30. júní - 15.06.1968, Blaðsíða 7

30. júní - 15.06.1968, Blaðsíða 7
7 30. JUNI Kristjan var til kvaddur Framhald af bls. 8. vanda og vegsemdar á þjóðin að kveðja mann, en enginn að ryðja sér þangað braut af eig- in metnaði," segir Bjarni Benediktsson ennfremur í fyrrnefndri Morgunblaðs- grein. Á þetta jafn vel við í dag og fyrir 16 árum. Dr. Kristján Eldjárn hafði ekki ætlað sér embætti forseta ís- lands. Hann reyndi aldrei að ryðja sér braut að Bessastöð- um. Það var ekki fyrr en sam- tök manna og kvenna úr öll- um stéttum og öllum f lokkum höfðu gengið hart að dr. Kristjáni, að hann fékkst til að fallajt á framboð. Samtök- in voru mynduð vegna þess, að mönnum var ljóst, að dr. Kristján hefði öðrum fremur þá kosti til að bera, sem hæfðu forseta íslands. Persónuleg kynni mín af dr. Kristjáni Eldjárn eru lítil. Ég þekki hann aðallega af af- spurn. Það orð, sem af hon- um fer, framkoma hans í nafni embættis síns og að undanförnu, eftir að hann gaf kost á sér sem forsetaefni, hafa sannfært mig um og sarmaS", að hann hefur ein- mitt til eð bera þá hæfileika, sem henta góðum forseta. Svo að ég vitni enn í Morg- nnblaðið fyrir forsetakjörið 1952, segir þar í ritstjórnar- grein 20. maí: „Hlutverk hins íslenzka þjóðhöfðingja er ekki fyrst og fremst það, að vera út- lendingum þægilegur gest- gjafi. — Hitt er miklu þýð- ingarmeira, að hann sé þjóð sinni tákn friðar og einingar og hafi hæfileika til þess að laða til samstarfs og góðvild- ar. Forseti íslands á þannig fyrst og fremst að vera þjóð- legur maður, enda þótt hann þurfi að koma virðulega fram fyrir hönd þjóðarinnar gagn- vart erlendum tignarmönn- um. Hann þjónar hagsmun- um þjóðar sinnar betur með því, að koma til dyranna í samræmi við íslenzka siðu og háttu en að leggja höfuð- áherzlu á erlenda eftiröpun." Dr. Kristján Eldjárn er þjóðlegur maður og kemur virðulega-fram, jafnt gagn- vart erlendum sem innlend- um, tignarmönnum og al- þýðu. Hann verður þjóðinni það tákn friðar og einingar, sem við sækjumst eftir í emb- ætti forseta fslands, og ég gef hpnuip, atJtyæ.ðj.,á k,j/jr- degi í þeicri vissu, að þá kjósi ég mann, sem islenzka þjóðin getur verið hreykin af. Sigríður Xhors. SIGURÐCR KRISTJÁNSSON, skólastjóri, Laugum: Ég árna Kristjáni brautargengis JÓNAS JÓNSSON frá Hriflu: Sveitarheill í Svarfaðardal Það virðist giftumerki að vera Svarfdælingur. Nú hafa þúsund- ir manna um allt land ákveðið, að miðaldra bóndason úr þess- um dal sé bezt fallinn af öllum íslendingum til að setjast í forn- frægan stól Snorra Sturlusonar á Bessastöðum. Snorri var í senn mikill listamaður, góður bóndl og áhrifamikill visindamaður. Ég kynntist Svarfdælingum eftir aldamótin. Þá voru tólf sveitapiltar að ljúka sögu Möðruvallaskólans. Húsið var nýbrunnið. Við höfðum ekkert frambærilegt hús, en þrjá ágæta kennara. Við vorum lífsglaðir, hraustir og miklir vinir. Þó þótti okkur mest varið í yngsta svein- inn í hópnum, Þórarin Eldjárn prestsson úr Svarfaðardal. Hann hreif hugi okkar stallbræðranna sem æskuprúður giftumaður. Þórarinn hvarf úr skólanum heim í dalinn