30. júní - 15.06.1968, Blaðsíða 6

30. júní - 15.06.1968, Blaðsíða 6
6 30. JÍJNÍ ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, skipasmiður, Akureyri: TRÚR UPPRUNA SÍNUM Þorsteinn Þorsteinsson skipa- smíðameistari á Akureyri er einn af trúnaðarmönnum Kristj- áns Eldjárns þar í bæ. Blaða- maður frá 30. júní kom að máli við Þorstein og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. — Hvað veldur því, Þorsteinn, að þú vinnur svo ötullega að sigri Kristjáns -Eldjárns í vænt- anlegum forsetakosningum? — Til þess eru margar ástæð- ur, en mestu veldur þó, að ég tel mig þekkja Kristján Eldjárn mjög vel. Við erum upp runnir í sömu sveit og höfum þekkzt frá blautu barnsbeini. Ég hafði mætur á honum í æsku eins og allir, sem honum kynntust, og álit mitt hefur ekki breytzt, síð- ur en svo, þótt hann hafi þrosk- azt og komizt til mikijla met- orða. Ég ber fullkomið traust til Kristjáns og veit, áð hann mun alls staðar láta gott af sér leiða. Hann er lík^ af góðu bergi brotinn. Faðir hans, Þórarinn á Tjöm, hefur langa ævi verið sveitarhöfðingi í Svarfaðardal, og allir nánustu ættingjar Kristjáns eru gáfað fólk og vel metið. — Það er sagt, að enginn sé spámaður I sínu föðurlandi. En mér heyrist á orðum þínum, að þið Svarfdælingar munið vel við una að fá fyrir forseta bóndason úr ykkar sveit. — Já, það er enginn efi á þvi. Það var gott að þú minntist á þetta, því að það gefur mér til- efni til að víkja að einum þætti þessa máls, sem mér og mörg- um öðrum úti á landi þykir miklu varða, þó að ég hafi ekki séð á það minnzt í blaði ykkar. Við lítum á Kristján Eldjárn að nokkru leyti sem fulltrúa lands- byggðarinnar í þessum kosning- um. Hann er fæddur og upp al- inn á bóndabæ á miðju Norður- landi. Nú er hann að vísu bú- settur í Reykjavík, en þó er hann — og mun ætíð verða — trúr sínum uppruna. Hann vann heima á Tjörn hvert sumar, þangað til hann gerðist þjóð- mlnjavörður. í embætti sínu hefur hann, sem kunnugt er, ferðazt mikið um landið og haft skipti við fólk af öllum stétt- um. Þetta hefur með öðru stuðl- að að því að halda órofnum tengslum hans við landsbyggð- ina; og þegar hann kemur í heimsókn til okkar, þá finnum við glögglega, að hann er einn úr okkar hópi. Nú er oft um það rætt úti á landi, meðál annars hér á Akur- eyri, að „Reykjavíkurvaldið" sé orðið svo öflugt að landsbyggð- in fái ekki rönd við reist. Flest- ar aðalstöðvar stjórnarvalds, at- vinnuvega og menningarlífs eru saman komnar í Reykjavík eða þar í grennd. Við dreifbýlismenn finnum oft og sárlega til þess, hversu aðrir landshlutar eru af- skiptir og áhrifalitlir. Því er það okkur sérstakt fagnaðarefni að eiga kost á sönnum syni landsbyggðarinnar í æðsta em- bætti þjóðarinnar. í því er fólg- in óbein, en mikil viðurkenn- ing á því, að fleiri en Reykvik- ingar geti verið til nokkurs nýt- ir. Því tel ég það skyldu hvers manns úti á landi að ^jósa Kristján Eldjárn og vinna að glæsilegum sigri hans. Þorsteinn Þorsteinsson. — Stuðningsmenn Gunnars Thoroddsen halda því stundum fram, að afskipti Kristjáns Eld- járns af stjórnmálum hafi verið meiri cn við fylgismenn hans viljum vera láta, — og þá einna helzt að hann hafi, að minnsta kosti á yngri árum, verið fylgj- andi Framsóknarflokknum. Ert þú ekkert smeykur við þetta, Þorsteinn, sem flokksbundinn Sjálfstæðismaður? — Ekki finn ég nú til mikillar hræðslu af þeim sökum. Það er sannfæring mín — eins og margra annarra — að ekki eigi að kjósa til forsetaembættis mann, sem mikið hefur staðið í stjórnmálabaráttunni. En fáir hugsandi menn og vökulir kom- ast hjá því að hafa svolítil skipti af pólitík einhvern tíma á æv- inni; og vandfundinn mun mað- ur með hæfileika og lífsreynslu Kristjáns Eldjáms, senf sé jafn- laus við allan sora íslenzkrar flokkabaráttu. Um hitt er mest vert, að ég og allir aðrir, sem bezt þekkja Kristján Eldjárn, treysta því fullkomlega, að hann muni aldrei beita pólitískri hlut- drægni í embætti forseta ís- lands. J. K. ft $ SK :♦ :♦ :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦;:♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; ;♦; :♦; ;♦; :♦; :♦; :♦; ;♦; :♦; ;♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; ;♦; :♦; :♦; Frá Borgarnesi Stuöningsmenn Kristjáns Eldjárns hafa opnað skrifstofu í samkomuhúskjallaranum í Borgar- nesi. Opið frá kl. 14—19 og 20—22. Sími 93-7373. Athugið! Auglýsing um aðrar kosningaskrifstofur stuðn- ingsmanna