Austurland


Austurland - 23.12.1974, Page 16

Austurland - 23.12.1974, Page 16
16 AUSTURLAND Jólin 1974. á síð'Ustu öld að þrjú systkin, sonarbörn Jóns Einarssionar, sem fyrr er vikið að, skiptu jörð inni á milli sín og stofnuð eru þrjú hei'mili. Gamli Skaftafells- bærinn hygg ég svo að 'hafi ver- ið ofan tekinn um miðja öldina, og eru rústir, hans nú nær alveg komnar í siand. Eftir miðja öidina eru all ör- uggar sagnir um hlaup úr Skeið- arárjökli, sem þá koma með 6— 10 ára millibili. Þau virðast öll hafa hagað sér noikkuð svipað, vaxið ört og sum þeirra aðeins staðið 3—4 daga. Þau hafa brot- ist víðsivegar undan jöklinum og þá sprenigt stór skörð í jaðiar hans og skilið eftir sig rastir geysistórra ísjaka. Oft voru þessi jakasvæði svo þétt skipuð jökum allt frá jökld og langaleið til sjávar. að ófært eða ilifært viar að komast þar í gegn. eða yfir ís'breiðuna, t. d. talar Þor- valdur Thoroddsen um, að í hlaupi sem kom 1897 hafi mynd- ast jakarastarsvæði austanvert við miðjam Skeiðarársand, eða frá Hörðuskriðu austur að Gamla farvegi, að breidd nær ■% úr mílu og 4—6 mílur að lengd frá jökli til sjávar. Upp vjð jökulinn var hægt að komast milli jakanna, en annars staðar var ..jsbreiðan með öllu ófær. Hæð . piargra jakanna telur Þorva,Í,dur 60—80 fet. 11—13 mannhæðir og eftir því að um- mJál;. Stórbrotnasít þessiara hlaupa hafa menn tailið hlaupið 1861, enda hefur það eitt borið nafnið Stórahlaup. Það byrjaði að morgni þess 24. maí og óx mjög ört. Um hádeigi þann dag var komið hásumarvatn í ána, en um miðmætti það kvöld var austan- verður Skeiðarársandur að mestu allur undir vatni. Hlaup þetta tók með sér síð- ustu leyfar gróðurlendis neðan við Skaftafellið, sem Eyjar köll- uðusit. Það féll fast austur með Öræfasveit allt austur fyrir FagurJhólsmýri. í hliaup þetta fóru rústir af gömlu seli frá Svínafelli, einnig tók af mikið af engja- og gróðurlendi frá þeirri jörð. Þessu hlaupi fylgdi mjög megn jökulfýla, og svo var pest sú 'megn, að fuglar í niánd við hlaupasvæðið hmndu niður. Sagt er að helst hefðu drepist endur. lóur og spóar. Mikið af geysistórum jökum barst fram með hlaupinu sem síðan bráðnuðu niður í sandinn o'g skyldu eftir hyldjúp bleytu- ker. í einum slíkum pytti fórst maður ásamt hesti sínum. Hann hét Vigfús Einarsson og var afa- bróðir minn. Líkur benda til, að samfara flestum hlaupum á ofanverðri síðustu öld hafi verið eldur uppi jón Rist. um Vatnaj'ökli. Svo var einnig í stóhhlaupum, sem komu í byrjun þessarar aldar, eða árið 1903, einnig 1922 og svo 1934. í hlaupinu 1913 varð ekki elds vart og ekki heldur í hlaupinu 1938, siem er s'ðasta hlaup. er komið hefur er flokkast getur til hinna stærri hlaupa, bví að eftir það verða þáttaskil í sögu Skeiðarárhlaupanna. Þau gerast þar frá mjög hægfara. Þau hlaup, sem síðan hafa komið, hafa öll verið í marga dasa að vaxa og hafa staðið yfir mikið lengur en hin fyrrj hlaup. Örugglega er nú orðið miklu minna vatn, sem berst fram og jakaburður varla teljandi. Þau hlaup, sem hafa komið síðan 1938 hafa lítið farið útfyr- ir þá venjulegu farvegi. sem Skeiðará og Gígjukvísl falla um og meginhluti Skeiðarársands ekki orðið fyrir áföllum af völd- um þessara hlaupa utan fyrr- gremdra vatnafarvega, og því er hann nú mjög tekinn að gróa upp. Af