Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 12

Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 12
meistari, hann er ekki heldur aðeins húsateikn- ari. Hann er skipuleggjari, listamaður, vísinda- maður (í vissum skilningi), frœðari, og hon- um er ekkert óviðkomandi í menningarlífi sam- tíðar sinnar. Hann er hugsjónamaður sem reynir að örva framþróunina með fordóma- lausu slarfi í nútíð. Þetta hefur komið glöggt í Ijós á Norður- löndum, þar sem arkitektar hafa í ræðu og riti og með verkum sínum öðrum orðið áhrifa- meiri með hverju ári, með því t. d. að leggja félags- og hagfræðingum verkefni í hendur, sem hafa leitt af sér félagsleg og hagfræðileg' rök að mörgum þeim bótum, er við státum af sem táknum hins háa menningarstigs Norður- landa. Það ætti að verða skiljanlegt að hlutverk arkitektsins er stórt og engan veginn létt. Það skyldi engan furða, þó að á einhverju verði brestur. Ég hef ekki rætt hið listræna og formalist- iska verksvið hans eða hið byggingartækni- lega. Það bíður annarrar greinar. Það, sem fyrir mér hefur vakað með þessum hugleiðing- um, er að reyna að finna íslenzkum arkitektum stað í þessu lauslega ágripi af stéttasögu arki- tektanna. Hinir sænsku kunningjar mínir litu að vísu formalistiskt á málið, þegar þeir kváðu það ekki geta verið, að við á íslandi byggðum í sama anda og gert var fyrir 30 árum á Norður- löndum. Hið alvarlega er samhengi tjáningarforms- ins og að því er virðist skilningur arkitektanna á hlutverki sínu og þar með er hugsanakeðja mín lokuð. Eru íslenzkir arkitektar á sama stigi og starfsbræður þeirra í nágrannalöndunum voru, áður en þeir rifu sig upp úr niðurlægingunni og skipuðu sér á bekk þeirra, sein með lífrænu starfi skapa varanleg tákn lifandi menningar? Er þetta svo þrátt fyrir það, að þeir koma fram sem starfsstétt í sama mund og áðurnefnd- ir atburðir gerast í þeim löndum, sem þeir sækja til menntun sína og undirbúning að svo ábyrgðarmiklu hlutverki sem því að leggja und- irstöðu að þróun byggingarlistar í landi sínu? Fóru þessir atburðir sporlaust fram hjá þeim? Ilver'spurning leiðir aðra af sér, og skal því staðar numið, en því svarað hvernig þeir hafa rækt hlutverk sitt og hagnýtt tækifæri sín, í ljósi þess, sem hér hefur verið rakið. Þeir hafa rækt það illa, þar eð þeir hafa aðeins litið á sig sem húsateiknara, en hlut- verk þeirra er langtum stærra. Húsateiknari þarf ekki að vera arkitekt, þó að það sé æski- legt. Og tækifærin hafa verið herfilega illa not- uð, eins og sjá má á samanburði við störf og árangra starfsbræðranna á Norðurlöndum. Sleggjudómur? Það væri óskandi. En hann stendur þar til hann verður hrakinn af þeim, sem eiga hendur sínar að verja. P.S. Vonandi verður innan tíðar hægt að ræða hina formalistisku hlið málsins með það fyrir augum að komast að niðurstöðu um, hvort það stenzt sem hér hefur verið skrifað. Skúli H. Norðdahl. UPPKASTIÐ NÝIA Fréttir hafa borizt úr Danmörk þess efnis að þaðan sé að vænta uppkasts á la 1908, að þessu sinni varðandi handritin sem íslendingar eiga geymd í dönskum söfnum. Að því er óljósar sagnir herma hafa danir í hyggju að bjóða ís- lendingum helmingaskipti á handritunum og félagsútgerð við rannsókn þeirra. Hinn gullni meðalvegur hefur reyndar löngum verið talinn ákjósanleg leið til lausnar á deilum milli þjóða og einstaklinga, en í þessu tilfelli getur hann ekki komið lil greina. Ef granni minn hefur með einhverjum hætti komizt yfir bók úr safni mínu og haldið henni fyrir mér með rangind- um um langa hríð, er það lítill vottur um iðrun og yfirbót að bjóðast til að rífa réttmæta eign 28 BIIÍTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.