Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 6

Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 6
Theodóra Thoroddsen látin Frú Theodóra Thoroddsen, skáldkona, lézt í Re-ykjavík hinn 23. febrúar s.l. nírœÍS að aldri, og var útför hennar gerð í kyrrþey 26. sama mánaðar. Frú Theodóra er ein merkasta kona sem uppi hefur verið á íslandi. Ótrauðrar bar- áttu hennar við hlið manns síns, Skúla Thoroddsen, jyrir óskoruðu frelsi lands og þjóðar verður jafnan minnzt með þakklœti og virðingu. Og þjóðlegu Ijóðrœnu þulurn- ar hennar hinar fegurstu, þýðar eins og vor- blœr og bjartar sem œvintýr, munu lifa með- an íslenzk-tunga er töluð. Það er ekki heiglum hent að leiða líf sitt jrá sigri til sigurs í níutíu ár — sífellt í fylkingu og jararbroddi þeirra sem hugsa djarfast og stefna hœst í lífi og listum. Þeim ♦ mun betra er að minnast þeirra örfáu sem lifað hafa svo langan dag án þess að flekka skjöld sinn. Og jordœmi þeirra hvetur hina ungu til dáða. Píanótóuleikai ólutonaiViðai Jórunn Viðar hóf píanótónleika sína í Aust- urbæjarbíói síðastliðið þriðjudagskvöld með Moment Musicaux (1—4) eftir Schubert, ein- földum en kröfuhörðum, og brast nokkuð á að bókstaf þeirra og anda væri til skila haldið. í Krómatískri fantasíu Bachs glitruðu tónarað- irnar aftur fagurskýrar og hrynjandi, simbal- ískur fyrnskublær yfir fremur grönnum tónin- um; fúgan var miður sannfærandi — von að þar verði aflfátt veikbyggðum höndum. Svo hófst Kreisleriana Schumanns og hlustandinn var töfrum tekinn, svo skáldlega er þar ruglað reitum meistarans og kattarins, og svo lifandi, örugg og listfeng var túlkun þessa vandleikna verks. Svipaðri viðurkenningu hlaut flutningur Chopinæfinganna þriggja, Scherzós í h-moll og tveggja masúrka að sæta; — huganum varð flogið til gömlu stefjanna, sem hún móðir okk- ar raulaði í rökkrunum forðum og aldrei voru dregin til stafs; hún hefði bara átt að sjá draum sinn rætast í þessari dóttur, sem svo fer höndum um hörpuna og fyrst og ein íslenzkra kvenna ber öfundarheitið tónskáld. Hver veit nema hún hafi líka verið nærstödd í einhverju af auðu sætunum og kveðjulagið — rímnastef Jóns Leifs — hafi einmitt verið kvæðalagið hennar? Þ. Vald. 22 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.