Birtingur - 01.01.1962, Síða 62

Birtingur - 01.01.1962, Síða 62
sér til hjálpræðis hérnamegin . . . Skáldskapur ætti að stuðla að góðæri. Særíngar særínganna vegna eru fáránlegar, listin fyrir listina sömu- leiðis. Það er einginn óvirkur skáldskapur til“. Lítum þá í Prédikarann. Hann skiptist í þrjá hluta: í tveimur sögur og ævintýri, ljóð í hinum þriðja, nokkurn veginn jafnt af hvoru að síðutali. Ljóðakaflinn nefn- ist Krónur undan snjónum. „Á morgun koma krónur undan snjónum/verðlausar krónur undan snjónum skál“, segir í einu Ijóðanna. í Ijóðagerð er höfundur sjálfum sér sam- kvæmur frá fyrri bókinni: Orð eru tæki til að breyta heiminum hafa endaskipti á endemum umhverfisins (Orð) Þetta eru mestan part umskriftalausar yrkingar, býsna vísindalegar og konkret: Ég elska þig af öllum kirtlum og öllu rafmagni í taugum mínum og heilaberki (Ástarjátning) Jón Helgason yrkir: ,,Lestin brunar, hrað- ar, hraðar/húmið ljósrák sker“. En: Sjónarmið fagurkerans er annað en tæknikerans: Lestin er risavaxinn tóbaksbrúnn skröltormur sem hefur feingið fylli sína af mannakjöti og dritar því þarsem honum sýnist (Kopenhagen-W ien) Enga rómantíska orðavellu um goðumlíka höfuðsnillinga, herrar mínir. Lítið fremur á veraldlegt amstur þeirra: Hinn mikli Bach sem samdi fegurst lögin tuttugu og tveggja barna faðir í mannheimum er blánkur Hinn mikli Bach sem sveikst um að kynda í kirkjunni hlustaði á hrinur barna sinna horfði á þau stíga við stokkinn hjálpaði til við bleyjuþvottinn kom þeim flestum á legg er blánkur (Bach) Degi er mikið í mun að koma vitinu fyrir önnur skáld sem vonlegt er, því „hvað má höndin ein og ein“: Alltof leingi höfum vér elt feigðarglott kallsins í túnglinu mænt á sultardropann á nefi hans Félagar skáld kokkálar hættið að syrgja glataðan meydóm mánagyðjunnar Veitið lífi inní skynsemi yðar svoað skynsemi yðar verði lifandi Veitið skynsemi inní líf yðar og líf yðar mun verða skynsamlegt Veljið yður sólina að leiðarstjörnu (Til úngra skálda) Dagur Sigurðarson hefur greinilega mik- ið lært af Majakovskí, eða heillazt af for- dæmi hans, væri kannski réttara að segja. Verri meistara hefði hann getað valið sér. En hvað sem síðar kann að verða, virðist mér liafa farið eins um þau ljóð, sem Dagur hefur ort til þessa, og allan þorra þess nytjakveðskapar sem ég hef komizt í kynni við: að skáldskapurinn hafi farið forgörðum vegna of ríkrar um- hyggju fyrir notagildinu; en við það guf- ar notagildið reyndar einnig upp. Ég dreg mjög í efa, að orð hans fái áorkað, að „hús standi á burstum sínum/tré teygi rætur til himins“, nema þá í hæsta lagi kramarhús og jólatré. 5G Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.