sinn, tók við búi foreldranna og giftist ágætri konu. Hann var önnum kafinn við bú og börn og bað ekki um önnur gæði. En Svarfdælingar báðu hann að gera margt fyrir sveitina sína. Hann gerðist kennari barna og ungmenna, og skólinn var á Tjörn. Hann var hreppsnefndarmaður og hrepp- stjóri, sýslunefndarmaður og lieiðtogi Kaupfélags Eyfirðinga, óg seinast stjórnarformaður þeirrar stofnunar, sem er eitt- hvert glæsilegasta fyrirtæki á íslandi. Víða sjást spor dugandi manna í Svarfaðardal. Sveitin var veglaus og ríkið fátækt. Þá lögðu Svarfdælingar á sig gjafa- vinnu bæði sumar og haust til að gera akveg eftir byggðinni. Síðar kom brú á ána. En í hlið- Nýr andi — Jónas Jónsson. inni skammt frá Tjörn fundu ungir Svarfdælingar hitaæð í fjallinu. Brutu þeir harðar klappirnar og byggðu sér baðhús og síðan fyrstu sundlaug í sveit- inni. Varð þetta landsfrægt af- rek, og Sigurður Guðmundsson meistari sendi æskumenn sína í þessa námsstöð, Svarfdælingar gleyma ekki ættbyggð sinni, þótt þeir hverfi á braut. Duglegur Svarfdæling- ur varð efnaður vestan hafs. En hann hugsaði heim og gaf kirkju dalsins klukku, sem heyrist við messugerðir um alla sveitina. Ennfreniur gaf þessi burtflutti sonur stórgjöf í reiðufé til að planta bjarkaskóg á víðáttumik- illi sléttu i dalnum. Klukkan og skógarlundurinn munu lengi bera vott um sonarhlýhug Svarf- dælings i annarri álfu. Ég hef á löngum dvalarárum sunnanlands kynnzt mörgu góðu fólki, borgarbúum/og aðkomu- mönnum. í þeim hópi eru Svarf- dælingar eftirminnilegastir. Þeir eru ekki duglegir að veiða hlunnindi, stöður og vegtyllur, en þeir hafa löngun til að vera dugandi menn í gagnlegu starfi. Mér þykir það spá góðu, að al- menningur um allt land vill nú gera mjög álitlegan Svarfdæling að eftirmanni Snorra á Bessa- stöðum. Bændur hafa borið hita og þunga þjóðlífsins í ellefu ald- ir. Þeir sömdu lögin og skrifuðu fornsögurnar. Þeir varðveittu tungu þjóðarinnar og menningu á löngum og dimmum kúgunar- timum, og þeir börðust einhuga fyrir endurheimt sjálfstæðisins á morgni nýrrar aldar. Nú er í framboði til þjóðarforustu úr- valsmaður úr úrvalssveit. Nú sannast enn sem fyrr hve gifta íslands er mikil á örlagastund- um. Jónas Jónsson frá Hriflu. Tákn hins bezta Framhald af bls. 4. mér t. d. í hug að liggja Gunn- ari Thoroddsen á hálsi fyrir það, þótt nokkrir yfirlýstir stuðnings- menn hans og ættingjar tækju þátt í opinberum mótmælaað- gerðum kommúnista nú nýlega. Það væri jafnósæmilegt og nafn- lausu árásirnar á Kristján. Val mitt í forsetakosningun- um hinn 30. júní verður, eins og áður er sagt, Kristján Eld- járn. Honum treysti ég vel til þess að verða tákn íslenzkrar einingar og alls hins bezta í fari og sögu íslenzku þjóðarinn- ar. Forseti íslenzka lýðveldisins hélt að venju ræðju 1. jan. s.l. og boðaði þá þjóð sinni, að hann yrði ekki forseti lengur en út núverandi kjörtímabil. Ekki var janúarmánuður lið- inn, þegar mér var boðið að gjörast áskorandi og um leið meðmælandi með framboði herra Gunnars Thoroddsens. Ég afþakkaði boðið, kærði mig ekki um, að forsetaembættið væri