Birtingur - 24.12.1953, Side 15
tók hann eftir því að hún hafði ekki opnað
flöskuna. Glerið var blautt utan og hann var
nærri búinn að missa flöskuna ofan í stéttina.
Hann greip hana báðum höndum og laumaðist
inn í dinnnt hlandport. Hann mátti ekki glopra
henni niður — hún var hans eina lífsvon, þessi
litla lokaða flaska. Hann reyndi stundarkorn
að ná af henni tappanum með tönnunum og
fann hvernig glerungurinn brast og molnaði af
án þess nokkurt lát yrði á. í örvæntingu sinni
sló hann stútnum í steininn og liann kvarnaðist
af og skall ofan í ræsið. Þegar hann var búinn
að koma niður fyrsta sopanum og þurrka af
sér blóðið á buxnaskálmunum fór hann að
hugsa um að fötin voru alveg ónýt. Þessi fyrstu
föt sem hann hafði eignazt síðan Iiann komst í
fullorðinna manna tölu, — fötin sem sýndu að
hann var óumdeilanlega karlmaður, ekki leng-
ur strákrollingur í barnaskóla, heldur maður
með mönnum kominn upp í æðri skóla -r----
og þessi föt voru svo að segja ný . ..
Hann mundi ennþá þegar hann var að skoða
öll amrísku stælfötin og tók mest eftir þessum
skærbláu fötum því þau voru svo lík á litinn
og úníformið á amrísku flugmönnunum. Búð-
armaðurinn hafði séð hve hrifinn hann var,
dregið þau út úr fatahenginu, haldið herða-
trénu hátt, strokið gælulega yfir þau og sveifl-
að síðan vinstri hendinni eins og ræðumaður
þegar hann sagði:
— Nýjasta nýtt frá Amriku — smarl snið,
súper fix, — elegant litur, er hlú, — elegant,
— ekki satt?
Og hann sagðist leyfa sér að sannfæra hann
um að þau væru úr pjúr gabardín — perfekt
gabardín.
Svo voru kaupin gerð.
Hami dró upp veskið og taldi peningana
frain á borðið eins kæruleysislega og honum
var unnt, — eins og hann gerði ekki annað en
kaupa föl á 1500 kall.
— Er bhi — hvað útleggst himinblátt. Og
svona voru þau orðin.
Hann mundi allt í einu eftir skólanum. Hann
hafði ekki komið í skólann í þrjá daga og ekki
ÍHRTINGUK
heim í bráðum tvo sólarhringa — hvað mundi
mannna halda? Og fötin hans! Hjálpi mér
góður! Hvað niundu þau segja heima ef hann
kæmi svona útlítandi? Hann stóð sjálfan sig að
því að vcra enn á ný farinn að biðja upphátt
— hann fullorðinn, karlmaðurinn, og Súper-
mann í ofanálag — þetta var ekki hægt.
En hann gat ekki stöðvað sig: — Guð minn
hjálpaðu mér í gegnum þetta — ó jeremías
góður! — ég skal aldrei verða skotinn í stelpu
framar ef þú hjálpar mér og lætur þennan djöf-
uls pælott drepast og lætur hana koma aftur til
mín — ó fötin og mamma! hjálpaðu mér!
En það gerðist ekkert kraftaverk, fötin voru
jafnblaut rifin og skítug, ekkert svar barst frá
guði eða jeremíasi nema dauft bergmál úr slög-
uðum veggjum hlandportsins, þvoglulegt hljóð
líkast amrísku röfli úr íslenzkum stúlkumunni
holt og flátt með þessu gullandi eggjahljóði.
Veggirnir iðuðu fyrir augunum á honum,
hann reyndi að festa þau á einhverju — á bláa
miðanum á glasinu. Þar vorn letruð einhver
—
RÍKISÚTYARPIÐ
Afgreiðslutími úlvarpsauglýsinga er:
Virkir dagar, nema laugardaga:
9.00—11.00 og 13.00—13.00.
Laugardagar:
9.00—11.00 og 17.00—18.00.
Sunnudagar:
10.00—11.00 og 17.00—18.00.
Athugið, að símstöðvar ulan Reykjavíkur og
Ilafnarfjarðar vcila útvarpsaiiglýsinguni mót-
töku gegn staðgreiðslu.
V_______________________________-
15