30. júní - 15.06.1968, Blaðsíða 2

30. júní - 15.06.1968, Blaðsíða 2
2 30. jíjn! Viðtal við Hermann Jónasson fyrrv. forsætisráðherra Við gengum á fund Hermanns Jónassonar fyrrverandi forsæt- isráðherra, og ræddum við hann um forsetakosningarnar. Eink- um vildum við leita álits hans á því, hvort hann teldi hyggilegra að kjósa til forseta mann úr hópi hinna „leiknu stjórnmála- manna" eða úr hópi þeirra manna, sem ekki hafa gengið á vald neinum pólitískum flokki og eru engum þeirra háðir. Það er komið undir skapgerð mannsins, sem um er að ræða, sagði Hermann. Forsetaefniö getur verið svo þroskað og svo algjörlega yfir flokksleg sjón- armið hafið, að það taki ekki tillit til þeirra. Þetta er þó sjald- gæft, einkum ef forsetaefnið hefur nýlega yfirgefið stjórn- málabaráttuna. Ýmsar þjóðir sneiða því hjá „hinum leiknu stjórnmálamönn- um“ og velja fyrir forseta lista- menn eða vísindamenn, sem þekktastir eru meðal hlutaðeig- andi þjóðar og óháðir stjóm- málaflokkunum. Hjá þessum þjóðum er forsetinn tákn um samheldni og samstöðu. Hvaða regla er helzt hægt að segja, að hér á landi hafi mynd- azt um þetta atriði? Engin regla hefur skapazt um þetta hér á landi, enda aðeins um eina kosningu að ræða. Þeg- ar ég lít yfir sögu, okkar unga lýðveldis sýnist mér þó, að sú skoðun hafi ávallt verið mjög ríkjandi á meðal mikils fjölda manna, að forseti ætti að vera maður óháður stjórnmálaflokk- unum. Við kosningarnar 1952 tefldu Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn fram sameig- inlega, eins og kunnugt er, hin- um vinsæla kirkjuhöfðingja, séra Bjarna Jónssyni. Á meðal forustumanna Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins, sem stóðu að framboði séra Bjarna Jónssonar, komu i hinir „leiknu stjórnmálamenn" j ekki til álita. Haldið var fast við að velja forsetaefnið úr hópi þeirra manna, sem minnst höfðu haft sig í frammi í stjórnmálum. Þetta var sjónarmiðið þá og ég fæ ekki séð að forsendurnar hafi breytzt nokkuð síðan. Það sama varð ofan á, þegar Sveinn Björnsson var sjálfkjör- inn. Það var aðeins hugsanlegt vegna þess, aö hann hafði ekki komið nærri stjómmálum svo áratugum skipti. Teljið þér ekki hætt við þvi, að manni, sem valinn er úr hópi Hermann Jónasson. stjórnmálamanna, reynist erfitt að taka ákvörðun gegn flokki sínum? Vitanlega er sú hætta alltáf yfirvofandi, en eins og ég hef sagt áður, getur maður verið svo þroskaður að hann sé hafinn yfir flokkssjónarmiðin. Hitt er þó líklegra, að mínum dómi, að hin pólitísku sjónarmið ráði miklu, ekki sízt ef örstutt er síðan forsetaefnið fór úr hin- um pólitísku herklæðum og íklæddist hvítum klæðum hlut- leysisins. Þegar hann þarf að gera stjórnarráðstafanir, sem ganga gegn þeim flokki, sem h-ann hefur tilheyrt, ef til vill alla ævi, þá þarf mikinn þroska til að dæma hlutlægt í málum. Að lokum, hvað viljið þér segja • um kosninguna alménnt? Ég fagna því, að Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, gaf kost á sér til forsetaframboðs. Hann hefur ekki gengið á hönd SIGURÐUR BLÖNDAL, skógarvörður, Hallormsstað: Nú á íslenzka þjóðin óvenjulegt tækifæri Þeirri skoðun er nú haldið á loft, að forseti íslands þurfi endilega að hafa setið á Alþingi og síðan skólazt hæfilega lengi