Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 15

Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 15
veldi, sem hlotið hafa blessun lúthersku og kal- vínsku með tilheyrandi afbrigðum materíal- isma. En kristnin ein á hvorki upphaf né alla sök á því, hvernig komið er, enda þótt sekt hennar sé mikil og skerfur hennar til heimsmenningar- innar meiri bjarnargreiði en margur hyggur. Sök kirkjunnar er einkum fólgin í því, að hún hefur oftast verið skálkaskjól og baráttutæki afturhalds og stöðnunar. í eðli sínu svarinn ó- vinur upplýsingar og frjálslyndis. Annað mál er svo, hvað áunnizt hefur þrátt fyrir hana; sumt af því jafngildir kraftaverki. Hún bjó til grýlu sjálfsótta og sektarmeðvitundar á flest- um sviðum mannlegs tilfinningalífs. Hún að- skildi „líkama“ og „sál“ í þeim tilgangi og með þeirri kröfu, að hið síðara skyldi „ráða yfir“ hinu fyrra. Hún framleiddi „stríðsmunk“ mið- aldanna, þann óhugnanlega persónugerving, sem enn í dag er ideal vestræns þjóðfélags, enda þótt við gerum okkur tæpast grein fyrir því, sökum breyttra aðstæðna. Athugum því örlátið nánar, hvernig þetta hefur orðið. 2. Hin mikla goðsögn miðaldanna var píla- grímsförin — ferð um jarðríki myrkurs og ófullkomnunar til himneskra bústaða, þar sem allar óskir fengjust að lokum uppfylltar á full- komnari hátt en menn gat órað fyrir. Skipulagður meinlætalifnaður til þess að öðl- ast þetta fyrirheit verður að skoðast setn ein- kennandi fyrir sálarlíf karlmannsins. Upptök slíkrar hugsjónar hefðu aldrei getað orðið til hjá konu — enda þótt meinlætalifnaðurinn hrifi einnig til sín kvenkynið og stofnuð væru nunnuklaustur. Það breytir engu um eðli máls- ins. — Það er fyrst og fremst karlmannlegt sál- areinkenni að vilja og þola að leggja á sig ó- þægindi og þrekraunir til þess að ná fjarlægu marki. Hermaðurinn á orrustuvellinum, land- námsmaður nýfundinnar heimsálfu eða kaup- maðurinn á ferð með lest sína — allir höfðu -\ SVEINBIÖRN BENTEINSSON: BRAG AFIÖLL'. Rímað atómljóð Snjallur góðan yrkir óð, eld í ljóðum kveikir. Eykur þjóðar orkusjóð andans GlóSaíeykir. Læknar blinda lýða kind leifturmyndaskólinn. Roðar yndislogadind Ijóða Tindastólinn. Rjúía þjökun þróttar tök. Þrekið stökur glæða. Orðar vökull æðstu rök Eiríksjökull kvæða. Varð af hrelldum hryggðin felld. Hækkar veldi dagsins. Blysum heldur hótt í kveld Heklueldur bragsins. * Laug á bak það leiða hrak. Lastnæm staka flýgur. Eykur brak og orðaskak andans Lakagígur. þeir brýna þörf fyrir þennan karlmannlega þátt sálarlífsins. Svo viðurkenndu miðaldirnar þá fornkristnu staðhæfingu varðandi ástalífið, að kynhvöt ætti ekki rétt á sér nema innan hjónabands og þá til þess eins að viðhalda ættstofninum guði til dýrðar. Bein gleði af ástalífi varð synd. Það varð í rauninni synd að elska — nema þá óhlut- kenndan guð á himnum. Sá maður var beztur og þroskaðastur, sem gat a. m. k. látið líta svo BIRTINGUR 31

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.