Austurland


Austurland - 23.12.1974, Side 11

Austurland - 23.12.1974, Side 11
Jólin 1974. AUSTURLAND 11 strákunum við 'þetta bænahaM og lét sig engu skipta þótt við vserum með hávaða og læti á þiifarinu. Svo langt komst ég að gera ut. Við keyptum Snorra firnrn saman og gerðum hann út í fáein ár. Meðeigendur mínir voru Árni Einansson, Ólafur Krisítjánsson, Sigurður Bjarna- son og Valdemar Sigurðsson. Veturinn 1939 vorum við á Hornafirði. það var ein hin 'mesta aflaileysisveítlð, sem sög- ur fara af. Eitt sumar fór ég á sdld á Þráni, sem var tvílembingur á móti Súganda frá Sandgerði. Það fannst mér langt sumar. Síld var mikil á miðunum og voru bátarnir fljótir að fyllla sig, en síðan var legið 1 landi allt að 9 sólairhringa í bið eftir löndun og í veiðibanni. Þetta var sumarið 1940 og ég nýtrú- lofaður. Ekki hefur það gert mér sumarið styttra því heima var ekki landað nema fyrsta farminúm. Þegar ég svo Ikom heim um haustið bað Viggi á Strönd mig að vera mótoristi á Björgvin. Ég færðist undan og sagðisít ekki treysta mér_ en Viggi 'hélt að .þetta væri nú ekki mikill vandi og auðvitað hafði hann sitt fram. Líklega hef ég verið á Björgvin í þrjú ár. Foimaður var Tommi Jóhannesar og siíðar Airi Bergþórsson. Við vorum á dragnót, en einn vetur voi’um við á loðnu og lentum þá allt til Sandgerðis. Síðasta sumarið, se’m ég reri, það va.r 1945, var ég á Haföld- unni. Benedikt Benediktsson gerði hana út, en Sigurður Jóns- son var formaður. Ég hætti í september. Þá fór ég í land til að standa fyrir kosningastarfi sósíalþta en í beim kosning- um sem fram fóru í janúar, feingum við meirihluta í bæjar- stjórn. Skildi ekki sálarlíf véla — Þú nejndir áðan að þú hefðir farið á mótornámskeið. Varstu mikið við vélagæslu? — Töluvert. Ég var mótor- isti á Snorra, Björgvin og Haf- öldunni. En ég var lítið gefinn fyri.r vélar og lítill mótoristi. Ég skildi aldrei sálarlíf mótora og það sem ’maður ekki skilur, ræður maður ekki nógu vel við. Og ég hafði alltaf verð svolítið smeikur við vélar. Liklega er best að hafa sem fæst orð um þennan þátt. Fýsi einhvern að fá nánari skilgreiningu á frammistöðu minni, get ég bent á mann, sem á lifandi og leik- rænan hátt kann að lýsa þessu. Stjórnmálaþátttaka — Þú hófst snemma þátttöku í stjórnmálum. — Já. en hef þó ’rnest fengist við bæjarmálin og flokksstarf- ið. Ég sagði nokkuð frá starf- semi kommúnista í jólablaði Austurlands á sínum tíma og er þar minn hlutur nokkuð rakinn. Við hlaupum því yfir þann þátt. Vonandi gefst mér tóm og nenn- ing til að halda frásögninni á- fram síðar. Þessi frásögn náði til 1938. Þá um veturinn fóru f ram bæ j ars t j órnarkosningar og náði ég kjöri, ásamt félögum mínu’m Jóhanmesi og Lúðvíki. Endist ég næsta Ikjörtímabil hef ég verið í bæjaristjórn í 40 ár og finnst að efcki sé hægt að heimta meira af mér. Ekki stóð á eldskírninni. Árið 1938 viar mesta upplausnarár og ófriðarár. sem yfir bæjarstjóm- ina hér hefur gengið og stóð sá ófriður linnulaust fiam í nóvember. Aukakosmingar fóru fram í september, en þær breyttu engu. ALþýðuflokkurinn hafði haft traustan meirihluta í bæjar- stjórn frá upphafi og átti erfitt með að sætta sig við að hafa þar ekki lengur óskoruð völd. HöfuðsLagurinn stóð utm ráðn- ingu