Austurland - 15.12.1991, Síða 3
JÓLIN 1991.
3
Austurland
MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS
Utgefandi: Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi
Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Biamason,
Einar Már Sigurðarson, Smári Geirsson
og Steinunn Aðalsteinsdóttir
Ritstjóri: Elma Guðmundsdóttir (ábm.) © 71532
Ljósmyndari: Ari Benediktsson
Ritstjórnarskrifstofa: S 71750 og 71571 - Fax: 71756
Auglýsingar og dreifing:
Sólveig Hafsteinsdóttir S 71571, 71750 og 71930
Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar:
Egilsbraut8 • Pósthólf 75- 740 Neskaupstaður • S 71750 og 71571
AUSTURLAND er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða
Prentun: Nesprent
Jólaskemmtun
Lionsklúbbs Norðfjarðar
fyrir eldri borgara og öryrkja
verðurhaldin í Egilsbúðþann27. desembernk.
og hefst kl. 1430, húsið verður opnað kt. 1400
Óski fólk eftir akstri þá vinsamlegast hringið
f síma 71323 milli kl. 1300 og 1430
þann 27. desember
Sjáumst hress og kát
Með Lionskveðju
Lionsklúbbur
Norðfjarðar
Gleðileg jól
FARSÆLT KOMANDI ÁR
Þökkum viðskiptin á
árinu, sem er að líða
Atlas hf.
Ármúla 7 Reykjavík
Norðf irðingar - Mjófirðingar
Guð gefi ykkur öllum frið og fögnuð heilagra
jólahátíðar.
Við óskum ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum
hjartanlega fyrir ánægjulegar samverustundir á
liðnum árum.
Sjáumst á nýju ári.
Auður, Svavar og börn Þorlákshöfn.
Jólahugleiðing
Svartasta skammdegið hellist
nú yfir okkur. Hvert með sínum
hætti erum við farin að hugsa til
mestu hátíðar ársins, jólahátíð-
arinnar. Jólin eru vissulega sú
hátíð sem hvað mestan þátt á í
að létta okkur og lýsa upp þenn-
an myrkasta tíma ársins. Á jóla-
föstunni styttum við okkur
stundirnar með jólakökubakstr-
inum. Við njótum þess að láta
aðventukertin varpa notalegri
birtu um stofuna okkar. Jólin
gefa okkur tilefni til að gefa og
þiggja og hitta vini og ættingja.
Umfram allt njótum við þess þó
að fá hvíld frá amstri hversdags-
ins og eiga góðar stundir í faðmi
fjölskyldunnar.
Ef við erum spurð, af hverju
við höldum jól, höfum við svör-
in þá ekki á reiðum höndum?
Segjum við ekki við börnin: „af
því að Jesús fæddist á jólunum"
eða „litla Jesúbarnið á afmæli á
jólunum?“ Við sem komin erum
til vits og ára, höfum e. t. v.
einhvern tíma heyrt, kannski í
sjónvarpinu eða þá hjá prestin-
um, að jólin séu haldin hátíðleg
af því að á hinum fyrstu kristnu
jólum hafi Guð gerst maður?
Jú, vissulega vitum við, eða
teljum okkur a. m. k. vita, hvers
vegna við höldum jól. En hvað
eigum við eiginlega við, þegar við
segjum við börnin að „Jesús eigi
afmæli á jólunum?" Hvað eiga
þeir við sem segja að á jólunum
hafi „Guð gerst maður?“ Er þetta
ekki bara innantómt orðagjálfur
sem segir okkur sára lítið þegar
öllu er á botninn hvolft?
Heyrum nú stutta sögu sem
kann að svipta hulunni, þótt
ekki nema að litlu leyti sé, ofan
af leyndardómi þessarar mestu
kristnu hátíðar ársins, jólahá-
tíðarinnar.
Það var liðið langt fram á að-
fangadaginn. Sú stund nálgaðist
óðum er jólaklukkunum skyldi
hringt. Hann stóð við gluggann
og horfði út. Úti fyrir gnauðaði
napur norðanvindurinn og brátt
myndi myrkrið grúfa sig yfir
bæinn. Hroll setti að mannin-
um. Hann hugsaði með sér, að
best væri að sleppa jólaguðs-
þjónustunni í ár og vera heldur
heima í hlýrri, bjartri stofunni.
Þetta væri hvort eð er ekkert
annað en sama blaðrið ár eftir
ár. Hver í ósköpunum gæti trú-
að því að Guð, ef hann þá væri
til, hefði gerst maður? Þar sem
hann stóð þarna við gluggann,
varð honum litið niður í garðinn
sinn. Sá hann þar hóp snjótittl-
inga er norpuðu þarna í kuldan-
um í leit að æti. Þessi sjón snart
viðkvæman streng í brjósti
mannsins. Hann sótti vetrar-
frakkann sinn, greip poka með
fuglafræi og gekk út í kuldann.