gjört arfgengt, þegar konung- dæmi væri hafnað, eins og ég tók til orða. Síðar fagnaði ég þessari af- stöðu. Gott var að vera óbund- inn af fyrri undirskrift, þegar ég heyrði, að dr. Kristján Eld- járn hefði gefið kost á sér til forsetakjörs. Hver sá maður (nema hann sé fyrirfram blindaður af flokks- hyggju), sem í bernsku hefir notið einstakrar leiðsagnar föð- ur hans og jafnframt kynnzt i leik, námi og löngu starfi hæfi- leika- og drengskaparmannin- um Kristjáni Eldjárn, hlýtur að Sigurður Kristjánsson. árna honum brautargengis og stuðla af alefli að kosningu hans í þetta hið virðulegasta embætti landsins. Framhald af bls. 2. heim nýjum hugmyndum né nýjum hugsunum. Því leikur hvorki nýr andi né ferskur blær um æðstu stjórnvöld ríkisins. En vissulega er eðlilegt að fólkið i landinu, ekki sízt unga fólk- ið, óski eftir slíku. Og þvi er eðlilegt og skiljanlegt að fram- boði Kristjáns Eldjárns skuli jafn vel tekið og raun ber vitni. Sjálfsagt er að unna Gunnari Thoroddsen sannmælis. En ekki verður hann, tæplega sextugur maðurlnn, talinn frambjoðandi yngri hluta þjóðarinnar, og ekkl er hægt að hugsa sér að með honum komi nýr andi eða fersk- ur blær í æðsta stjórnkerfi þjóð- arinnar. Með honum yrði gamla lagið áfram óbreytt. Alþingi og ríkisstjórn hefðu áreiðanlega gott af því, að í sæti forseta settist aðeins rúmlega fimmtug- ur maður, óþreyttur og ferskur, maður nýrra hugmynda og nýrra leiða. Með honum kæmi hressandi andblær þjóðlífsins og þjóðarinnar sjálfrar inn í gam- alt og værukært stjórnkerfi. Slíks er þörf og að því voua ég að sem flestir vilji vinna. En það veröur aðeins gert með því að krossa við nafn Kristjáns Eldjárns á kjördegi. Sigurður Guðmundsson. Kjósum Krístján :♦: ;♦: :♦: ♦: ít: :♦: ;♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: '§ :♦: ú i æ :♦: :♦: % :♦: 'ú :♦: :♦: :♦: :♦: í:i % :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: g i :♦: :♦: :♦: í:í ORÐSENDING FRA KOSNINGASJÓÐI STUÐNINGSMANNA dr. Kristjáns Eldjárns Fyrir hönd kosningasjóðs leyfi ég mér að vekja athygli stuðningsmanna um allt land á þvi, að verulegt fé vantar í kosningasjóðinn til að standa undir óhjákvæmilegum útgjöldum. \ Við höfum sent ýmsum samherjum beiðni um aðstoð og viljum þakka hinar ágætu undirtektir. En að sjálfsögðu höfum við engan veginn náð nema til lítils hluta þess mikla fjölda, sem vill taka þátt í kostnaðinum með okkur. Það eru mjög eindregin tilmæli okkar til allra stuðningsmanna, að þeir leggi eitthvað af mörk- um — minnugir þess að margt smátt gerir eitt stórt. Vinsamlega leggið smáupphæðir í póstinn eða komið þeim til okkar á aðalskrifstofuna að Bankastræti 6. F.h. kosningasjóðs stuðningsmanna dr. Kristjáns Eldjárns, Ragnar Jónsson. :♦: ;♦: :♦: :♦: í:í :♦: ;♦: ;♦: :♦: ;♦: :♦: :♦: ;♦: ;♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: ;♦: :♦: :♦: íí :♦: s :♦: :♦: :♦: ;♦: :♦: i :♦: ;♦; y ;♦: :♦: :♦: :♦: >:< :♦: ií

x

30. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 30. júní
https://timarit.is/publication/815

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.