Birtingur - 01.01.1965, Blaðsíða 12
niður í kokið og læra að tyggja upp á dönsku. Þennan draug verður
8 að kveða niður: „íslendingar viljunr vjer allir vera.“
Trúin á landið hefur beðið háskalegan hnekki vegna hinnar skamm-
sýnu ágirndar erlends valds, að draga allan arð, sem hönd á festir,
austur um haf og gera þjóðinni ókleift að nýta kosti landsins. Þar
hefur þó upplýsingin rnikið um bætt. Fyrir það ber henni eilíft lof,
þótt postular hennar bæru litla virðingu fyrir skáldskap og fegurðin
væri þeim lokuð bók. Reyndar er það ekki heldur nema lrálfur sann-
leikur. Eggert Ólafsson, vorboðinn glæsilegi, hafði glöggt auga fyrir
hvoru tveggja. Og einhver draummaður hvíslaði Konráði í eyra:
„Landið var fagurt og frítt,
og fannhvítir jöklanna tíndar,
himininn heiður og blár,
9 hafið var skínandi bjart.“
Var það Eggert, höfuðskáld upplýsingarinnar, stiginn saltdrifinn upp
af bárum til að gerast guðfaðir rómantísku stefnunnar í íslenzkum
skáldskap?
Málið er hörmulega leikið, dönskuskotið og skemmt allt að rótum.
Þó að þær raddir séu reyndar þagnaðar, sem fyrir mannsaldri eggjuðu
hreinlega til að leggja niður íslenzka tungu og taka upp dönsku í stað-
inn, mega embættismennirnir heita óskrifandi og ótalandi á íslenzku,
jafnvel kvæði skáldanna, einkum rímnaskáldanna, eru morandi í mál-
leysum, bögumælum, hortittum, dönskuslettum og vitleysum. Hér verð-
ur að taka til höndum, því að sjálft þjóðernið er „einkanlega . . . fólgið
10 í málinu.“ Einnig í þessu efni hefur Eggert varðað veginn, bent á sjálfar
uppsprettulindirnar: málið á fornsögum og talmál alþýðu í sveitum
11 landsins. „Vjer viljum vernda mál vort og þjóðerni.“
12 „. . . farvegur málsins er hugur þjóðarinnar, sem talar það og ritar.“
10
Jónas Hallgrímsson.
Málverk eftir Jóhannes Sv. Kjarval