Austurland


Austurland - 11.10.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 11.10.1984, Blaðsíða 1
Austurland 34. árgangur. Neskaupstað, 11. október 1984. 37. tölublað. Sigfinnur Karlsson: Kaupmáttaraukning er aðalkrafa verkalýðshreyfingarinnar Um þessar mundir er búið að vera nokkurra daga verkfall hjá opinberum starfsmönnum, nokkurra vikna verkföll hjá nokkrum félögum og flest félög innan Verkamannasambands íslands hafa sagt upp launalið- um gildandi kjarasamninga, svo að það er gefið mál, að mjög mikil ókyrrð er á vinnumarkað- inum. Launafólk er nær einhuga um, að forsendur hins hófsama samnings frá því í vetur eru brostnar með öllu. Ríkisstjórnin fékk tækifæri Ríkisstjórnin nýtti ekki það gullna tækifæri, sem launafólk gaf henni, heldur hefur hún þvert á móti kosið að slá á út- rétta hönd samtaka þess. Uppsögn launaliða gildandi samninga hefur af ýmsum ráða- mönnum verið túlkuð sem póli- tísk atlaga að ríkisstjórninni, að nú eigi að fara í hart í því skyni að koma ríkisstjórninni frá völdum. Þetta er mikill mis- skilningur eða kannski réttara að kalla þetta útúrsnúning á staðreyndum, því að baki upp- sagnanna liggur réttmæt og skiljanleg óánægja bæði vegna þróunar mála frá því að kjara- samningar voru samþykktir og einnig uppsöfnuð óánægja, því að æ betur er að koma í ljós út á hvað stefna ríkisstjórnarinnar gengur í sambandi við launa- fólk. Stórkostlegar fj ármunatilfærslur Ríkisstjórn þessi, sem lét það verða sitt fyrsta verk að ráðast af fádæma hörku á kjör launa- fólks og afnema samningsrétt um ákveðinn tíma, hefur allt frá fyrstu tíð haldið ótrauð áfram á þeirri braut að dýpka og útvíkka þá gjá, sem er á milli ríkra og fátækra hér á landi. Við sjáum stórkostlegar fjármunatilfærslur frá launa- fólki til þeirra betur stæðu í þjóðfélaginu. Þetta sjáum við daglega. Þeir ríku sjá sér fært að reiða fram milljónir króna til kaupa á lóðum og byggja ótrú- leg stórhýsi, svo að eitthvað sé nefnt. Á sama tíma blasir gjald- þrot við mörgum alþýðuheimil- um, verkafólk á vart lengur fyrir nauðsynjavöru. Hvarvetna blasa við sönn dæmi um versn- andi stöðu þeirra, sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. En ekki þykir ríkisstjórninni nóg að gert að ráðast með bein- um hætti á kjör launafólks. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þótti sérstök ástæða til að vega að hinum öldruðu og sjúku í landinu með því að margfalda hlutdeild þessa fólks í læknis- og lyfjakostnaði. Það þarf enginn að vera í vafa um, hverja þessar aðgerðir hitta fyrir, en við hljótum hins vegar að spyrja, hvaða hugarfar það er, sem býr hér að baki. Þolinmæðin þrotin En segja má að eina samstaða ríkisstjórnarinnar sé einmitt fólgin í slíkum aðgerðum, sem ég hef minnst á hér að framan, að rýra á allan hátt kjör þeirra, sem verst eru settir í þjóðfélag- inu. Er nema von, að launafólk sé óánægt? Er nema von, að þol- inmæðina þrjóti og allt launa- fólk snúist til varnar? Við eigum því að berjast fyrir því með öllum ráðum, að kaup- máttur fólksins verði tryggður. Við vitum, að kaupmátturinn var keyrður niður á einu ári um 25 - 30%. Þetta tókst ríkis- stjórninni með því að blekkja almennt launafólk með verð- bólgukjaftæði - forusta verka- lýðsfélaganna og launafólk féll meira og minna fyrir þessum verðbólgutrúarbrögðum. Auðvitað er mönnum ljóst, að lítill vandi er að ná niður verðbólgu með því að skera miskunnarlaust niður launin, en mönnum er líka ljóst, að aðgerð þessi leysir ekki efnahagsvand- ann til frambúðar. Þar þarf ann- að og meira til. Krafa um aukinn kaupmátt Á formannafundi Verka- mannasambands fslands, er haldinn var í Reykjavík 19. júní sl., var samþykkt að skora á öll félög innan sambandsins að segja upp launaliðum gildandi samninga fyrir 1. ágúst, þannig að þeir yrðu lausir 1. sept. sl. Þetta gerðu flest félög, þó ekki öll, tvö allstór félög, þar sem framsóknarmenn eru í forystu, sögðu ekki upp samningum. Kröfugerð þessa sama fundar var í aðalatriðum, að 5 lægstu taxtarnir yrðu felldir niður, þannig að 14. taxti yrði lág- markstaxti, bil milli aldurs- flokka yrði 3%, bil milli taxta yrði 3.5% og