Maðurinn opnaði upphitaðan
bílskúrinn og dreifði korninu
þar um gólfið. Fór hann síðan
inn aftur og hélt áfram að fylgj-
ast með snjótittlingunum. Þeir
nálguðust bílskúrinn, en hörf-
uðu strax undan og héldu áfram
að norpa úti í kuldanum. Mað-
urinn gerði þá aðra tilraun og
dreifði enn meira fræi um gólf
bílskúrsins. Allt kom fyrir ekki.
Fuglarnir voguðu sér ekki nærri
bílskúrnum. Maðurinn hugsaði
með sér: „bara að ég gæti talað
við fuglana og sagt þeim að
koma inn í hlýjuna, bara ef þeir
skildu mig“.
Þá hringdu kirkjuklukkurnar.
Nú rann upp fyrir manninum
ljós. Hann skildi allt í einu
leyndardóminn að baki jólun-
um. Hann skildi núna af hverju
Guð hafði orðið að gerast
maður. Til þess að koma inn í
okkar aðstæður, og til þess að
við mættum nálgast hann, gerð-
ist Guð einmitt einn af okkur. í
syni sínum Jesú Kristi, gerðist
Guð maður, maður rétt eins og
þú eins og ég. Þetta er leyndar-
dómurinn að baki jólahátíðinni.
Þetta eigum við að muna, þegar
við segjum við börnin, að „Jesú
eigi afmæli á jólunum". Jesús
var því ekki eins og hver annar
afburðasnjall leiðtogi eða
óskaplega meðvitaður siðferðis-
frömuður. Auðvitað var hann
þetta hvorttveggja. En þegar við
tölum um Jesú og boðskap hans,
þegar við sýnum börnunum
glansmyndirnar af litla brosleita
Jesúbarninu, megum við ekki
gleyma því, að bamið Jesús, að
maðurinn Jesús, var enginn ann-
ar en Guð í heiminn kominn,
kominn til þín og til mín.
Við vitum að heimurinn er
langt frá því að vera fullkominn.
Ófullkomleiki heimsins endur-
speglast í okkur sjálfum, í lífi
okkar, sem oft á tíðum leikur
okkur grátt. Þrátt fyrir þann
gleðigjafa sem jólin eru, reynast
þau þeim, sem um sárt eiga að
binda, oft ákaflega erfiður tími.
Ljúfsárar minningar sækja þá
e. t. v. meira á en ella. Vanlíð-
anin kann því að verða þyngri
eftir því sem birta og hamingja
eykst allt um kring.
Tilvera Guðs í heiminum, líf
Jesú Krists, var heldur engin
glanstilvera. Hann umgekkst
tollheimtumenn, konur, jafnvel
vændiskonur. Hann rétti út
hönd sína til hjálpar sjúkum,
fötluðum, útlendingum. Allt
voru þetta hópar, sem á dögum
Jesú voru fyrirlitnir, útskúfaðir,
rétt eins og við sjáum gerast enn
í dag, meira að segja í okkar
eigin landi. Sjálfur þoldi hann
þjáninguna eins og hún gerist
sárust, fyrirlitninguna í sinni
dýpstu mynd. Kvöl hans og
niðurlæging náði hámarki er
hann var deyddur á krossi eins
og hver annar ótíndur glæpa-
maður.
En Guð reisti son sinn upp frá
dauðum. Þannig sigraði hann
kvölina, dauðann. Hann þekkir
lífið í svörtustu mynd þess. Hann
þjáist með okkur, hann er ein-
mana með okkur og sorgmædd-
ur. Guð er alltaf með okkur. Með
vitneskjuna um sigur hans í far-
teskinu, er okkur gefin von. Sigur
Guðs gefur okkur kraft til þess
að berjast gegn misréttinu sem
hvarvetna blasir við, kraft til þess
að rétta þeim hjálparhönd sem
einmana eru, sorgmæddir eða
eiga um sárt að binda af einhverj-
um sökum.
En Guð er líka með okkur á
gleðistundum. Hann tekur þátt
í jólaundirbúningnum með
okkur. Hann hlær með okkur í
góðra vina hópi. hann finnur
smákökuilminn í eldhúsinu.
Hann gleðst yfir birtu aðventu-
ljóssins í stofunni okkar.
Um leið og við njótum þessar-
ar birtu, skulum við minnast
þess að Guð þráir að vera tneð
okkur og býður okkur að slást
í för með sér á lífsins leið. Þiggj-
um þetta boð hans.
Guð gefi okkur öllum gleöileg
jól. Séra Ingileif Malmberg
f
Oskum viðskiptavinum okkar
gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða
Gjörvi sf. Grandaskála, Grandagarði, Reykjavík