bæjarsitjóra. Eyþór Þórðar- son var bæjarstjóri og hafði kastast mjög í kefcki milli hans og okkar. Ég held að hann hafi verið eini maðurinm, sem við fyrirfram útiLokuðum frá stuðn- ingi, en jafnframt einl maður- inn, sem Alþýðuflokkurinn úti- lokaði ekki. Eftir aukakosming- arnar buðumst við til að styðja Anton Lundberg sem bæjar- istjóra. Ha'nn var þá einn af ötulustu mönnum Alþýðuflokks ins hér. Ef ég m'an rétt var Lundberg eikki frábitinn því að táka þetta starf að sér og leysa ibannig hána aLvarilegtu stjórn- arkreppu. En flokksmenn hans höfnuðu honum. Þess í stað sendu þeir skeyti til viðkom- andi ráðherra sem var flokks- bróðir þeirra, og báðu hann um að skipa bæjarsitjóra. Ráðherra mun þó varla hafa haft laga- heimild til slí'ks. Við vissum hvað klubkan sló og tókum það til bragðs til að firra frekari vandræðum og öngþveiti í bæjiarmálunum, að gera samkomulag við íhaldið og kusuten tvo íhaldsmenn til bæj- arstjóra hvorn á eftir öðrum þá Karl Karlsson og Jón Sigfús- ison. En látum staðar numið við að rdkja þennan þátt. Ella verður þetta s:tór bók fyrr en varir. — Þú hefur tekið þátt í starfi landssamtaka sósíaþsta. — Já, nokkuð. Ég sótti nokk- ur þimg Kommúnistaflokksins. Þá voru samgöngur ólíkt verri en nú. Þá var ekki hægt að setj- ast upp í flugvél inn á Sandi og vera kominn til Reykjavíkur innan stundar. Þá var aðeins hægt að treysita á Esju gömlu og Súðina, en menn reyndu líka að nota sér tilfa'llandi ferðir. Sækti maður fund í Reykjavík varð varla komist af með minna en þrjár vikur, ferðin fram og aftur tók um viku. Maður var auðvitað auralítill, en kyndarar á Esju spöruðu ’manni oft ferðafé. Þeir hétu Enok Ingimundarson og Árni Þorleifsson. Höfðu þeir oft kommúnista sem blinda farþeg-a í klefum sínum og fluttu blöð út um land. Þetta var auðvitað ólöglegt. en kemur hinum brot- legu varla í koll héðan af, því sökin hlýtur að vera fyrnd. Reyndar var Enok rekinn án þess að hann fengi að vita á- stæðuna en sjálLfsagt hefur hún verið kommúnilstisk starfsemi. Ég ferðaðist situndum sem blind- ur farþegi í skjóli Enobs og Árna, því sjaldnast átti ég fyrir fari. í Reykjiavík bjó ég svo frítt hjá einhverjum félögum, oftast hjá Árna kyndara. Ég var á stofnþingi Sósíál- istaflokksins og af ljósmynd, sem birt hefur verið af upphafi is'tofnfundar'gerðariinnar þykist. ég sjá, að ég hafi skrifað hana. Mörg önnur flokksþing svo og fl'okksstjórnarfundi sat ég. Ég hef líka verið á flokksstjómar- fundum Alþýðubandalagsins. Blindur farþegi með Ægi Einu ævintýri man ég eftir í sambandi við þessi ferðalög. Þá var haldið þing Kommún- istaflokksinB í Reykjavík og um sama leyti var þar þing Alþýðu- sambands íslands, aðaLfundur Sambands íslenskra fiskfram- leiðenda og aðalfunduir Sa’m- bands ísLenskra samvinnu- félaga eða einhver annar fund- ur á vegum Sambandsins. Erfitt var um ferðir og var því afráðið að Ægir skyldi fara austur með fulltrúa ASÍ og SÍS, en aðrir skyldu ekki fá far. Þingi Kommúnistaflokksins var ekki alveg lokið. en ég ákvað að reyna með einhve'rjum ráð- um að komast með. Þegar brott farartíminn nálgaðist fór ég niður á hafnarbaikka þangað sem Ægir lé og fylgdi Arnfinn- ur mér. Þegar þangað bom voru farþegar að þyrpast um borð. Voru þeir vandlega flokkaðir og