í utanríkisþjónustu. Ég er á önd- verðri skoðun. Ég tel nauðsyn- legt að skapa um forsetaemb- ættið íslenzka hefð, sem hæfi smæð þjóðárinnar og sögulegri sérstöðu. Engan mann veit ég kjörnari til þessa verks en Krist- ján Eldjárn, bæði vegna óvenju- legra hæfileika, glæsimennsku og starfsferils, og ekki síður vegna hins að hafa ekki staðið í stj órnmáladeilúm. Mér finnst íslenzka þjóðin hafa óvenjulegt tækifæri í þess- um forsetakosningum og því megi hún ekki sleppa. Sigurður Blöndal. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, skrifstofustjóri: Nýr andi — ferskur blær um forsetaembættið neinum flokki, þótt ég þykist þess hins vegar fullviss, að hann hafi ávallt fylgzt vel með þjóð- málum. Kristján er fluggáfaður maður og kunnur að drengskap og samvizkusemi. Ég veit, að hann mun, ef hann nær kosn- ingu, fylgjast sem bezt með þjóðmálabaráttunni og störfum stjórnmálamannanna. Þá er það sannfæring mín, að honum muni reynast jafnvel auðveldara en „leiknum stjórnmálamanni“ að leysa stjórnmálakreppur, ef að höndum ber. Loks tel ég það afar mikilvægt, að Kristján Eldjárn er óumdeil- anlega einhver bezti merkisberi íslenzkrar menningar, sögu og tungu, þessa dýrmæta arfs, sem við verðum að varðveita eins og sjáaldur augna okkar. Ég er sannfærður um, að hann mun þannig verða sameiningartákn þjóðarinnar. Það er mikilvæg- ast. J. K. Forseti fsiands kemur fram sem fulltrúi þjóðarheildarinnar út á við og inn á við, setur Al- þingi og slítur því, gegnir mikil- vægu hlutverki við stjórnar- myndun o. s. frv. Mikilvægt er, að þessi störf séu ágætlega af hendi leyst, en það er þó að mínu viti einkum tvennt til við- bótar, sem getur gefið forseta- embættinu sannarlegt gildi fyr- Vésteinn Ólason. ir þjóðina: Forseti á að veita þjóðinni andlega og siðferðislega forystu, og hann á að vera æðsti vörður lýðræðis í landinu. Við hátíðleg tækifæri og á ör- lagastundum ávarpar forseti þjóðina. Hann getur þá haft mikil áhrif með orðum sínum, aukið samheldni og samhug, vakið og örvað heilbrigða þjóð- erniskennd, hvatt til dáða og varað við hættum. Mörg. dæmi eru þess í sögunni, hve þjóðhöfð- ingjar smáþjóða hafa veitt þeim mikilvæga forystu á örlagatím- um. Valdsvið forseta og réttur til að fresta afgreiðslu mála eða skjóta þeim undir dóm þjóðar- innar sýnir, að hann á að vaka yfir því, að handhafar löggjafar- og framkvæmdavalds gangi ekki í berhögg við vilja þjóðarinnar. Æskilegast er auðvitað, að ekki þurfi að koma til slíkrar íhlutun- ar af hálfu forseta, en vald hans er lýðræðinu mikil trygging. Allir vita, að lýðræðis er vand- gætt. Hér sem annars staðar gætir ævinlega tilhneigingar til myndunar sérstakrar valdastétt- ar eða valdahóps. Tiltölulega fá- ir menn, sem fara með mikil stjórnmálaleg eða efnahagsleg Framboð Kristjáns Eldjárns er fagnaðarefni. Og greinilegt er, að það hefur fundið mjög góð- an hljómgrunn með þjóðinni. Vera má, að það sé ýmsum undr- unarefni og er því ekki úr vegi að fara um það nokkrum orð- um. Auðvitað eiga hinar góðu und- irtektir sér margar orsakir. En meginorsökina tel ég þó vera ósk fólksins í landinu um nýjan anda í æðsta stjórnkerfi ríkis- ins, ferskan blæ á æðstu stjórn- arstofnanir lýðveldisins. Hvorki er þetta einsdæmi