði selt fjöldamorðingjanum efni sem væru lögleg en hægt væri að nota til að búa til sprengju. Vitorðsmanna leitað » Lögreglan vildi ekki stað- festa að morðinginn segðist hafa notið aðstoðar annarra. » Hún sagði að talið væri að morðinginn hefði verið einn að verki en hún væri að rannsaka hvort einhverjir hefðu verið í vitorði með honum. Lýst hefur verið yfir hungursneyð á þremur svæðum í sunnanverðri Sómalíu, meðal annars í höfuðborg- inni Mogadishu, til viðbótar tveim- ur héruðum þar sem áður hafði ver- ið lýst yfir neyðarástandi vegna þurrka og hungurs. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu í gær að útlit væri fyrir áframhaldandi þurrka næstu mán- uði og þeir spáðu því að neyðar- ástand skapaðist á fleiri svæðum í Sómalíu á næstu sex vikum. Að minnsta kosti 2,8 milljónir manna, þeirra á meðal 1,25 millj- ónir barna, þurfa á aðstoð hjálpar- samtaka að halda í sunnanverðri Sómalíu. Á myndinni eru vannærð börn á sjúkrahúsi í Mogadishu. Reuters Neyðin ágerist enn í Sómalíu Stúlkur sem fæð- ast núna í Bret- landi eru átta sinnum líklegri til að ná hundrað ára aldri en stúlkur sem fæddust fyrir 80 árum, sam- kvæmt nýrri breskri rann- sókn. Hún leiddi ennfremur í ljós að 20 ára Bretar eru þrisvar sinnum líklegri til að verða 100 ára en afar þeirra og ömmur og tvöfalt líklegri en for- eldrar þeirra. Gert er ráð fyrir því að fyrir árið 2066 verði hálf milljón Breta 100 ára eða eldri. Átta sinnum líklegri til að verða 100 ára Bretar verða sífellt langlífari. BRETLAND Svíi nokkur hef- ur verið hand- tekinn eftir að hafa reynt að kljúfa atóm í eldhúsinu heima hjá sér og lýsa tilrauninni á netinu. Svíinn segist hafa not- að reykskynjara, klukku og fleiri hluti. „Ég vildi forvitnast um hvort þetta væri hægt, þetta er bara áhugamál,“ segir hann. Geislavarnastofnun rannsakaði íbúð Svíans en fann ekki merki um hættulega geislun. Svíinn á yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi fyrir brot á lögum um geislavarnir. Reyndi að smíða kjarnakljúf í eldhúsi SVÍÞJÓÐ Franskur dómstóll hefur hafið form- lega rannsókn á því hvort Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hafi mis- notað vald sitt þegar hún gegndi embætti fjármálaráðherra í Frakk- landi. Lagarde er sökuð um að hafa mis- notað vald sitt með því að knýja bankann Crédit Lyonnais til að fall- ast á gerðardóm í deilu við kaup- sýslumanninn Bernard Tapie og greiða honum 285 milljónir evra, eða sem svarar 47 milljörðum króna. Ta- pie var áður ráðherra í ríkisstjórn vinstriflokka en snerist á sveif með Nicolas Sarkozy fyrir forsetakosn- ingarnar árið 2007. Lagarde varð fjármálaráðherra það ár. Lagarde neitar sök og talsmaður hennar sagði að rannsóknin myndi ekki hafa áhrif á störf hennar fyrir AGS. Hún varð framkvæmdastjóri sjóðsins eftir að Dominique Strauss- Kahn var handtekinn í New York eftir að hann var sakaður um að hafa reynt að nauðga hótelþernu. Reuters Neitar sök Christine Lagarde hefur verið sökuð um valdníðslu. Lagarde sætir rannsókn Sökuð um að hafa misnotað vald sitt Skannaðu kóðann til að skoða vef- síðu NASA um leiðangurinn Skannaðu kóðann til að lesa það nýj- asta um fjölda- morðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.