Birtingur - 24.12.1953, Side 7

Birtingur - 24.12.1953, Side 7
EINAR BRAGI: Um lífskjör ungra ríthöfunda Ég varS hálf undrandi, þegar ég var búinn að skrifa ofanrituð orð á blað, því lífskjör ungra ritböfunda á íslandi eru slík, að varla er hægt að hugsa ura þau ógrátandi, hvað þá minnast á þau opinberlega. Þess vegna telja flestir þann kost vænstan að þegja um þau. Listamönnum er kærast að mega sinna kalli sínu í kyrrþey, og því umbera þeir efnalegt misrétti, jafnvel skort á brýnustu nauðþurftum, fremur en lítillækka sig með því að reyna að sannfæra skilningsstama fjárráðendur um gildi verka sinna og rétt sinn til sanngjarnra launa fyrir þau. Osíngirni, hógværð og hjartans lítil- læti eru fagrar dygðir og fara engum betur en listamönnum. Þó geta þær orðið til meira tjóns en gagns, ef kosti listamanns er þröngvað svo mjög í skjóli þeirra, að liann neyöist til að van- rækja list sína eða leggja hana á hilluna vegna basls og búksorga. Eru þess mörg átakanleg dæmi hér á landi og ekki síður nú en fyrr á tím- um. Orbirgð ungra listamanna á íslandi í dag er svo yfirgengileg, að það væri glapræði að leyna þeirri smán lengur en orðið er. Þótt hér verði einkum reynt að rjúfa þögnina um lífs- kjör ungra rithöfunda, er það ekki vegna þess að þeir séu verr settir en ungir iðkendur ann- arra listgreina, heldur hins að mér eru kjör þeirra kunnari en hinna. Ég þekki persónulega marga þeirra ungu manna sem í dag eru að leitast við að varðveita og auka þann arf er við eigum dýrastan, ís- lenzka skáldlist, og þess vegna veit ég með sæmilegri vissu hvílík starfsskilyrði þeim eru húin. Um aðstöðu hinna, sem ég þekki ekki, get ég dæmt með nokkurri nákvæmni af líkum. Krislján jrá Djúpalœk hefur gefið út fimm ljóðabækur á tíu árum. Ég ætla honum aðeins sex ár til að yrkja þessi ljóð, og ritlaun hans eru samanlögð sem næst eins árs kaupi verka- manns. — Þorsteinn Valdimarsson gaf út fyrstu ljóðabók sína fyrir 11 árum, aðra í fyrra. Höf- undarlaun hans myndu hvergi nærri hrökkva til, ef hann þyrfti að greiða skrifstofustúlku samningsbundið kaup fyrir að vélrita handrit- in í hendur prenturunum: — Elías Mar hefur sinnt ritstörfum nær eingöngu s.l. 7—8 ár, skrifað fjórar skáldsögur, eitt smásagnasafn og ort eina Ijóðabók. Höfundarlaun: um það bil 9 mánaða verkamannskaup. — Agnar Þórðarson gaf út skáldsögu fyrir fjórum árum, aðra núna á dögunum, hefur skrifað eitt kvöldlangt leikrit og eitt útvarpsleikrit. Eg tel hóflegt að ætla hon- um sex ár til starfans og ríflega gizkað á sex mánaða verkamannskaup að launum. — Hann- es Sigjússon hefur gefið út tvær Ijóðabækur, og bjartsýnustu kunningjar hans telja ótrúlegt að hann hafi fengið yfir fimm mánaða dagsbrún- arkaup í aðra hönd. — Steján Hörður Gríms- son hefur lifað og hrærzt í Ijóðlist s.l. 8—9 ár, gefiö út tvær ljóöabækur og hlotið að launum ÓÐFRÆÐI „Ljóð er eins og málverk, myndin sjálf er efni og andi ljóðsins, en rammi myndarinnar er form ljóðsins. Hver mun ekki frekar vilja eiga fagurt mál- verk í skrautlegum ramma, en rammalaust? Vonandienginn!“ Sverrir Haraldsson íMbl. 3. des. 1953. Lesendum til glöggvunar skal þess getið, að Sv. II. er ekki forstjóri Skilta- og rammagerð- arinnar h.f. RIRTINGUR 7

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.