Morgunblaðið - 22.08.2011, Page 7
ENGLAND
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Manchester City og Wolves eru með
fullt hús stiga eftir tvo leiki í ensku
úrvalsdeildinni. City hafði betur
gegn Grétari Rafni Steinssyni og fé-
lögum hans í Bolton í markaleik, 3:2,
og Úlfarnir unnu góðan sigur á Ful-
ham, 2:0. Manchester United getur
komist upp að hlið City og Wolves í
kvöld takist liðinu að leggja Totten-
ham að velli á Old Trafford.
„Ég var mjög ánægður með leik
liðsins. Mér fannst það spila afar vel
á móti góðu liði Bolton. Sigurinn var
verðskuldaður að mínu mati,“ sagði
Roberto Mancini knattspyrnustjóri
City eftir leikinn. David Silva, Ga-
reth Barry og Edin Dzeko gerðu
mörk Manchester-liðsins en Ivan
Klasnic og Kevin Davies gerðu mörk
Bolton. Grétar Rafn Steinsson lék
allan tímann í vörn Bolton.
Wenger undir pressu
Það gustar mjög um Arsene Wen-
ger knattspyrnustjóra Arsenal og í
fyrsta skipti frá því hann tók við
Lundúnaliðinu fyrir 15 árum er
pressa á Frakkanum. Arsenal tapaði
á heimavelli fyrir Liverpool, 2:0, og
þar með hrósaði Liverpool sigri á
Emirates Stadium í fyrsta skipti.
Fyrra markið var sjálfsmark frá
Aaron Ramsey og það síðara skoraði
Úrúgvæinn Luis Suarez en hann
kom inná sem varamaður í seinni
hálfleik. Mörkin kom skömmu eftir
að Arsenal hafði misst Emmanuel
Frimpong af velli með rautt spjald á
70. mínútu leiksins.
„Ég ætla ekki að stökkva frá borði.
Það eru ákveðnir erfiðleikar hjá okk-
ur þessa stundina en tímabilið er rétt
að byrja. Við vorum án átta leik-
manna en mér fannst frammistaða
liðsins samt góð. Við erum svekktir
með að hafa tapað leiknum en það er
mikið eftir. Það var reynsluleysi sem
varð til þess að Frimpong var rekinn
útaf en það var rangstöðulykt af báð-
um mörkum Liverpool,“ sagði Wen-
ger eftir leikinn.
Samir Nasri lék með Arsenal-
liðinu en Frakkinn hefur sterklega
verið orðaður við Manchester City
og líklegt er að hann fari til þess áður
en félagaskiptaglugganum verður
lokað um mánaðamótin.
„Ég hef alltaf sagt að ég vilji reyna
að halda Nasri og þess vegna tefldi
ég honum fram í leiknum. Á þessari
stundu er ég ánægður að hann sé
enn hjá okkur,“ sagði Wenger en
stuðningsmenn Arsenal krefjast
þess að Wenger taki upp veskið og
kaupi þrjá til fjóra sterka leikmenn
til félagsins.
„Mér fannst við verðskulda þessi
mörk og mér fannst við eiga sigurinn
skilinn. Lið okkar er betra en í fyrra.
Hópurinn er stærri og sterkari og
samkeppnin um stöður í liðinu er
hörð. Arsenal er frábært fótboltalið
og Wenger hefur gert ótrúlega hluti
með það þau ár sem hann hefur verið
við stjórnvölinn. Auðvitað hafa verið
betri tímar hjá Arsenal heldur en í
dag,“ sagði Kenny Dalglish knatt-
spyrnustjóri Liverpool.
WBA stóð í Chelsea
Frakkarnir Nicolas Anelka og
Florent Malouda sáu um að tryggja
Chelsea öll stigin á móti WBA sem
lengi stóð í Lundúnaliðinu á Stam-
ford Bridge. Shane Long kom WBA
yfir snemma leiks. Anelka jafnaði
metin í byrjun seinni hálfleiks og
Malouda skoraði sigurmarkið 10
mínútum fyrir leikslok.
„Það var eins væri einhver kvíði í
leikmönnum mínum í fyrri hálfleik
eftir að við fengum á okkur markið
en við ræddum málin í leikhléinu og
leikur okkar var allt annar og betri í
seinni hálfleik,“ sagði Andre Villas-
Boas knattspyrnustjóri Chelsea eftir
sigurinn.
„Við viljum verða meistarar á ný
og það vilja stuðningsmennirnir líka.
Við hlustum á þeirra kröfur,“ sagði
Portúgalinn.
City gerði
góða ferð
á Reebok
Reuters
Fögnuður Bosníumaðurinn Edin Dzeko fagnar marki sínu gegn Bolton á Reebok-vellinum í Bolton í gær.
Manchester City og Wolves eru efst
Fyrsti sigur Liverpool á Emirates
ÍÞRÓTTIR 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011
KORTIÐ GILDIR TIL
30.09.2011
– MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR
MOGGAKLÚBBURINN
Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar
í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á
mbl.is/moggaklubburinn
Fyrstu 50 áskrifendur fá 2 miða á leik Grindavíkur ogVíkings
Mættu á völlinn og framvísaðu Moggaklúbbskortinu við innganginn til að fá miða
BÝÐUR ÁSKRIFENDUM ÁVÖLLINN
GRINDAVÍK -VÍKINGUR
22. ágúst kl. 18:00 á Grindavíkurvelli
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT
EÐA Í SÍMA 569 1122
Brasilíumenn
hömpuðu heims-
meistaratitlinum
á HM 20 ára
landsliða í knatt-
spyrnu sem lauk
í Kólumbíu um
helgina. Brass-
arnir lögðu
Portúgali í fram-
lengdum úrslita-
leik, 3:2.
Oscar var hetja Brasilíumanna í
leiknum en hann gerði öll mörk
þeirra. Hann kom Brasilíu yfir
snemma leiks og hann reyndist síð-
an hetja þeirra. Oscar jafnaði metin
í 2:2 tólf mínútum fyrir leikslok og
skoraði svo sigurmarkið á 111. mín-
útu leiksins þegar hann vippaði lag-
lega yfir markvörð Portúgala.
Þetta voru einu mark Oscars í
keppninni en hann leikur með liði
Internacional í heimalandi sínu.
Fimmti heimsmeistaratitill
Brasilíumanna
Þetta var fimmti heimsmeist-
aratitill Brasilíumanna í þessum
aldursflokki en þeir höfðu áður
unnið hann 1983, 1985, 1993 og
2003. Það eru hins vegar Argent-
ínumenn sem hafa hampað heims-
meistaratitlinum oftar, eða sex
sinnum.
Henrique, leikmaður Sao Paulo í
Brasilíu, var útnefndur besti leik-
maður mótsins en hann sýndi frá-
bæra takta í leikjum Brasilíumanna
á mótinu.
Mexíkóar unnu til brons-
verðlauna á mótinu með því að
leggja Frakka, 3:1, í leik um þriðja
sætið. gummih@mbl.is
Brassarnir urðu
heimsmeistarar
Oscar skoraði þrjú í úrslitaleiknum
Oscar