þeim hlaupum, sem komið hafa á þessari ölid, mun hlaupið 1903 langstærst. Það hófst 25. maí oig' óx allört. Aðfaranótt 27. maí virtist það vaxa gífurlega og rýfur bá stór skörð í jökul- jaðarinn. Mikill hávaði og gnýr verður þegar jökulskörin brest- ur í sundur og þegar ísborgirn- ar rekast á í straumólgunni og ryðjast fram um sandinn. Sagt er að brestir og dynkir frá hlaupinu hafi heyrst iallt aust- ur í Hornafjörð, enda vestanátt þsssa daga. í Skaftafelli fannst fólkinu se'm jörðin ti-tra við líkt og hægur jarðskjálftahræringur færi um hania begar hlaupið var í algleyminigi. Hlaup þetta kom bæði í Skeiðará og Núpsvötn. Um vatnsflaum þann, sem til sjávar barst þessa daga og afl hlaupanna, má geta þess að tal- ið var að það hefði myndað flóð- bylgju vestur með ströndinni. Þann 29. maí var verið að skipa upp úr timburskipi í Vík í Mýr- dal í logni og ládeyðu. Allt í einu umhverfðist sjórinn. Kol- mórauð straumólga barst með feikna krafti vestur með strönd inni svo uppskipunarbáturinn losaði í skyndi allar festar við skipið. Báturinn var vel 'mann- aður harðduglegum sjómönn- um. Ekki tókst þeim þó að ná landi á venju'legum lendingar- stað, en 1-entu í nauðlendingar- stað, svoköliuðum Bás í Reynis- fjalli, en þá hafði timiburflekinn slitnað úr 'bátnum. Hvergi ann- ars staðar þarna í grend var þá orðið lendandi við sandinn vegna brims. Sem áhorfandi að hlöupunum 1934 og 1938 vil ég segja að þau er vart hægt að bera saman við þau hlaup sem síðan hafa kom- ið í Skeiðará, svo mjög voru þau að öllu stórbrotnari en þó munu ]Dau hafa verið ’mun hæglátari en fiest þau hlauip voru, sem hér að framan er vikið að. Hlaupin 1934 og 1938 fóru yfir stór svæði af sandinum og báru fram með sér mikia jakahrönn. Mest var hún þó og jakarnir stærstir inn við jöfculinn og fram á móts við Skaftafellsibæi. Þá var all- mjikið hrafl af jökum, sumum stórum, allt til sjávar. Aðalmagn þessara hlaupa var austur við Skaftafellið, samfellt 5 km vatnasvæði. í báðu'm hlaup unum mun hafa komið hlaup í Háöldukvís'larfarveg og svo frá Hörðuskriðu og allt vestur að Sigurðarfit. í hlaupinu 1934 kom að ég 'held, eitthvert 'hlaup í Súlu. Hlaupið féll svo nærri sæluhúsiinu að segja mátti að það stæði orðið alveg á vatns- bakkanum. Austan við sæluhúsið kom einnig fram hlaup einikum þó í hlaupinu 1938, þá var þar 1.8 km bieiður áll. Sem ábendingu um jakaframburð í hlaupinu 1934 sikal geta þess, að mánuði eftir að hlaupinu lauk, var haf- ist hania að koma aftur upp lands''malínunni, sem féll á svæði hlaupanna. Þá voru jaka- borgirn ar mikið farnar að láía á sjá í vorþeynum og síga nið- ur í sandinn. Ekk: reyndiBt þó hægt að lecrgja línuna, nema mjög krók- ótta. því víða var ísinn það sam- felldur að ekki var hægt að koma þar fyrir staurum og þeg- ar línan var strengd varð að höggva úr sumum jökunum, sem báru hærra en stauramir. Þessi hlaup, svo stórbrotin náttúrufyrirbæri, líða mér aldrei úr minni, og ég er þakk- Framhald á 14. síðu. Skeiðarárhlaup í hámarki 18. júlí 1954. — Ljósm.: Sigurjón Rist. Eins og að sjá út á haf — en þetta er Skeiðará 1972. — Ljósm.- Anna María Ragnarsdóttir. í Grímsvötnum eða vestanverð- Standast varnargarðarnir stórhlaup % Skeiðar? — Ljósm.: Sigur-

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.