Svart á hvítu - 01.06.1978, Qupperneq 18

Svart á hvítu - 01.06.1978, Qupperneq 18
Fokheldisvottorðið Sigurður Valgeirsson Leggja við og strika. Á búkkann, saga, leggja aftur við og negl . . . djöfull. Of stutt aftur. Hann dæsti, tók spýtuna og fleygði henni af alefli í burtu. Hendur hans dingluðu slyttislega með síðunum þegar hann gekk hokinn inn í hálfklæddan timbur- búkinn. Hann hlassaði sér ofan í fötu sem stóð í einu horninu, beygði höfuðið fram og strauk nokkrum sinnum ofurlaust yfir skallann, frá enni og aftur á hvirfil. — Verð að fá fokheldisvottorð, annars ekkert húsnæðismálastjórnarlán fyrr en í rassgati. Tveir víxlar í Landsbankanum og ekkert lán — sjitt. Kað á ég að gera . . . hjálp erum á götunni . . . miðaldra reglusöm hjón óska eftir herbergi með eldunarað- stöðu, reglulegar mánaðargreiöslur? . . . eða . . . vill ekki einhver lána konu milljón í hálft ár gegn aðstoð ... — „Sæll í bæinn." Baddi leit upp. Fyrir framan hann stóð Gunnar tilvonandi nágranni glaðlegur og glæsibúinn, enda löngu búinn að byggja, montinn, háðslegur. — „Eru einhver vandræði? Fokheldisvottorð? Blankur?“ Baddi stóð upp og sagði sljólega: „Ég næ því varla í kvöld og þá liggur víst ekkert á. Lánið kemur þá einhverntíma í rassgati." Gunnar hló: „Viltu að é reddiðessu.1' Baddi leit undrandi framan í hann: „Ætlar þú að hjálpa mér?" — „Nei, é geri helvítis kofann fokheldan fyrir tíu í fyrramálið og fæ garöinn hjá þér undir kartöflur næstu sex árin, allan helvítis garðinn." Baddi hikaði andartak, „ókei". sagði hann lágt og gekk í burtu. Þegar hann kom heim var allt slökkt. Hann af- klæddi sig hljóðiega frammi á klósetti og strauk framan úr sér. Það var Ijósrönd undir svefnher- bergishurðinni. Hann oþnaði og hlakkandi smettió á hinum unga svíakonungi blasti við honum af for- síðunni við höfðalagið. Hann lagðist við hlið konu sinnar og sagði allt af létta. Hún henti frá sér blaðinu. — Ertu glórulaus, mannhundur. Hvað með steinabeðið, sólbaðslaut- ina, terrassinn, gosbrunninn, gulvíðinn og furu- plönturnar við veginn? — Hvað meö fólk? — Hvað veróur sagt? . . . „Þarna koma kartöflumóöirin og rauður íslenskur — vinalegt að sjá þau stikla milli beðanna upp aó húsinu sínu." Baddi svaraði: „Heldurðu að það sé betra að láta húsið út úr höndunum á sér núna? Er betra að fá ekkert? Við erum BÚIN að selja þessa íbúð." Hann hló kuldalega. — „Og svo getur ekki nokkur mannlegur máttur gert bygginguna fokhelda fyrir tíu í fyrramálið." Hann vafði sig betur inn í sængina, velti sér á hina og sofnaði von bráðar. Baddi vaknaði við heita andfýlugusu og hristing. „Baddi, Baaddi, drífðu þig maður, klukkan er orðin hálf níu. Við verðum að líta niður í hús áður en við förum í vinnuna." Hann umlaði og reyndi að fela höfuðiö í sænginni. Konan hristi hann betur. Hann skreiddist fram úr rúminu og fór á settið. Þar kúg- aóist hann nokkrum sinnum yfir skálinni, skolaði munninn og vætti gljáandi andlitið úr köldu. Niðri í húsi var allt á fullu. Gunnar hafði greini- lega verið að alla nóttina, hann var ber að ofan og löðursveittur. Tröllaukinn, svartur og gljáandi hundur aðstoðaði hann. Hundurinn tók niður- sneidd borðin í kjaftinn og lagði þau upp að norðurhliðinni. Gunnar negldi og negldi með risa- stórum hamri. Konan þreif í hönd Badda — hann klárar meir- aðsegja fyrir níu. Það stríkkaði á kjálkavöðvum hans. — „Við get- um þá að minnsta kosti flutt inn og staðið í skilum." Konan horfði á hann. — „Skilurðu ekki hvað þú ert búinn að semja um. Við flytjum í flott timburhús í landnemastíl með vængjahurðum inn í eldhúsið, löngu barborði, bitum í loftinu, kamínu og rifflum á veggjunum. En, hvað verður í kring? Sléttan? Ræktaður trjágarður? Nei, brúnt kofaræksni með drullu umhverfis og nokkur fallin og klístruð kart- öflugrös á víð og dreif." Konan horfði á smíðarnar, kingdi . . . kingdi, hún teygði fram höndina í átt til Gunnars og bærði örlítið varirnar án þess að nokkurt hljóð heyrðist. Baddi togaði í aðra kápu- ermi hennar en hún renndi kápunni af öxlum sér og lét hana detta á jörðina. Hann leit á hana furðu lostinn. Hún lét skína í tennurnar skaut fram mjöðmunum og stundi: GUNNAHR — GUNNAHR sagði hún hærra hásri röddu, hneppti frá efstu töl- unum á sloppnum og togaði í undirkjólinn þannig að hvít heljarstór, slapandi brjóstin komu í Ijós. Nú gerðist margt í senn. Hundurinn leit snöggt til þeirra og stökk síðan frá húshliðinni með sþerrt eyru. Spýtan, sem hann hafði stutt með loppunum skrikaði til og Gunnar barði af þunga á handar- bakið á sér. Gunnar æjaði, hundurinn kom hlaup- andi í átt til þeirra með hausinn niðri við jörð. Konan 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.