30. júní - 15.06.1968, Blaðsíða 5
30. JUNI
ÞÓRÐUR XÓMASSON, safnvörður, Skógum:
Flokkar og forsetakjör
í samtali, sem Matthías
Jóhannessen ritstjóri átti við
dr. Bjama Benediktsson for-
sætisráðherra í Morgunblað-
inu 9. júní um væntanlegar
forsetakosningar, er mjög
hófsamlega um málið fjallað
og drepið á margt, sem skipt-
ir miklu máli um viðhorf hins
almenna kjósanda, einkum
þó flokksbundins fólks, til
forsetakosninganna. Þótt for-
sætisráðherra lýsi þar yfir
stuðningi sínum við dr.
Gunnar Thoroddsen, eins og
hann hefur raunar gert áður,'
viljum vér eindregið hvetja
lesendur 30. júní til að lesa
fyrrgreint viðtal með athygli.
Hér er sýnishorn:
„Báðir frambjóðendurnir
hafa .... lýst yfir því, að
framboð þeirra væri óflokks-
bundið, og vil ég sérstak-
lega vekja athygli á um-
mælum Gunnars Thorodd-
sens í samtalinu við Morg-
unblaðið, þar sem hann
segir: „Afstaða mín til for-
setakjörs 1952 var þessi: Ég
taldi, að stjórnmálaflokkarn-
ir ættu ekki að bjóða fram
eða standa að framboði. í
flokksráði Sjálfstæðisflokks-
ins lagði ég til, aö Sjálfstæð-
isflokkurinn sem slíkur léti
forsetakjör afskiptalaust og
gæfi. Jlokksmönnum frjálsar
hendur, Við það forsetakjör,
sem nú er framundan, virð-
ast allir stjórnmálaflokkar
telja rétt að gera forsetakjör
ekki að flokksmáli. Mér virð-
ist sú afstaða bezt í samræmi
við eðli embættisins og vilja
fólksins“.“
Matthías spyr: „Og þú ert
sammála þessu sjónarmiði?"
„Já, viðhorf flokksins var
ýtarlega rætt bæði í mið-
stjórn og þingflokki, og voru
allir sammála um, að flokk-
urinn léti kosningarnar af-
skiptalausar. Um þessa hlið
málsins er því enginn ágrein-
ingur innan flokksins. Hér er
þess vegna ekki um venjuleg
stjórnmálaátök að ræða, það
er t. d. hvorki verið að greiða
atkvæði um ríkisstjórn eða
afstöðu til einstakra mála,
eins og aðild að Atlantshafs-
bandalaginu, svo að dæmi sé
tekið."1)
Þessi orð forsætisráðherra
eru sannarlega athyglisverð,
ekki sízt fyrir þá Sjálfstæðis-
flokksmenn og Alþýðuflokks-
menn, sem ímynda sér, að
flokkum þeirra sé meiri þægð
í því, að þeir kjósi Gunnar
Thoroddsen heldur en Krist-
ján Eldjárn. í þessum kosn-
ingum á það sjónarmið eng-
an rétt á sér. Hér skiptir það
aðeins máli, hvor þeirra
frambjóðendanna, Kristján
eða Gunnar Thoroddsen, er
líklegri til að verða hið sanna
einingartákn þjóðarinnar,
hvað sem líður allri skiptingu
í stjórnmálaflokka.
B. V,
!) leturbreyting „30. júní“.
Sameinumst um
óflokksbundinn mann
Andstæðingar Kristjáns Eld-
járns hafa mjög látið aö þvi
liggja, að hann væri ófær um
að gegna forsetaembættinu,
sakir þekkingarleysis. Þekking-
una vanti, þar sem hann hafi
ekki átt sæti á alþingi eða ver-
ið í borgarstjórn, hins vegar
viðurkenna þeir, að hann hafi
farið til Kaupmannahafnar.
Ég játa það fúslega, að menn
hljóta að öðlast þekkingu á
landsmálum með setu á alþingi
og á borgarmálum með setu í
borgarstjórn. Hins vegar þykir
mér vera kynlegt, ef menn utan
þings eiga að vera firrtir öllum
möguleikum til kunnáttu á þessu
sviði; ef eina leiðin til þess að
þfekkja hagi þjóðar sinnar er að
sitja á þingi og rífast við sam-
þingmenn sína um, hvað sé rétt
og hvað rangt. Og hvert á þá að
leita, ef þingmaður fellur frá og
velja skal nýjan þingmann, sem
að sjálfsögðu verður að þekkja
eitthvað til þjóðmála?
Ég hef það líka á tilfinning-
unni. að ástand í þjóðmálum
hafi eitthvað breytzt síðan Stef-
án Jóhann lét af starfi sem full-
trúi forseta íslands við dönsku
hlrðina, og mér finnst einnig
liklegt að sæmilega skynsamur
maður sem býr hérlendis hafi
getað fylgzt ámóta vel með
breytingunum og jafnskynsam-
ur maður í Kaupmannahöfn.
