Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 5

Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 5
við þau lög! Því frjálsara Ijóðform þeim mun betra. Eftir því sem hrynjandi ljóðsins er ó- ákveðnari getur tónsmiðurinn lagt meira til frá sjálfum sér. Allra bezt er að semja lög við auglýsingar! Hins vegar er mér Ijóst, að lög mín eru seinlærðari en þau sönglög sem við höfum átt að venjast. Áður höfðu menn ein- göngu orgel til undirleiks, og tónskáldin höfðu það eðlilega í huga, þegar þau sömdu lög. Nú höfum við fengið píanóið, sem gefur ótal nýja möguleika, og auðvitað eigum við að notfæra okkur þá. — En er þá ekki hætt við að tónskáldin stökkvi út á einhver regindjúp, losni úr tengsl- um við íslenzka menningararfleifð og gerist óþjóðleg eins og abstraktmálarar og atómskáld eru sökuð um? — Oðru nær — þeim fer alltaf fjölgandi sem uppgötva sjarm íslenzku þjóðlaganna, og þjóðlagastefnan má sín meira í íslenzkri tónlist núna en nokkru sinni áður. Ég var einu sinni á gangi í Hafnarstræti fyrir fjöldamörgum ár- um og sá þá íslenzk þjóðlög eftir Bjarna Þor- steinsson úti í glugga á fornbóksölu. Ég snar- aðist inn og keypti bókina fyrir 18 kr. Ég hef aldrei þurft að þurrka af henni ryk. Síðan ég eignaðist hana, hefur gamla stemman verið grunntónninn í allri minni músík. Ég hef dval- ið á Þingvöllum á sumrin, síðan ég var lítil, hjá lækjunum og lóunum og spóunum, og þau kunna ennþá gömlu stemmurnar sínar og syngja þær dag og nótt eins og áður. Hann er alls staðar nærri þessi íslenzki tónn, ekki sizt í okkur sjálfum. Það er ekki hægt að vera óþjóð- legur á íslandi. — Þér hafið samið sitthvað fleira en ein- söngslög? — Ég hef samið músik við barnakvikmynd- ina Síðasti bærinn í dalnum og tvo balletta. Annar heitir Eldur, og er frumhugmyndin feng- in úr samnefndu kvæði eftir Einar Benedikts- son. Hinn heitir Ólafur liljurós eins og þjóð- kvæðið sem er uppistaðan í ballettinum. Við systurnar, Drífa og ég, vorum í dans- skóla hjá Ástu móðursystur okkar, þegar við BIRTINGUR vorum litlar, og ég gæti trúað að ég byggi alltaf að því: dans og rytm hafa örvað mig meira en allt annað til að freista þess að semja músík. — Hvernig getið þér haft tíma til að fást við píanóleik og tónsmíðar jafnhliða húsmóð- urstörfum á stóru heimili ? — Mér er engin vorkunn. Ég vanræki heim- ilisstörfin þeim mun meira en aðrar húsmæður sem ég ver meiri tíma en þær til annars en innanhússverka, svo að það er afar einfalt. — Ég hef ástæðu til að ætla, að svarið sé ófullnægjandi — en svo eru það tónleikarnir á morgun ? — Mér finnst ég verða að halda tónleika öðru hverju, og er margt sem veldur: Ég get ekki annað en haldið áfram að spila, og þar af sprettur einhver þörf að réttlæta sjálfa sig: reyna að færa fram einhverja afsökun fyrir því, að maður er ekki eins góð og gegn húsmóðir og maður ætti að vera. í öðru lagi finnst mér nauðsyn að halda sambandi við fólkið til að geta haldið áfram að þroskast: ég hef ekki lært eins mikið á neinu og fyrstu tónleikunum mín- um. Og síðast en ekki sízt langar mig til að eiga eitthvert erindi í lónið — leggja einhvern skerf til tónlistarmálanna, ef ég gæti. Sýníng JÓNS STEFÁNSSONAR Listvinasalurinn efndi til sýningar á nýjum málverkum híns áldna meistara, Jóns Stefáns- sonar, 22. febrúar til 7. marz s.l. Á sýningunni voru rúmlega tuttugu myndir, og voru flestar þeirra fengnar að láni hjá eig- endum, svo að hér var einstakt tækifæri til að sjá síðustu — og nokkur hin glæsilegustu — verk þessa síunga listamanns. Þó urðu allt of fáir til að nota sér það, og er leitt til þess að vita, hvílíkt tómlæti almenningur sýnir stund- um jafnvel hinum ágætustu innlendum lista- mönnum, þótt ginið sé við hverri erlendri flugu sem hingað er kastað. Listvinasalurinn á þakkir skildar fyrir þessa sýningu og starf sitt allt. 21 \

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.