Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 14

Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 14
ELÍ AS MAR : Ofdýrkun karlmennskunnar 1. Erfitt getur reynst fyrir okkur Vesturlanda- búa að koma til fulls auga á þá staðreynd, hversu menning sjálfra okkar er á einhliða hátt sniðin eftir og háð hinum maskúlína hugs- unarhætti svo í smáu sem stóru; óbilgjörnu og einatt heimskulegu viðhorfi hins „karlmann- lega“. Þó hlýtur okkur að verða þetta ljóst jöfnum höndum og við kynnumst viðhorfi og hugsunarhætti annarra menningarsvæða heims svo í fortíð sem í nútíð. Sérhver hugsandi Vesturlandabúi — og þá ekki hvað sízt sá, sem enn á eftir að öðlast fast- mótaða lífsskoðun og stefnu — hlýtur að nema staðar einmitt nú, þegar svo er komið, að þriðja heimsstyrjöldin er af mörgum talin ekki að- eins möguleg, heldur beinlínis óumflýjanleg, og varpa fram þessari spurningu: Hvað veldur svo óhugnanlegri öfugþróun? Hverskonar vitfirr- ingarstefnur og dauðaöfl þröhgva hinum sið- menntaða heimi til endurtekinna sj álfsmorðsat- hafna og hermdarverka? Við þessu eru að sjálfsögðu mörg svör og margt í því sambandi, sem þarf að taka til greina. í bókinni „Markmið og leiðir“, sem rituð er fyrir síðari heimsstyrjöld, bendir Aldous Hux- ley á fjölmargar orsakir, þeirra á meðal: óheil- brigðan þjóðarmetnað stórveldis; kynþálta- hatur; öfund yfir landsvæðum í eigu annarra ríkja; trúarofstæki (þar með talið stjórnmála- trúarofstæki); sigurfrægðarlöngun einstakra ráðamanna eða hernaðarleiðtoga; misjafnlega réttlátar kröfur um aukið olnbogarúm vaxandi ríkis; þörf auðvaldslands fyrir markaði; og síðast en ekki sízt: skipulagða stríðsæsingu sjálfra hergagnaframleiðendanna, ýmist í nafni ættjarðarástar eða undir því herópi, að nú þurfi að berjast duglega „til þess að binda endi á öll stríð“. Orsakanna til stríðsæsinga og þeirrar rang- snúnu hugmyndar, að hægt sé og jafnvel nauð- synlegt að leysa milliríkjadeilur og hugsjóna- átök með fjöldamorðum, er þó öðru fremur að leita í einhliða og næsta taumlausri dýrkun á mœttinum, hinu karlmannlega, mér liggur við að segja: í þröngsýnu trausti á skynsemisat- höfnum einvörðungu, á kostnað tilfinningalífs- ins — og er mér þó ljóst, að orðalag sem þetta gefur tilefni til misskilnings án frekari skýr- inga. í stuttri grein verð ég þó að treysta því, að mál mitt skýri sig sjálft. En hvaðan er svo þessi taumlausi karl- mennskuátrúnaður sprottinn, þessi rótgróna dýrkun máttarins og virðing fyrir hinu „sterka“ með samsvarandi fyrirlitningu á því, sem kall- ast „veikt“? . . . Er þetta kannski eitthvert eðlis- lægt sérkenni hins hvíta kynþáttar? Varla. —- Svo ótrúlegt sem það kann í fljótu bragði að virðast, þá ber kristin kirkja að mjög miklu leyti ábyrgð á þessu, síðan hún kom til sögunn- ar sem andlegur og veraldlegur leiðtogi. Og menn skyldu sízt ætla að hinna neikvæðu áhrifa hennar sé hætt að gæta, þótt messusókn sé slæ- legri nú en áður og páfinn í Róm talinn núll. Því fer fjarri. Að sama skapi er á hinn bóginn athyglisvert, að flest þau lönd, sem á undan- förnum áratugum hafa steypt heiminum út í styrjaldir og eru líklegust til að gera það enn, þau eru ekki umráðasvæði kaþólskunnar — sem oft er þó deilt á fyrir afturhald og hvers- kyns ósóma annan — heldur einmitt þau stór- 30 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.