Birtingur - 01.01.1962, Qupperneq 50

Birtingur - 01.01.1962, Qupperneq 50
Ég las þessai' línuv fyrst busi í mennta- skóla og man, að þær gerbreyttu viðhorfi mínu til ljóðlistar. Liðu svo tveir áratugir að ég leit ekki í Fornar ástir. En öll þessi ár hafa þær vakað í huga mér sem ein minnisverðasta 1 j ó ð a b ó k i n, sem ég las í æsku — já, ekki aðeins Hel, lieldur einnig sögurnar fjórar framar í bókinni. Ymsum kann að finnast þetta kynlegt, og sjálfur get ég ekki gefið á því tæmandi skýringu. En við nánari íhugun munu þeir, sem voru að komast til vits og ára í byrjun síðari heimsstyrjaldar, varla undr- ast svo mjög: allt fram að þeim tíma voru íslenzkar bókmenntir í óbundnu máli að langmestum hluta með svo fjarskalega ólýrísku yfirbragði, að bók eins og Fornar ástir hlaut að skera sig úr. Fegurð him- insins var þá ókomin út, og stundum hef ég verið að velta því fyrir mér, hvort dýr- legustu kaflarnir í kiljanssögum hefðu nokkurn tíma orðið til, ef Fornar ástir liefðu aldrei birzt á prenti. Þegar ég las eftirmálann af nýju eftir all- an þennan tíma, hafði ég mesta ánægju af sjálfsörygginu í orðum skáldsins: viss- unni um að bað hefði ort hálfa fjórðu örk ljóðabrota í lausu máli og gerzt á Islandi framsögumaður nýrrar bókmenntagrein- ar, sem ætti sér mikla framtíð. „Það sæm- ir ekki, að ég geri mig minni en ég er,“ sagði fremsti brautryðjandi norrænnar nútímaljóðlistar með heilbrigðu stolti, þegar allir afturhaldskurfar bókmennt- anna í heimalandi hennar sameinuðust um að salla 1 jóð hennar niður vegna skorts á rími og öðru hefðartildri: Edith Södergran. Kannski hefur Nordal átt von á einhverju misjöfnu úr ýmsri átt og viljað svara fyrir sig' í tíma. En hér tal- aði sá, sem allir máttu vita að ríma kunni, ef honum bauð svo við að horfa, og hafði þar að auki næga þekkingu á ljóðlist heimsins til að vita, hvað hann var að segja. Sjálfskipuðum verndurum íslenzkrar tungu og menningar mun því að líkindum ekki liafa sýnzt liann árenni- legur. Nordal hefur reynzt sannspár að því leyti, að óbundinn ljóðastíll hefur látið æ meira að sér kveða í íslenzkum skáldskap. Hitt finnst mér nú orka tvímælis, að Hel geti talizt ljóðabrot í lausu máli, og skal ég reyna að rökstyðja það lítillega. Af orðum skáldsins sjálfs er fullljóst, að fyrir því vakti að rita langa sögu. En vegna tímaskorts höfundar gátu þættir hennar ekki runnið saman í skáldsögu- heild með breiðum og skýrum dráttum. Þeir urðu að ljóðabrotum í sundurlausu máli. Ljóðskáld yrkja ekki ljóð vegna þess, áð þau hafi ekki tíma til að rita sögu, heldur af því að þau skynja mannlífið með öðr- um hætti en sagnaskáld: í ljóðmyndum en ekki sem sögu, rás ytri atvika og innri þróunar. Þótt við hefðum ekki orð Nor- dals fyrir því ber Hel það með sér, að hann nálgast yrkisefni sitt og skynjar sem skáldsagnahöfundur og heimspeking- ur, og ég tel með öllu óleyfilega ályktun: að vegna þess að ævisöguþættir Álfs frá Vindhæli gátu ekki runnið saman í sögu- heild, hafi þeir orðið að Ijóðabrotum í sundurlausu máli. Kannski ber ekki að skilja orð skáldsins þannig, að þættirnir hafi sjálfkrafa orðið að ljóðabrotum, heldur hafi hann unnið úr þeim Ijóð í 44 Birtingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.