Birtingur - 01.01.1965, Side 85
VIÐLÖG O G VÍSUR
Lilja er blá, en rauð er rós,
rétt mega allir skilja.
Gakktu í valið, giftu kjós,
gæfan mun það vilja.
Dygðir ylja eins og rós og lilja.
Fagurt galaði fuglinn sá
forðum tíð í lundi.
Listamaðurinn lengi þar við undi.
Nær mun ég þann mann
hér á landi fá
sem mér lætur rauðan hring
af gullinu slá?
Gef eg mitt ekki kærleiks ker
kaups fyrir neinum plógi
ellegar liind úr hendi mér
fyrir hundrað dýr á skógi.
Man eg til þín löngum,
menja fögur hrund.
Eg sá þig við æginn blá
um eina stund.
Muntu seint úr mínum huga líða.
Huganum vekjast harmar þá,
hugsa eg til þín löngum;
út ert þú við eyjar blá,
eg er setztur að dröngum.
Ástin mörgum eykur neyð
er ei njótast kunna.
Þó er mannlegt meyjunum að unna.
Bíddu mín við Bóndahól,
baugalofnin svinna.
Þar er skjól,
og þar vil eg þig finna.
Tvisvar sinnum til hef eg reynt
við tróðu gulls í vetur,
í þriðja sinni þá fór langtum betur.
Taki sá við dansi,
sem betur kann og má.
Hér víkur allur
minn hugurinn frá.
Því fór eg hingað,
hugði gleðina sýna.
Öllu skulum við angrinu týna.
Gunnlaugur háði geiraþing fyrir brúði.
Missti hann bæði lönd og líf,
lægis bál og þar með víf.
Helga en væna Hrafni jafnan trúði.
Ekki vildi hún Hallgerður hárið ljá,
þar lá Gunnars lífið á,
það var á örvaþingi,
betur unni Brynhildur Hringi.