niður í 2%, lág- markskaup yrði kr. 14.000 og tvöfalda kerfið yrði lagt niður helst strax en til vara í áföngum. Kröfur þessar má færa út á ann- an hátt en fleiri krónur í umslag- ið. Höfuðáhersla er lögð á auk- inn kaupmátt frá því sem nú er og að það, sem fæst út úr samn- ingum, verði ekki tekið strax til baka af ríkisstjórn, heldur verði varanlegt. Tekjuröskun Tvöfalda kerfið veldur því- líkri röskun á t. d. yfirvinnuá- lagi, að álag á eftirvinnu í 10. flokki er aðeins 20% miðað við dagvinnu í stað 40%, sem gert er ráð fyrir í samningum. Alvar- leg hætta er á, að slíkt ástand verði varanlegt, ef ekki eru gerðar gagnráðstafanir. Nægir þar að benda á reynsluna af samningunum frá 1968, en þá var eingöngu samið um hækkun og vísitöluálag á dagvinnu. Þetta átti að vera tímabundið samkomulag. Yfirvinna fór þá úr 60% niður í 40% og næturvinnuálag úr 100% niður í 80%. Þetta hlutfall hefur haldist síðan og ekki tekist Framh. á 4. síðu. Þróttmikill fundur kjördæmisráðs AB Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Austur- landskjördæmi var haldinn um síðustu helgi að Staðarborg í Breiðdal. Var fundurinn vel sóttur og líflegur og samþykktar voru þar margar ályktanir, sem birtar verða í næstu blöðum AUSTURLANDS. Fundarstjórar aðalfundarins voru Björn Ágústsson, Egils- stöðum, Þorgrímur Sigfússon, Breiðdal og Magnús Stefáns- son, Fáskrúðsfirði og fundarrit- arar Margrét Óskarsdóttir, Eskifirði og Björn Jónsson, Reyðarfirði. Sigurjón Bjarnason, formað- ur kjördæmisráðsins, setti fund- inn kl. 10 á laugardagsmorgun með snjallri ræðu. Hann gerði einnig grein fyrir störfum stjórn- arinnar og lagði fram reikninga kjördæmisráðsins. Guðmundur Bjarnason lagði fram reikninga AUSTURLANDS. Margar merkar framsögu- ræður voru haldnar á laugardag um ýmis mál. Sigfinnur Karls- son og Árni Þormóðsson höfðu framsqgu um Alþýðubandalag- ið og verkalýðshreyfinguna, Helgi Seljan um stjórnmálavið- horfið, Hjörleifur Guttormsson um sjávarútveg og fiskvinnslu, Lárus Sigurðsson um landbún- að, Ásgeir Magnússon um iðnað og nálægð Austurlands við um- heiminn og Sigurjón Bjarnason um forvalsreglur. Nefndir störfuðu á laugar- dagskvöld og sunnudagsmorgun og álit þeirra afgreidd upp úr hádegi. Síðan fóru fram kosn- ingar og fundarslit voru kl. 15. Forval Samþykkt var tillaga að regl- um fyrir forval Alþýðubanda- lagsins í Austurlandskjördæmi til skipunar framboðslista vegna alþingiskosninga. Tillagan skal síðan rædd í aðildarfélögunum og reglurnar svo endanlega af- greiddar á næsta fundi kjör- dæmisráðsins. Stofnun verkalýðsmálaráðs Stofnað var á fundinum verkalýðsmálaráð AB á Austur- landi, sem ætlað er fyrst og fremst „að efla tengsl þeirra flokksmanna, sem gegna trún- aðarstörfum í hinni pólitísku og faglegu hreyfingu". Kosin var undirbúningsstjórn verkalýðsmálaráðsins, sem boða skal til aðalfundar þess á árinu 1985. Stjórnina skipa: Árni Þormóðsson, Neskaup- stað, Sigfinnur Karlsson, Nes- kaupstað, Margrét Óskarsdótt- ir, Eskifirði, Helga Aðalsteins- dóttir, Reyðarfirði og Eiríkur Stefánsson, Fáskrúðsfirði. Sigurjón Bjarnason formaður Stjórn kjördæmisráðsins er þannig skipuð, að í henni eiga sæti allir formenn aðildarfélag- anna, sem nú eru 11 og þriggja manna framkvæmdanefnd, sem kosin er á aðalfundi ár hvert. Sigurjón Bjarnason, formaður kjördœmisráðs AB. Framkvæmdanefndin er þannig skipuð: Sigurjón Bjarna- son, Egilsstöðum, formaður, Margrét Óskarsdóttir, Eskifirði og Anna Þóra Pétursdóttir, Fá- skrúðsfirði. Sigurjón og Mar- grét voru bæði endurkosin, en Anna Þóra kemur inn f stað Stefaníu Stefánsdóttur, Nes- kaupstað, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Endurskoðendur kjördæmis- ráðsins eru Björn Ágústsson og Kristinn Árnason, báðir á Egils- stöðum. Fundaraðstaða er góð í Stað- arborg og margir fundarmanna gistu í skólahúsinu í svefnpoka- aðstöðu, en margir gistu einnig á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík og þar voru allir í veislufæði fundardagana. Rómuðu fundar- menn mjög hinar ágætu mót- tökur og viðurgerning á Hótel Bláfelli. B. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.