Austurland


Austurland - 11.10.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 11.10.1984, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR, 11. OKTÓBER 1984. Kaupmáttaraukning er aðalkrafa . . . Framh. af 1. síðu. að breyta því, þótt upphaflega hafi það átt að gilda í eitt ár. Óeðlilegt hlýtur einnig að teljast, að taxtar fyrir bónus og önnur kaupaukakerfi, sem mið- aðir voru við gildandi dagvinnu- kaup, skuli nú miðaðir við taxta, sem liggur langt fyrir neðan gild- andi tekjutryggingu. Ástand þetta hefur raskað mjög tekjum fólks, sem vinnur við launahvetjandi kerfi, t. d. fiskvinnslufólks, þar sem bónus er miðaður við 9. taxta eftir 1 ár, sem er langt fyrir neðan það, sem er dagvinnutrygging í dag- vinnu. Pá hefur þetta kerfi leitt til þess, að aldurshækkanir liafa í raun fallið niður, þar sem eng- inn af töxtum verkamannasam- bandsins nær dagvinnutekju- tryggingu. Þannigerubyrjendur í starfi og fólk, sem unnið hefur í 10 ár, á sama kaupi, þótt al- mennir samningar geri ráð fyrir, að eftir 6 ára starf í sömu grein sé aldurshækkun 12.5% hærri miðað við byrjunartaxta. Verkalýðsfélögin verða að sækja í komandi samningum eitthvað af þeirri kjaraskerð- ingu, sem átt hefur sér stað á síðasta ári, og endurheimta þannig eitthvað af fyrri kaup- mætti. Það gerum við með sam- eiginlegu átaki og samstöðu um að láta kúgun auðvaldsins snúast upp í sigur verkalýðsfé- laganna til hagsbóta fyrir með- limi þeirra. (Grein þessi er rœða, sem Sig- finnur Karlsson flutti á aðal- fundi kjördœmisráðs AB um sl. helgi og er birt hér með góðfús- legu leyfi höfundar. Millifyrir- sagnir eru mínar. Ritstj.). KHB auglýsir! Auglýsing frá sýslumanni Norður-Múlasýslu og bæjarfógetanum á Seyðisfirði í yfirstandandi verkfalli opinberra starfsmanna, verður afgreiðslan aðeins opin frá kl. 1330 -1530 þá daga sem verkfall stendur og verða sýslumaður og löglærður fulltrúi hans einu starfsmennirnir Þeir vinna öll sín venjubundnu störf og munu annast almenna afgreiðslu og upplýsingagjöf eftir því sem við verður komið Tekið verður við greiðslu allra opinberra gjalda Sýslumaður Norður-Múlasýslu Bæjarfógetinn Seyðisfirði Nú er farið að líða á sláturtíðina og síðustu forvöð að taka slátur Slátursalan er opin alla virka daga frá kl. 13 — 18 Eitt slátur með þveginni vömb og sviðnum og söguðum haus kostar kr. 122.30 Slátursala Kaupf élags Héraðsbúa Vetraráætlun Frá 17. 9. 1984 til 19. 5. 1985 Austfjarðaleið Vt S 4250 • 4217 • 7713 Á meðan færðin er góð á Oddsskarði er farið frá Neskaupstað kl. 1330 Daglega nema laugardaga: Frá Kl. Frá Kl. Neskaupstað................... 1300 Egilsstöðum................... 1640 Eskifirði..................... 1415 Reyðarfirði................... 1720 Reyðarfirði................... 1440 Eskifirði..................... 1730 Afgreiðslur: S S Neskaupstaður • Hafnarkaffi 7320 Reyðarfjörður • K. H. B. 4200 Eskifjörður-SöluskáliP. E. 6205 Egilsstaðir • Flugleiðir hf. 1210 Ef veruleg breyting verður á flugi, breytast tímar áætlunarbifreiðar í samræmi við það í flestum tilvikum — Munið skólaafsláttinn Leigjum út 1 og 2 drifa hópferðabíla af ýmsum stærðum, einnig snjóbíl og snjótroðara : s&' snmymHH ^SÖLUBOÐ Rice 1 lb SllöinrS tómatsósa MJÖLL C-ll þvottaefni 3 kg MJÖLL extra þvottalögur pQpCO salernispappír 2 pl. popco eldhúsrúllur 2 pl. kartöfluflögur 100 g ^ Kaupfélagið Fram Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.