né undrunar- völd, geta á eigin spýtur tekið ákvarðanir, sem hafa örlagarík áhrif á líf hvers einstaklíngs í landinu. Hlutverk forseta er að vera fulltrúi þjóðarinnar gagn- vart valdakerfinu, tryggja, að því sé ekki misbeitt. Það hlýtur því að vera æskilegt, að forseti sé sem óháðastur valdastéttinni. Ég tel mjög óheppilegt,.að hann komi svo að segja beint. úr hópi þeirra manna, sem með völdin fara eða um þau keppa. Þá hlýt- ur einlægt að vera hætta á, að honum reynist erfitt að gæta fyllsta hlutleysis eða njóta ó- skoraðs trausts, þótt vilji hans sé góður. Ég styð dr. Kristján Eldjárn í forsetakosningunum 30. júní, vegna þess að ég tel hann prýði- lega hæfan til að gegna hinum venjubundnu störfum, sem for- setaembætti fylgja. En þó styð ég hann miklu fremur, vegna þess að ég treysti honum til að verða sannur forystumaður þjóðarinnar og öruggur vörður lýðræðis á íslandi. Forsetakosningarnar þann 30. júní n. k. eru í hug mínum alvörumál, en ekki æsinga. ís- lenzk málefni hafa knúið mig til að taka ákvörðun. Ég hef ákveðið að stuðla að kjöri Kristjáns Eldjárns til forseta- embættis — með einu at- kvœði. Smátt er veitt — og þó allt. Ég smala hvorki mönnum né konum á kjörstað. Sérhver íslenzkur þegn á nú að rata rétt og axla byrði liðins tíma hjálparlaust. Forsendur afstöðu minnar í þessu máli eru fjórar: 1. Kristján Eldjárn stóðst tvísýn áhrif íslenzkrar vel- gengni án þess að haggast. efni. Nýjum anda í þjóðmálun- um er hvarvetna fagnað, jafnt í Tékkóslóvakíu sem Bandaríkj- unum. Almenningur fagnar nýj- um mönnum með nýjar skoðan- ir, er miða að almenningsheill. Því nutu hinir látnu Kennedy- bræður svo mikilla vinsælda og trausts, því er Dubcek Tékkum sem vorþeyr. Hið sama; gerist hér. Þjóðin fagnar nýjum manni, er stígur fram á sjónarsviðið, manni sem hefur frábæra menntun og þekkingu á mál- efnum þjóðarinnar og er ósnort- inn af moldviðri stjórnmálanna. Hann er nýr tónn. Því fagnar þjóðin honum sem leiðtoga. En hví skyldi þjóðin óska eft- ir nýjum anda, ferskum blæ? Sigurður Guðmundsson. Leikur ekki ferskur andi um æðstu stjórnvöld ríkisins? Ekki verður það talið. Alþingi er í of ríkum mæli samkunda gam- alla stjórnmálamanna. Og æðstu stjórnmálaforingjarnir hafa ríka tilhneigingu til að halda öllu innan hringsins, nýir menn skulu ekki fá að komast að. Og sízt af öllu maður úr alþýðustétt eins og Kristján Eldjárn. En sú starfsregla býður hvorki Framhald á bls. 7. 2. Hann hefur í aldarfjórð- ung ástundað menningar- greinar, sem misvitrir menn státa af á málþingum, en gleyma oft í önn dagsins. 3. Hann gætir hófs í kröf- um til annarra, er háttvís at- orkumaður. 4. Hann virðist skilja, — engu síður en þaulreyndir stjómmálamenn, hvað mikil- verðast er fyrir þjóðina. Ég ætla ekki að kjósa Krist- ján Eldjárn til þess eins að sitja á forsetastóli fjögur ár, heldur og til þess hlutskiptis að vaka á verði á Bessastöðum — hverju sem viðrar i is- lenzku þjóðlífi. VÉSTEINN ÓLASON, magister: Sannur forystumaður SIGRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR: Rödd úr Hjaltadal

x

30. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 30. júní
https://timarit.is/publication/815

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.