Austurland


Austurland - 15.12.1991, Side 5

Austurland - 15.12.1991, Side 5
JÓLIN 1991. 5 Hún barði að dyrum eitt kyrrlátt kveld með kvíða og spurn í augum. Með löngu kulnaðan æskueld óróleg, spennt á taugum. Hún spurði hvort ætti ég eitthvert ráð örvingian hjartans að sefa. Hún leit á mig næstum sem í náð nötrandi köld í efa. Mér vafðist auðvitað tunga um tönn við tregafullt andvarp heitt. Þó einlægni sorgar mér virtist sönn ég sáralitlu gat breytt. Hún mælti: Mín ógæfa er eigin sök og ástæðan: Göróttar veigar. Því aldrei var spurt um auðnunnar rök en allar vonirnar feigar. f... ,* V'ÍÓ Ein mynd mér geymd Og andvarpið hennar mitt hjarta skar en hollráð átti ég fá. Hún sagði: Af vegi svo brátt mig bar hve beisk var mér æskan þá. En harður og kaldur heimur var og heimtaði allt mitt pund. við óskum og þránt fékkst aldrei svar uns öll voru lokuð sund. Á burtu hún fór og bar með sér sín blæðandi hjartasár. Hún grét: Ég ein mínar byrðar ber og beisk eru harmsins tár. Þú hlustaðir á mitt óráðshjal en enga ég huggun fann. Því áfram glíma við skugga skal. Ég skelfist minn hugarrann. Hú kvaddi veröld eitt vímukvöld með vilja hún stytti för. í huga mér falla húmsins tjöld. Ég hafði ei nokkur svör. Og tregans samviska tekur völd nú tær er i huga geymd: F-inmana sál er kom um kvöld í kröm sinni og myrkri eymd. Hve vanmáttug oftast erum við í annarra sálarkvöl. Þó gjarnan vildum þar leggja lið og létta þrautir og böl. Við getum litlu til bóta breytt er btilvaldur herðir tök. Og krefur um fylgd til feigðar greitt þá falla.öll lífsins rök. Helgi Seljan. 1; Helgihald í Norðfjarðarprestakalli um hátíðirnar 15. desember: Aðfangadagur: Jóladagur: Annar jóladagur: Gamlarskvöld: Fjölskyldumessa kl. 1030. Fermingarbörn aðstoða. Lúsíuleikur krafcka úr barnastarfinu. Aftansöngur í Norðfjarðarkirkjukl. 1800. Hátíðarmessa í Norðfjarðarkirkju kl. 1400. Barnakór Nesskóla syngur í messunni. Skírnarguðsþjónusta kl. 1515. Messa á sjúkrahúsinu kl. 1030. Aftansöngur í Norðfjarðarkirkju kl. 1800. Prestur í þessari messu ersr. Þórhallur Heimisson. Ath.: Sætum verðurraðað upp í Safnaðarheimilinu þessa hátíðardaga og þar verður hægt að fylgjast með og taka þátt í athöfnunum. Sóknarprestur laugardaginn 14. desember og sunnudaginn 15. desember frá kl. 1800 Glæsilegt hlaðborð með miklu úrvali heitra og kaldra kjöt- og sjávarrétta Ágúst Ármann Þorláksson og Egill Jónsson leika aðventu- og jólalög fyrir matargesti Boröapantanir í síma 71321 - Verö kr. 1900 Börn 6-12 ára 1/2 verö - Frítt fyrir börn 6 ára og yngri «1 Stúkci Egiis rauðct laugardaginn 14. desember Trúbadorarnir Daníel og Einar halda uppi fjörinu til kl. 3°° Porláksmessa í Egilsbúð Hádegi kl. 12 - 14 Þorláksmessuskata Kvöld kl. 18-21 Pizza hlaðborð boreL NESKAUPSTAÐ r 71321

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.