þeir, sem ekki voru í nóð- inni, gerðir afturreka með harðri hendi. Þegar mig bar að var verið að reka í land þá Ása í Skuld og Ármann á Tindum, sem verið höfðu á SÍF-fund- inum. Ási átti erfitt með að sikilja þetta réttlæti og gerði ítrekaðiar tilraunir til að komasit um borð, en var jafnharðan rek inn í land. Ég tók mér stöðu við báta- pallinn þar sem lírtið bar á og um leið og Landfestar voru leyst ar og Ási rekinn í land í síð- asta sinn steig ég upp á báta- pallinn án þess eftir væri tek- ið, en Arnfinnur sneri til baka cg sagði hvernig farið hafði. Ég hímdi á bátapallinum í skjóli við björgunarbáta þar til komið var nokkuð út á flóa. Þá sá ég mér færi á að skjótast óséður fram undir hvalbak. Norpaði ég þar nokkuð lengi en þar kom að ég hélst þar ekki við lengiur og leitaði inn í vist- arverur skipverja. Hafnaði ég í matsial yfirmanna og hélt mig þar síðan og fylgdist vel með máltíðuten, en matinn borgaði ég, svo ég smuðaði rífcið aðeins um fargjaldið. Yfirtenennirndr voru. mér góðir og sögðu að sjálfsagt hefði verið af mér að gera það, sem ég gerði, það væri hneyksOi úr því verið væri að snatta með farþega, að taka ekki alla, sem unnt væri að taka. Ekki var ég öruggur um mig fyrr en V>0stmanmiaeyjiar voru að baki en lekki hætti ég mér upp fyrr en við Gerpi. Fór ég upp í brú og stóð þá allt í eimu aug- liti til auglitis við 'sjálfan skip- herrann sem mig minnir að ver- ið hafi Einar Einarsison. Gaf hann mér il'lt auga, en ekki sagði hann orð. Bæjarstjórastarfið — Þú varst lengi bæjarstjóri. — Já, amsi lengi. — Hvemig er að vera bæjar- stjóri? — Það hefur bæði bjairtiar hliðar og svartar. Það er erfið- ast þegar mifcið þarf að borga, en engir penimgar eru tiL. eims og oft var. En bað kernst upp í vana eins og annað að vera peninga'LauS'. Það var mitt lán, að tenér tókst að Lofca óhyggjurn- air inni á skrifstofumni, tók þær aldrei með mér hieim og lét þær aldrei standa mér fyrir svefni. Annars er bæjars'tjórastarfið skemmtiliegt og fjölbreytt starf en eiriLsaant. Menn kynmaEt mörgum mönnum utan bæjar og innan, amstri þeirra og vanda- málum. Og bæjarstjóri fær tækifæri til að takast á við hin fjölbr'eyttustu verkefni. Og rnenn verða fróðari um tenargt. Bæjarstjóri verður til dæmis ó- sjáiifrátt vel að sér í þeim þátt- um Löggjafar, sem snerta sveit- arstjórnarmál. Við skulum sleppa því að ræða einstök mál, sem í minn hifut kom að fást við, og þeim margháttuðu framkvæmduten, sem að var unnið á þessum ár- um. Að rekja það tæki allt of langian tíma. En mig langar að minnast aðeins á máL. siem ég þurfti aldriei að hafa afskipti af en sem mé,r skiist að sé mibið vandamál sums staðar. Hér á ég við unglingavandatemáLið. Það þekki ég ekki nema af afspurn og man e'klki til þess að hafa nokkru isinni sem bæjarstjóri þurf't að hafa afskipti af svo- kölluðum vandræðiaunglingUm. Og oft hefur mér komið í hug, að unglingavandamálið væri að verulegu leyti uppfundið til að sjá félagsfræðingum, sólfræð- ingum og fleiri fræðimgum fyrir vinnu. Auðvitað eru unglingar oft uppivöðsLusamir og gera ýmislegt, sem þeir ættu, að láta ógert. Á það vil ég benda að hegðan barna og umglimg'a er að teniklu leyti spegilmynd af hegð-

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.