Svart á hvítu - 01.06.1978, Qupperneq 32

Svart á hvítu - 01.06.1978, Qupperneq 32
Landlausir menn Smásaga eftir Kristján Jóh. Jónsson Hann stóö við borðstokkinn þegar þeir voru að koma inn og var að hugsa um hvers vegna í and- skotanum væri ekkert gaman að koma í land leng- ur. Hesturinn stóó við hliðina á honum og sagði: áttu pening? — Já, sagði hann. — Láttu mig hafa hann, sagði Hesturinn. Ég stekk í land um leið og við leggjumst uppað og fæ mér bíl og sæki flösku. Þeir verða búnir að opna í tómstundabúðinni. Lollinn lét hann líka hafa pen- inga og það var samanlagt nóg fyrir bíl og pela á mann. Þegar þeir voru allir búnir að hafa sig til settust þeir frammí að fá sér bragð áður en þeir færu í land. Skrifstofan opnaði hvort eð var ekki fyrr en hálf tíu. Þeir sátu, supu á pelunum og Lollinn talaði. Hann var mesti hænuhausinn um borð og varð fullur ef hann sá tappa og þá fór hann að tala um konuna sína og það var alltaf sama tuggan. Hún var góð kona, sagði hann, en það voru vandræði samt. — Þegar ég kem heim langar mig út aö skemmta mér en hún vill aldrei fara neitt með mér. Ég vil eiga heimili. Ég vil að strákarnir mínir tveir, litlu strák- arnir mínir, eigi líka heimili þar sem þeir gætu átt sér samastað og leitað til hennar ef eitthvað bjátar á en hún vill bara vinna þó hún eigi indælis heimili. Ég hef ekki brugðist sem heimilisfaðir. . . — Heyrðu, sagði Hesturinn og rétti honum sinn pela. Við skulum fara eitthvað saman þrír. Lollinn tók pela Hestsins og saup drjúgan. — Já, sagði hann, við skulum fara á fyllirí saman, við skulum fara í Klúbbinn. Þeir skáluðu með pel- unum. Svo var farið á skrifstofuna að sækja kaupiö og þegar þeir skildu var ákveðið að hittast hjá Hestinum klukkan fimm. Pungrottan gekk hægt upp á Borgarbíl, fékk bíl og sagði bílstjóranum að keyra í Hatnarfjörð. Hann átti tvær gamlar frænkur í Hafnarfirði. Hann hringdi dyrabjöllunni og Jóna frænka kom til dyra. Hann var feginn. Jón frænka var eldri. — Komdu blessaður Hrólfur minn, sagði hún og kyssti hann á báðar kinnar. Komdu inn fyrir og fáðu tesopa eða viltu heldur kaffi? Hvernig var veðrið hjá ykkur á sjónum vinur, spurði hún um leið og hún hellti kaffi í bollann hans. — O, þaö var svona, sagði hann. — Ojá, sagði gamla konan, það er svona. Maður er alltaf hræddur um ykkur þessa sjómenn. Það geta orðið svo voðaleg sjóslys. Þú hefur ekki bragðað áfengi, er það? Grafíkmyndir: Jón Reykdal — Hja, það er nú svona. Það er ósköp lítið. Það er bara eins og gengur. — Þið drekkið eins og vitlausir þessir unglingar nú á dögum. Það er óskaplegt hvernig þetta er allt saman orðið. Sigga frænka var að koma heim. Hún vann í búð og það var þriggja mínútna gangur að skjótast heim og fá sér að éta. — Sæll Hrólfur, sagði hún. Þú ert kominn. — Já, sagði hann. — Ég held þú ættir nú að halda þig hér heima í þetta sinn heldur en að rjúka út og eyða kaupinu þínu í vitleysu, ef þú lætur þá ekki plata það allt út úr þér. Hann brá sér á klósettið, fékk sér nokkra væna úr pelanum og stakk honum svo aftur inná sig. Þegar hann var kominn fram aftur hélt hún áfram. — Ég vil fara að fá að vita hvort þú ætlar að kaupa íbúð með mér eða ekki. — Ég veit ekki, sagöi hann önugur. Ef ég tek lánin mín núna og fjárfesti þau í íbúð hjá þér og hitti svo stúlku sem vill giftast, þá eru lánin búin og við getum ekki keypt okkur íbúð. — Stendur það til, spurði Sigga frænka. — Hja, maður veit aldrei, sagði hann og leit af glottinu á Siggu frænku. 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.