Birtingur - 01.01.1965, Blaðsíða 84
og möguleika elektróniskrar tónlistar tókst
Stockhausen að meðhöndla fjölþætt skynsvið
tímans í heildarsamhengi. Hann breytti blæ
í rítma, tónhæð í blæ o. s. £rv. Form Kon-
takte og næstu verka Carré fyrir 4 kóra
og 4 hljómsveitir og Momente fyrir sópran,
4 kórgrúppur og 13 hljóðfæraleikara kallar
Stockhausen mómentform.
Móment er ekki afleiðing þess, sem á undan
er kornið, eða orsök þess, sem á eftir kemur,
ekki hluti ákveðinnar lengdar, heldur ein-
beiting á nútíðina, einhver persónulegur mið-
punktur, sjálfstæður hluti. Stockhausen hugs-
ar sér ekki tímann sem lárétta línu og eilífð-
ina þar sem þessi lína endar, heldur sem lóð-
réttan öxul, og með því að einbeita sér að
hverju augnabliki, sökkva sér í nútíöina yf-
irvinnur maður tímann og getur höndlað
eilífðina á hverju augnabliki.
Stockhausen er enn ungur að árum, á rnikið
starf fyrir höndum og á eflaust eftir að taka
miklum breytingum; hverskonar breytingum
er ómögulegt um að segja. Hann hefur nú
þegar unnið merkilegt starf og hlotið bæði
lof og last. Hann hefur valdið miklum um-
brotum, sem eiga sennilega eftir að breyta rás
þróunarinnar. En vér leggjum ekki söguleg-
an dóm á starf hans né verk, því „veröldin er
söngur, en við vitum ekki hvort hún er góður
söngur, því að við höfum ekki annað til sam-
anburðar“.
82
BIRTINGUR