Ég hef vegna starfa míns orð-
ið að hlusta á-þingfundi heil-
Rödd úr Rangárþingi
Eg varð fyrir nokkrum von-
brigðum, þegar ég las forsíðu-
grein héraðsblaðsins Suðurlands
frá 8. júní með -viðtali Guð-
mundar Daníelssonar ritstjóra
við Ingólf Jónsson ráðherra. í
sjálfu sér er ekkert við því að
segja, þótt þeir ágætu menn
kjósi Gunnar Thoroddsen til for-
seta, þeir eru jafnfrjálsir að því
og ég að kjósa Kristján Eldjárn,
en inntak spurninga og svara
er ekki hvað sizt að koma því á
framfæri við Sunnlendinga, að
. Kristján Eldjárn sé maður, sem
ekki sé treystandi til að gegna
hinni tignu forsetastöðu vegna
fyrri afstöðu hans til utanríkis-
mála. Getið er þess sérstaklega;
að einu blöðin, sem lýst hafi yf-
ir fylgi við Kristján Eldjárn séu
á vegum kommúnista. Með sama
rétti ættu þá\ víst allir vinstri
sinnaðir menn að varast að
kjósa Gunnar Thoroddsen, er
málgagn Sjálfstæðismanna í
Suðurlandskjördæmi tekur upp
baráttu fyrir kosningu hans. í
sömu andrá er raunar látið að
því liggjá, að báðir frambjóð-
endurnir eigi stuðningsmenn í
öllum flokkum, enda er það mála
sannast. Samtal Suðurlands
höfðar líka til þess, að fram-
sóknarmenn séu jafngóðir sjálf-
stæðismönnum í þessari kosn-
ingu, jafnvel vísir til að kjósa
Gunnar Thoroddsen.
Aðalblöð stjórnmálaflokkanna
hafa tekið þá viturlegu stefnu að
vera hlutlaus í þessum kosninga-
átökum, enda skammt að rekja
til þeirrar reynslu, að þjóðin tók
af þeim ráðin, sem vildu ráða
fyrir atkvæðum hennar í for-
setakjöri. Meginhluti kjósenda
nú mun líka marka sér stefnu
frá sjónarhóli, sem er ofan víð
alla pólitik.
Kristján Eldjárn er þjóðkunn-
ur og góðkunnur maður, og vafa-
laust vita andstæðingar hans í
„Suðurlandi" og hvar sem er,
að honum er treystandi til allra
góðra verka. Allir réttsýnir ís-
lendingar vita, að Kristján Eld-
járn er ekki og hefur ekki ver-
ið annars staðar í fylkingu en
þar, sem unnið var fjnrir sæmd
íslands, og til jafns við mótherja
sinn mun hann gera sér grein
fyrir fjölþættum vandamálum
líðandi stundar og úrlausn
þeirra.
Ég tel mig þekkja Kristján
Eldjárn vel, og hafa aöstöðu og
rétt til að tala máli hans, jafn-
vel skyldu, þegar á hann er
hallað. Gáfur, menntun og
mannkostir dyljast enguin, sem
átt hafa því láni að fagna að
kynnast Kristjáni Eldjárn og
deila við hann geði, skamman
eða langan tíma. Fjöldi manna,
innlendra og útlendra og úr öll-
um stéttum leitar á fund Kristj-
áns Eldjárns eða verður á ,vegi
hans, daglangt og árlangt og
mæta alúð, háttvísi og vinsemd,
sem er mesta prýði hvers góðs
manns. Kynni afla Kristjáni í
senn trausts, virðingar og vin-
áttu. Ég óska þjóð minni til
hamingju með að eiga völ á hon-
um í embætti forseta íslands.
Sumir hafa rætt það, að
Kristján Eldjárn sé of góður
liðsmaður á sviði fornfræði og
menningarsögu til að hverfa
Haraldur Blöndal.
an vetur. Hafi ég-nokkurn tíma
heyrt menn bera öðrum mönn-
um þekkingarleysi á brýn, var
það á þeim fundum, svo að ekki
virðast alþingismenn einhuga
um, að þingseta ein nægi til
þess áð hafa vit á hlutum.
Við unga Sjálfstæðismenn vil
ég segja: Góðir menn reyndu
að sameina Sjálfstæðisflokkinn
til baráttu fyrir manni, sem stóð
utan við flokkana í forseta-
kosningunum 1952. Sýnum að
við metum hugsjónir þessara
manna og látum þær rætast 30.
júní n.k.
Haraldur Blöndal.
þaðan á fnSstól forsetaembætt-
is. Auðvitað verður skarð fyrir
skildi, er hann hverfur frá starfi
í Þjóðminjasafni íslands, en
vonandi kemur þar maður
manns í stað, og satt að segja
sé ég eftir því, hve mikið af
starfi Kristjáns Eldjárns í safn-
inu fer í venjulega skrifstofu-
vinnu, símtöl’, móttöku gesta og
alls konar fyrirgreiðslu, er
skammtar smátt tíma til að
sinna íslenzkri menningarsögu.
Er illt til þess að vita, þvi að við-
urkennt er af öllum, að Kristján
er í senn ágætur vísindamaður
í fræðigrein sinni og afburða
snjall rithöfundur. Það' er skoð-
un mín, að nýtt starf myndi
jafnvel gefa Kristjáni tækifæri
til að leggja meiri rækt við ís-
lenzka menningarsögu eða ein-
staka þætti hennar en núver-
andi starf gefur honum tóm til.
Ég óska dí. Kristjáni Eldjárn
og hans ágætu konu, frú Hall-
dóru, allra heilla í þeirri fram-
tíð, sem bíður þeirra i starfi
fyrir land og þjóð.
Og svo að lokum! Sunnlend-
ingar og aðrir, sem mál mitt
lesið! Verið ekki hikandi við að
veita Kristjáni Eldjárn brautar-
gengi í baráttu dagsins.
Kosningasjóður
þarfnast
okkar
liosinnis ykkar
Ragnar Jónsson
Frá hinum glæsilega fundi ungra stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns i Háskólabiói 16. júní. Hluti
fundarmanna úti fyrir húsinu. — Óskar Gislason tók myndina.