Austurland


Austurland - 15.03.1984, Síða 2

Austurland - 15.03.1984, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR, 15. MARS 1984. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Gudmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Kristinn V. Jóhannsson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir S7374. Auglysingar og dreifing: Áshildur Sigurðardóttir ©7629 — Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað ©7571. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Tryggt verði fé til jarðgangarannsókna Sl. 5 ár hafa austfirskir sveitarstjórnarmenn vakið athygli Vegagerðar ríkisins á þýðingu jarðgangagerð- ar á Austurlandi. Þeir hafa bent á að hringtenging þéttbýlisstaðanna á Mið-Austurlandi og betri tenging endabyggðanna við miðsvæðið myndi efla samstöðu og styrkja fram- tíðaruppbyggingu landshlutans. Samtengingin gerði íbúum og fyrirtækjum kleift að ráðast í verkefni á sviði framleiðslu, þjónustu og menningarstarfs, sem þau gætu ekki ráðist í hvert fyrir sig. Þjónustusvæði einstakra stofnana myndi stækka og auðveldara væri að koma á verkaskiptingu milli staða. Þá hafa sveit- arstjórnarmenn bent á, að flytja mætti rafmagns- og símalínu frá veðrasömum fjallatoppum í skjólrík göng og að með hringtengingu fengist aukið öryggi í flutningslínum. Og það grjót úr göngunum sem ekki yrði notað til vegagerðar í tengslum við ganga- gerðina mætti nota í varnargarða eða til steinsteypu, því víða er skortur á byggingarefni og sprengdu grjóti á Austurlandi. Þessi skýru og augljósu rök virðast ekki hafa fengið náð fyrir eyrum þingmanna Austurlands og má það furðu sæta. Áætlunardeild Byggðasjóðs hefur gerst dyggur baráttuaðili í þessu máli og er það vel. Vega- gerðin virðist aðeins vera að ranka við sér því að á sl. ári voru gerðar á Vestfjörðum og á Austurlandi jarðfræðirannsóknir á hennar vegum vegna jarð- ganga. Jarðfræðiskýrsla um þessar rannsóknir liggur ekki fyrir ennþá, en fyrstu niðurstöður benda til þess að göng milli fjarða hér Austanlands séu álíka hag- kvæm og í Færeyjum þar sem km kostar 40 - 50 millj. Miðað við afköst Færeyinga gæti 18 manna vinnuflokkur með bortæki fyrir rúmar 20 millj. grafið 2-3 km á ári. Um aldamót væri slíkur flokkur búinn að grafa 30 - 40 km af göngum, væri hafist handa strax. Til samanburðar má benda á, að Vestfirðingar ræða um 12 km göng alls og Austfirðingar ca. 20 km. Framangreind rök ásamt marg ítrekuðum áskorun- um sveitarstjórna og ótvíræð þýðing Oddsskarðs- ganga fyrir nærliggjandi byggðir, hljóta að fara að ýta við þingmönnum Austurlands. Hér meðer skorað á þá, að tryggja afgreiðslu vegaáætlunar á þessum vetri, fé til nauðsynlegra rannsókna og áætlunargerð- ar, svo hægt verði að hefja framkvæmdir við næstu jarðgöng á Austurlandi á þessum áratug. Við mat á hagkvæmni gangagerðar er eðlilegt að ekki verði aðeins tekið tilit til atriða eins og sparnaðar í viðhaldi bifreiða, vegagerð og snjómoksturs heldur einnig varðandi síma- og raflagnir auk orkusparnaðar og þeirra jákvæðu áhrifa, sem samtenging byggða hefur á allt atvinnu- og félagslíf. L. K. FRÁ ALÞINGI Fj ármálahneyksli ríkisstj órnarinnar Fjármálaráðherra íhaldsins