Birtingur - 24.12.1953, Page 4
BIRTINGUR tímarit
Veg/ta eindreginna tilmœla fjölmargra les-
enda verður Rirlingur eftirleiðis gefinn út sem
tírnarit — eitl hefti á mánuði— og lýkur fyrsta
árgangi með þessu hefti. Vœnti ég þess að
breytingin verði til balnaðar og allir uni hcnni
vel.
Fyrsta tölublaði Birtings hefur hvarvelna
verið rnjög vel tekið, svo að hingað til liefur
bjartsýni hatis ekki orðið sér til háðungar. Þó
er því ekki að leyna, að ennþá hefur Birtingur
ekki unnið sér eins stóran lesendahóp og Saka-
mál eða Fönix. Lesendur glœpa- og gleðisagna-
flórunnar eru riturn sínurn raunbetri en hinir
sern vamta mœtti, að einhvers mœtu rit á borð
við Birting. I ávarpsorðurn var heitið á almenn-
ing að afsanna þá sögn, að ekki. þýði lengur að
bjóða Ijóða- og söguþjóðinni annað en erlent
bull af verstu gerð, og skal sú áskorun ítrekuð
hér.
Eigi ritið að kornast á fastan fjárhagsgrund-
vöU, verður það að fá rninnst þúsund skilvísa
áskrifendur til viðbótar. Ættu menn að athuga,
áður en þeir kasta jrá sér 60 króimrn.fyrir er-
lcndan reyfara, hvort þcir fengju ekki meira
jyrir snúð sinn, cf þeir verðu peningunum til
að gerast kaupendur að Birtingi í eitt ár.
að berja þennan rígmontna amríska pælott
þangað til ekkert væri eftir af honum nema
taitlur. Það fróaði honum að hugsa um þetta,
— hann slakaði á krepptum hnefanum utan um
kogaraglasið, dró það upp með semingi, tók úr
því tappann og saup stóran sopa.
Klígjan kom upp í hálsinn á honum og hann
hélt að hann mundi kasta öllu upp aftur, en
hann reyndi að kingja og setti sér fyrir sjónir
framkvæmd þessarar snjöllu hefndarhugmynd-
ar, — sá þetta státna nef orðið að formlausum
hlóðugum óskapnaði — fann sjálfan sig herja
og sparka í liggjandi óvininn, sá í huganum
Ijósa hárið á stúlkunni sinni og bláu augun,
skínandi eins og stjörnur af hrifningu. —
Hvort henni mundi gefast á að líta!
Honum létti og klígjan hvarf. Hann lagði af
stað að leita í glorulegum götuljósunum, —
gekk rösklega, eins og maður sem ætlar eitt-
hvað sérstakt, teygði handleggina út í vinkil
eins og hann hafði séð Súpermennina gera á
bíó, beit á jaxlinn og keyrði höfuðið niður á
milli axla, og lét sig engu skipta þó að slyddan
lemdist framan í hann. Hann var orðinn svalur
fyrir öllu, kaldrifjaður náungi, sem ekki lét sér
smámuni fyrir brjósti brenna. Hann fann ein-
hverja furðulega kennd bærast með sér —
hann færðist allur í aukana, — svona hafði
hann aldrei verið áður — nema einstöku sinn-
um á bíó, — en þá var þetta allt öðruvísi, miklu
fjarlægara og óljósara, því það var líka bara
mynd — en nú var það hann sjálfur sem var að
bjarga sér úr klípunni — hann fann að nú var
hann alveg eins og kábojarnir og glæponarnir
í Amríku, — gat drepið með köldu blóði, —
drepið hvern sem stóð í vegi fyrir honum — nú
var hann sjálfur Súpennann, sem var að leggja
til bardaga og bjarga stúlkunni sem verið var
að draga á tálar. Hann varð að vera kaldur
fyrir öllu, jafnvel slyddunni, — vera rólegur og
kósí, eins og þetta væri sjálfsagður hlutur.
Já, hann var sannur Súpermann, það fann
liann svo greinilega, fann bvernig höfuðið
hraðminnkaði og herðarnar þrútnuðu, — upp-
handleggsvöðvarnir urðu á stærð við fótbolta
og höfuðið sat niður á milli axlanna, lítið og
hörkulegt með þverbnípta kjálka og lágt enni.
Augun urðu tvær örmjóar rifur sem duldu ör-
ugglega leyndardómsfullar fyrirætlanir hins
agnarlitla rafmagnsheila Súpermannsins.
Hann geiflaði munninuin og fann hið kulda-
lega glott hetjunnar breiðast yfir andlitið á sér,
— þetta veraldarvana háðsglott hins kaldrifj-
aða ævinlýrainanns, sem þekkti kvenfólkið og
sjálfan sig. Hann fann meira að segja vöðvana
spretta út hingað og þangað um bakið og
brjóstið, rétt eins og kartöflur, kúlulaga og
keilulaga, litla og stóra, þykka og þunna, langa,
4
BIRTINGUR