Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 9

Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 9
einlægastir, hreinskilnastir og beztir höfum við mest líkzt Jónasi eða verið undir áhrifum hans. Ef við hefðum glatað þótt ekki væri nema þrem árum af ævi hans þá værum við óendanlega fá- tækari. Jónas dó frá miklu af verkum sínum í brotum. Hver og einn íslendingur viðurkennir að það er sár skaði, óbætanlegur um alla eilífð. Og hafi nú Jóhann Jónsson dáið frá öðrum eins verðmætum? Ég þori ekki að svara þeirri spurningu. — En Jóhann Jónsson kemur aldrei aftur. Verkin sem hann dó frá eru okkur glötuð um alla eilífð. Þjóðfélagið og kunningjar hans bera sökina. Undan þeirri ásökun getum við hvergi flúið, og ég vil að það sé skýrt tekið fram við minningu Jóhanns Jónssonar, að við vissurn að liann var ein bezta skáldsálin sem við höfum eignazt, að við vissum að líf hans var í hœttu — og horfðum á hann tœrast og deyja, sljóir, lcaldir, tilfinningalausir, án þess að haf- ast nokícuð að til að bjarga honum. Guðmundur Jónsson NÝIR HÖFUNDAR Ólafur Þ. Ingvarsson, höfundur ljóðsins Lukt- ar dyr, er verkamaður búsettur í Reykjavík. Sveinbjörn Benteinsson, kunnasta rímnaskáld sem nú er uppi á Islandi, ej- ekki nýr höfund- ur, þótt hér sé á hann minnzt. Sveinbjörn hefur sent Birtingi stökur dýrar og kallað „rímað atómljóð“. Mun þetta eiga að vera ögrun við atómskáld vor, og væri nógu gam- an, ef eitthvert þeirra svaraði með atómrímu eða einhverju í þá áttina. SMÁS AGNAKEPPNIN Bagaleg mistök voru það í boðun smásagna- keppninnar í síðasta hefli, að gleymzt hafði að geta þess: að þeir einir, sem ekki hafa gefið út smásagnasafn, geta tekið þátt í keppninni. — Leiðréttist þetta hérmeð, og er fresturinn til að skila handritum framlengdur af þessum sökum til 15. apríl. Ilinn 28. febrúar síðastliðinn hélt Guðmund- ur Jónsson píanótónleika á vegum íslenzkrar tónlistaræsku. Viðfangsefni voru þau sömu og á sjálfstæðum tónleikum er hann hélt nokkrum dögum áður. Fyrst Ouverture (28. kantata) eftir Bach—Saint-Saens, sem hann lék mjög á- kveðið en án þess að hrífa undirritaðan að marki. í Sónötu op. 27 nr. 1 eftir Beethoven (sem mér finnst persónulega vera einna áhrifa- minnsta sónatan) náði hann heldur engum verulegum tökum á manni. Variations Seriuse eflir Mendelsohn lék hann glæsilega og af mik- illi þekkingu. En verkin þrjú eftir frönsku höf- undana Debussy og Ravel voru langbezt leikin af öllu á þessari efnisskrá. Þar sýndi Guðmund- / ur fyrst virkilega hvað hann gat. Hins vegar var Cliopin varla boðlegur hjá honum, etudur op. 10 nr. 4 — 12 -r- 8 og op. 25 nr. 6 voru þó með sæmilegasta móti. En polonaise í az-dúr op. 53 var alltof stirt og þungt leikin. Samt sem áður held ég að Guðmundur sé einn efnilegasti píanóleikari sem við eigum. Leifur Þórarinsson. 25 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.