telur sig sitja á tvö þúsund milljóna gati Þaö hefur nú komið í ljós, að fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar sem afgreitt var sem lög á Alþingi fyrir jól var byggt á stórfelldum blekking- um. Albert fjármálaráðherra hefur reynt að klóra í bakkann með því að gefa Alþingi skýrslu um stöðuna þar sem í ljós kemur, að áætlaður rekstr- arhalli ríkissjóðs hækkar úr 389 milljónum í 1977 milljónir kr. á þessu ári. Ymsir gruna raunar ráð- herrann um að draga þetta mál fram nú til að nota það sem keyri á opinbera starfsmenn, sem greiða munu atkvæði um kjarasamninga 19. - 20. mars en meðal margra þeirra gætir mikillar óánægju ekki síst í röðum kennara. Við umræður um stóra gatið fjármálaráðherrans á Alþingi í síðustu viku ræddi Geir Gunnarsson, sem sæti á í fjár- veitinganefnd fyrir Alþýðu- bandalagið, meðal annars yfir- lýsingar Alberts úr umræðum um fjárlagafrumvarpið, þar sem ráðherrann tók sérstak- lega fram, að: „Út fyrir þann ramma, sem útgjöldum ríkis- ins hefur verið settur í fjárlaga- frumvarpi fyrir 1984 verður ekki farið." Stjórnarandstaðan benti hins vegar rækilega á það fyrir afgreiðslu fjárlaga, að engin grein væri gerð fyrir ýmsum út- gjaldaliðum eða þeir vantald- ir. í áliti minnihluta fjárveit- inganefndar sagði m. a.: „Þeg- ar allt þetta er metið er Ijóst að hafin er á ný sú skuldasöfn- unarstefna sem einkenndi ríkisfjármálin þegar þau voru undir stjórn Sjálfstæðisflokks- ins á árunum 1974 - 1978.“ Geir Gunnarsson minnti á orð talsmanna ríkisstjórnar- innar fyrir jól þar sem þeir héldu því fram að hér væri á ferðinni „raunhæfust fjárlög", sem Alþingi hafi nokkurn tíma samþykkt, nánast fullkomin vísindaleg smíð. Nú væri hins vegar kominn í Ijós viðbótar- rekstrarhalli, sem nemur hvorki meira né minna en um 90% af öllum áætluðum tekju- skatti einstaklinga á þessu ári eða nær 7 þúsund krónum á hvert mannsbarn í landinu. Heildarútgjöld ríkissjóðs án aðgerða eru nú áætluð 31.9% af áætlaðri vergri þjóðarfram- leiðslu á þessu ári en það væri hæsta hlutfall ríkisútgjalda svo langt aftur sem hann hefði skýrslur um. Benti Geir á, að ráðherra þyrfti að gera tals- verðar ráðstafanir til að létta útgjöldum af ríkissjóði ef hann ætli ekki að gerast methafi í ríkisumsvifum samtímis því sem hann boðaði sem eitt af meginmarkmiðum sínum í ríkisfjármálum að minnka um- svif ríkisins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Ráðherra hafi einnig margítrekað að ekki komi til mála að leggja nýjar álögur á landsmenn. Geir varpaði einnig þeirri spurningu fram. hvort fjár- málaráðherra ætlaði þrátt fyrir upplýsingarnar um stöðu ríkis- sjóðs, að auka enn á vanda hans með því að halda fast við þau áform stjórnarflokkanna að létta sköttum af eigna- mönnum og fyrirtækjum. Rækjuvinnslur Athugið, að við útvegum með stuttum fyrirvara okkar þekktu rækjukassa, í stærðunum 35 og 55 Itr. — auk annarra plastkassa, í ýmsum stæröum. — Hægt er að fá kassana áprentaða, ef óskað er. Hafið samband við okkur, B. Sigurðsson sf. í tíma, ef þið hyggið á kaup. Nýbýlavegi 8 — Kópavogi. Sími 4 62 16 NYTT EFNIIHVERRIVKU OPIÐ ALLA DAGA 1 - 9

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.