30. júní - 15.06.1968, Blaðsíða 8
8
30. JUNI
Séð yfir mannfjöldann á fundi ungra stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns í Háskólabíói 16.
GUÐMUNDUR SVEINSSON, skólastjóri, Bifröst:
Hlutverk forseta lýðveldisins að sameina
þjóðina um menningu og sjálfstæði
.....................
I SIGRÍÐUR TIIORS:
! KRIST JÁN VAR TtL KVADDUR
Þegar við íslendingar yeljum
forseta lýðveldisins hinn 30. júní
næstkomandi, hljótum við að
hafa í huga, að ríki okkar er ný
grein á gömlum stofni. Okkur
íslendingum er falið það vanda-
sama hlutverk að varðveita
foman arf, ávaxta hann og
auka sem nútímamenn. Það kem-
ur í hlut æðsta embættismanns
þjóðarinnar, forsetans, að sam-
eina landsmenn alla til þeirra
átaka, sem hljóta að vera því
samfara að rækja skyldur við
nútíðina án þess að rótslitna.
Við erum mörg í landinu, sem
álítum að fram undan sé erfið
för fámennri þjóð að'varðveita
menningu sína og tungu í ver-
öld, þar sem nábýli þjóða verð-
ur sífellt meira og áhrifaríkara.
Að sjálfsögðu verða samskiptin
við aðrar þjóðir til að auðga og
órva, en þau skapa jafnframt
eggjun, sem við hljótum að
bregðast við á þann hátt að ís-
lenzk menningarheild verði fjöl-
þættari.
Við erum af þessum sökum
mörg, sem teljum, að það sé
mikilvægt að velja nú í æðsta
embætti þjóðarinnar mann, sem
aldrei hefur staðið um pólitískur
styr, þótt hann hafi að sjálf-
sögðu haft sínar skoðanir á
stjórnmálum og hafi þekkingu
á þeim meiri en margur, sem
lengi hefur á þingi setið. Við
erum af þessum sökum mörg,
sem teljum það mikilvægt að
velja nú í æðsta embætti þjóð-
arinnar mann, sem kosið hefur
sér þann hlut í lífinu að kynna
þjóð sinni menningu hennar,
glæða áhuga á afrekum fortíð-
ar og fylla metnaði, að þjóðin
haldi áfram að auka veg sinn
og sjálfstæði í þjóðanna safni.
f menningu hverrar þjóðar
Guðmundur Sveinsson.
koma allir þættir saman, líka
stjórnmálaþátturinn, sem einn
sér og einhæfur fær ekki stað-
izt.
Persónulega tel ég það sér-
stakt lán, að dr. Kristján Eld-
járn skuli hafa gefið kost á sér
til forsetakjörs að sameina þjóð
okkar.
„Það er staðreynd, sem
„hinir æfðu stjórnmála-
menn“ verða að játa, hvort
sem þeim er það Ijúft eða
leitt, að afskipti manna af
stjórnmálum eru miklu lík-
legri til að skapa um þá óein-
ingu þjóðarinnar en sam-
hug“, segir Bjarni Benedikts-
son, þáverandi utanríkisráð-
herra, í grein um forsetaemb-
ættið í Morgunblaðinu 18.
maí 1952.
Undir þessi orð núverandi
forsætisráðherra get ég tekið
nú, þegar aftur fara fram
forsetakosningar hér á landi.
Tel ég, að annar frambjóð-
endanna við þessar kosningar
hafi sýnt, að honum er margt
betur gefið en að efla sam-
hug.
Minna hefur borið á hinum
frambjóðandanum, dr. Krist-
jáni Eldjárn, hann hefur
sinnt hinu mikilvæga starfi
sínu af dugnaðl og árvekni,
en lítt verið gefinn fyrir það
að trana sér eöa embætti sinu
fram. Hann hefur ekki sótzt
eftir persónulegum frama sér
til handa, en hvarvetna getið
sér gott orð, þar sem hann
hefur komið opinberlega
fram.
„Það er oflæti, ef einhver
einn, hverju nafni sem nefn-
ist, telur sig sjálfkjörinn til að
vera forséti íslands. Til þess
Framhald á bls. 7.
30. JÍ’NÍ - blaö atuÖningRmanna Kriatjíina Eldjárna. - Ritnefnd: Bjarni Vil-
hjálmsson (úbm.)» Hersteinn Pálsson, Jónas Kristjánsson, Ragnar Arnalds,
Sigurður A. Magnússon.
Afgreiðsla: Bankastrœti 6, 2. hœð, sími 83800. - Prehtbmiðjan Edda h.f.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiii.iiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin‘;
1111111111111111111111(1111111111111111111111