Kristjáns er á 3. síðu hér í blaðinu. Kjósum Kristján! Okkur auönaöist að finna manninn Ávarp Þórunnar Thors á fundi ungra stuðnings- manna Kristjáns Eldjárns í Háskólabíói 16. júní Góðir samkomugestir. Það hefur lengi verlð haft fyrir satt, að hvergi eigi íslenzk ættjarðarást og áhugi á velferð og hag landsins sér dýptt ’rættir en í huga þeirra íslendinga, sem einhverra hluta vegna verða að dveljast langdvölum fjarri ætt- jörð sinni. íslendingar erlendis halda hópinn meir en almennt gerist um aðrar þjóðir. Tungan, smæð þjóðarinnar og sérstaða tengja okkur saman, og oftast eru það fréttir að heiman, sem eru að- alumræðuefni þessa fólks. Við vorum tólf fslendingar í PÁLL GUÐMUNDSSON, skipstjóri: Hógværð og látleysi samfara virðuleik Þann 30. júní n.k. verður geng- ið að kjörborðinu og þjóðinni valinn forseti til næstu ára. í kjöri eru tveir þjóðkunnir menn, sem báðir eru mörgum kostum búnir. Það hefur vakið furðu mína hvernig 'sumir stuðnings- menn Gunnars Thoroddsen hafa hagað áróðri sínum í þeirri kosn- ingabaráttu sem nú stendur yf- ir. Þeir hafa komiö á stað ýms- um gróusögum um Gunnar Thoroddsen og fjölskyldu hans, en reynt að láta líta svo út sem sögurnar væru komnar frá stuðningsmönnum mótherjans; það vekur ekki traust að nota þá baráttuaðferð. Þegar ég lýsi yfir stuðningi við Krlstján Eldjárn, er það vegna þess að ég treysti honum til að vinna af réttsýni og dreng- skap og vera það sameiningar- tákn, sem okkar fámennu þjóð er nauðsynlegt. Ég tel erfitt fyr- ir mann, sem verið hefur í eldi stjórnmálanna, að ná þeirri ein- ingu meðal þjóðarinnar, sem Páll Guðmundsson. nauðsynjeg er fyrir væntanleg- an forseta. Hæfileikar Kristjáns Eidjárns, hófsemi og látleysi samfara virðuleik og yfirburðaþekkingu á sögu þjóðarinnar og högum, gera hann að mínum dómi æskilegan forseta íslenzka lýðveldisins. Manchester í vetur, og þegar umræðurnar snerust um hugs- anlega frambjóðendur vlð for- setakosningarnar 30. júní, sýnd- ist sitt hverjum. Við gátum ekki verið á eitt sátt um neinn af þeim, sem til greina voru taldir koma, og lágu til þess ýmsar ástæður. Aðallega þótti okkur þeir um of bundnir einhverjum einum stjórnmálaflokki, því að við litum svo á, að forsetaefni yrði að vera yfir flokkapólitík hafið, og auðvitað höfðum við ólíkar stjórnmálaskoðanir, eins og gengur og gerist. Ég gleymi því seint því kvöldi, er okkur barst freknin um vænt- anlegt framboð dr. Kristjáns Eldjárns. Öll deilumál og skoðanamis- munur voru skyndilega úr sög- unni. Okkur hqifði auðnazt að finna manninn, sem allir gátu verið á eltt sáttir um, að yröi glæsilegur fuiltrúi lands og þjóð- ar og öllum þeim kostum búinn, sem forseta mega prýða. Þarna var kominn maður, sem ekki var stjórnmálamaður, en gjörþekkti samt menhingar- og stjórnmálasögu íslands, maður, sem hafði helgað líf sltt því bezta í menningararfi þjóðar- innar, — tungu hennar og sögu. Maður með nýjar hugmyndir og nyjan hressandi persónuleika. Um þennan mann gátu allir sameinazt þrátt fyrir ólíkar st j ór nmálaskoðanir. Við þessi fámenna ÍSlendinga- nýlenda í Manchester erum að- eins smækkuð mynd af íslenzkri æsku. Hún lætur ekki þetta gull- væga tækifæri ganga sér úr greipum. Hún berst drengilegri baráttu fyrir sigri dr. Kristjáns Eldjárns í þessum kosningum og tekur ekki þátt í þeim ósmekk- lega leik, blönduðum stjórn- málaþröngsýni og óheiðarlegum aðdróttunum, sem ýmsir stuðn- ingsmenn dr. Gunnars Thorodd- sens leika þessa dagana. Sá leikur sæmir ekki svo ágæt- um frambjóðanda sem dr. Gunnar er né heldur þeirri virð- Þórunn Thors. ingu, sem á forsetaembættinu hvílir í huga þjóðarinnar. Þeir reyna að telja okkur trú um, að forseti eigi að vera stjórn- málamaður og hafa setið á al- þingi, en mitt í orðaflaumnum gleyma þeir því, að í okkar stétt- lausa þjóðfélagi eru stjórnmála- menn enginn aðall, heldur fólk- ið í landinu, kjörið vegna eigin verðleiká. Hér getur ráðherra verið múrari að mennt, ef hann stundar störf sín af alúð og kostgæfni. Stjórnmálavit er ekki hægt að kenna, og hver hugsandi maður getur fylgzt með í þeim efnum, hvaða störf sem hann stundar. Þökkum Guði fyrir okkar frjálsa stéttlausa þjóðfélag og höldum því þannig. Kjósum öll! Kjósum Kristján! s ;♦; ;♦; :♦; :♦; ;♦; ;♦; :♦; ;♦; ;♦; :♦; >: a /

x

30. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 30. júní
https://timarit.is/publication/815

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.