Svart á hvítu - 01.06.1978, Qupperneq 13

Svart á hvítu - 01.06.1978, Qupperneq 13
Þeirri mynd hefur lítiö verið hampað, enda fór víst takan aó einhverju leyti í handaskolum og var gerð hennar ýmsum erfiðleikum háð. Næsta mynd Wenders var „Lísa í borgunum" (1973), en það þykir ákaflega Ijóðræn mynd og fal- leg þeim sem séð hafa. Hún fjallar um mann sem situr skyndilega uppi með litla stúlku og lýsir myndin kynnum þeirra og ferðum í ýmsum stór- borgum. Þess má geta að þýska hljómsveitin CAN gerði tónlistina við myndina. Þá gerir Wenders kvikmynd sem byggir á Wil- helm Meister eftir Goethe og hét sú „Afleikur". Þetta var árið 1974. Peter Handke skrifaði handritið sem er nokkurs konar nútíma útgáfa af frumverk- inu. Wilhelm Meister býr með móður sinni í smábæ, leiður og ófullnægður. Hann hyggst verða rithöf- undur og hefur myndin raunar aö geyma margs konar hugleiðingar um gildi og hlutverk skáld- skapar. Hann yfirgefur heimabæ sinn og fer í ferðalag um Vestur-Þýskaland. Á leiðinni hittir hann gamlan flökkuhljóðfæraleikara og unglings- stúlku sem er í fylgd með honum og einnig leikkonu að nafni Therese Farner. Gamli maðurinn hafði áður verið nasisti og orðið gyðing að bana. Hann virðist ekki hafa gert upp sakir við fortíð sína og af þeim sökum er Wilhelm mjög í nöp við hann. Þau ferðast fjögur milli nokkurra staða, en samskipti þeirra verða því óbærilegri sem lengra líður á samveruna. Myndinni lýkur með því að Wilhelm segir skilið við samferðafólkið og við sjáum hann að lokum einan síns liðs í hríðarbyl uppi á fjallstindi. Næst gerir Wenders „í tímans rás“ (1975), en hún fjallar um vináttu tveggja karlmanna. Kostu- legir atburðir verða til þess að kynni takast með þeim. Þeir ferðast saman um afskekkt sveitahéruð við landamæri Austur- og Vestur-Þýskalands og gera við kvikmyndasýningarvélar. Báðir eiga þeir við erfiðleika að stríða í samskiptum við konur. Samband þeirra byggist þó á því að leiða þessi vandamál hjá sér. Það gengur þó ekki þegar til lengdar lætur. Þeir ræða loks opinskátt um þessa erfiðleika sína og slíta síðan samvistum. Síðan kemur „Ameríski vinurinn“ árið 1977. Myndin fjallar um Jonathan Zimmermann, sem er hógvær og rólyndur rammagerðarmaður, sem lifir kyrrlátu lífi með eiginkonu sinni og syni í Hamborg. Dag nokkurn kemur frakki einn í heimsókn og býð- ur honum of fjár fyrir að drepa félaga í Mafíunni í neðanjarðariest í París. Fyrst neitar Jonathan, en fellst svo á að fremja morðið og annað fylgir í kjölfar þess. Frá því sleppur hann naumlega með hjálp bandaríkjamanns, sem hann hafði þá nýlega kynnst. Bandaríkjamaðurinn hefur heldur ekki hreinan skjöld; hann er bendlaður við málverka- fölsun. Báðir eru þeir flæktir í atburði sem vaxa Þeim yfir höfuð. Höfuðþema myndarinnar er hin sérstæða vinátta sem tekst með Jonathan og Tom. Myndin er byggð á skáldsögunni „Ripley’s Game” eftir Patriciu Highsmith. Wenders segir um Fatriciu: „í bókum hennar verður til saga út frá angist og lítilvægum aumingjaskap, smávægileg- um göllum sem hver og einn þekkir svo vel að hann tekur varla eftir þeim hjá sjálfum sér. Athyglinni er beint að manni sjálfum. Úr lítilli, saklausri lygi, þægilegri sjálfsblekkingu verða til geigvænlegir atburðir og það er engin undankomuleið. Þetta gæti hent okkur öll. Þetta er ástæðan fyrir því hve sannar þessar sögur eru. Þær fjalla um það að mesta hættan felst í smávægilegum veikleikum og miðlungs umburðarlyndi gagnvart sjálfum okkur og öðrum. En þær reyna ekki að kryfja efnið til mergjar eða útskýra. Það eru bara einstök atriði og ein- staklingar sem um er fjallað, engar alhæfingar." Wenders skrifaði m.a. svo um „Ameríska vin- inn“: „Allar kvikmyndir eru pólitískar, en þó sér í lagi þær sem þykjast ekki vera það: „afþreyingar- kvikmyndir”. Þær hafa mesta pólitíska þýðingu, því þær bægja burt hugmyndinni um breytingu hjá fólki. Allt er í lagi bara eins og það er, segja þær í hverju myndskeiði. Þær eru risastór auglýsing fyrir óbreytt ástand. Ég held að „Ameríski vinurinn" til- heyri ekki þessum flokki. Samt sem áður er hún „afþreyingarmynd” og spennandi, en allt er opið og breytingum undirorpið. Öllu er ógnað. Myndin hefur engan beinan pólitískan boðskap, en hún slævir ekki skilningarvit okkar. Hún gerir ekki per- sónurnar að brúðum og áhorfendur um leið. Því miður er það einmitt sem margar „pólitískar" myndir gera." Dennis Hopper í hlutverki „ameríska vinarins". Myndin er uppfull af orðaleikjum og tilvísunum í bandaríska kvikmyndasögu. Ástæðuna fyrir því að hann lét fræga Hollywood-leikstjóra á borð við Nicholas Ray leika Mafíuglæpamennina segir Wenders vera að þeir séu einu raunverulegu svindlararnir sem hann þekki og eina fólkið sem ráðskast með líf og dauða á jafn kæruleysislegan hátt og Mafían. „Ekkert annað frásagnarform fjallar eins vel og réttilega um hugmyndina um það hver maður er eins og kvikmyndin, því með engu öðru táknmáli er hægt aö tala um efnislegan raunveruleika hlutanna í sjálfu sér“ segir Wenders. „Ameríski vinurinn" 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.