Austurland - 15.12.1991, Side 11
JÓLIN 1991.
11
Á bernskuárum prentsmiðju og blaðs
Óskar Björnsson segir frá störfum sínum í Nesprenti
og kynnum af blaðinu Austurlandi á árunum 1951 -1953
Óskar Björnsson er Norðfirð-
ingur í húð og hár og hefur búið
í Neskaupstað nánast allt sitt líf.
Hann hefur fengist við ýmislegt
á lífsferlinum en í þeirri frásögn
sem hér fer á eftir greinir hann
frá störfum sínum í Nesprenti á
árunum 1951 - 1953 en á þeim
árum birtist einnig eftir hann
margvíslegt efni í vikublaðinu
Austurlandi. Pað er vel til fund-
ið að rifja upp sitt af hverju sem
gerðist á bernskuárum prent-
smiðjunnar og blaðsins en í ág-
úst sl. voru einmitt liðin fjörutíu
ár frá því að prentvélar Nes-
prents hófu að snúast og Aust-
urland hóf göngu sína sem viku-
blað. Gefum Óskari Björnssyni
orðið:
Tilkoma prentsmiðju
markaði tímamót
Pað þótti miklum tíðindum
sæta þegar Bjarni Pórðarson
stóð fyrir því árið 1951 að prent-
smiðja var keypt til Neskaup-
staðar. Megintilgangurinn með
prentsmiðjukaupunum var sá
að hefja útgáfu á prentuðu viku-
blaði sem yrði málgagn sósíal-
ista. Petta blað sem fékk nafnið
Austurland hóf aðkoma út í ág-
úst 1951 og hefur komið út
síðan.
I þann mund sem starfræksla
prentsmiðjunnar var að hefjast
bauð Bjarni Pórðarson mér að
starfa í henni sem aðstoðarmað-
ur prentarans. Ég þáði starfið
og gegndi því tvö ár eða svo og
ég verð að segja að þessi tími í
prentsmiðjunni er um margt
eftirminnilegur.
Störfin sem ég sinnti í prent-
smiðjunni voru fjölþætt. Ég
vann við samröðun, heftun og
fleira í þeim dúr en einnig fór
ég snemma að handsetja og ann-
ast prentun. Ég prentaði Aust-
urland á þessum árum og sinnti
einnig smáprenti í lítilli prentvél
sem prentsmiðjan átti. Pá rukk-
aði ég gjarnan fyrir prentsmiðj-
una.
Ég vann með tveimur prent-
urum í Nesprenti. Fyrsti prent-
arinn var Sverrir Jónsson og
gekk okkur ágætlega að starfa
Sverrir Jónsson.
saman. Sverrir var hrjúfur á
yfirborðinu og ómannblendinn
en í reyndinni var hann indælis-
drengur í alla staði og skarp-
greindur. Árið 1953 leysti
Ingvar Bjarnason Sverri af
hólmi og starfaði ég með Ingvari
skamma hríð. Ingvar var ger-
ólíkur fyrirrennara sínum.
Hann var opinn og glaðvær og
í reyndinni hinn skemmtilegasti
vinnufélagi.
Aðalþátturinn í starfi prent-
smiðjunnar fyrstu árin var setn-
ing og prentun Austurlands og
var setningin helsta viðfangsefni
þeirra Sverris og Ingvars. Mér
er afar minnisstætt þegar verið
var að prenta fyrsta tölublað
Austurlands sem kom út 31. ág-
úst 1951. Þegar við vorum ný-
byrjaðir að prenta blaðið bilaði
rafmagnsmótor prentvélarinnar
og við þurftum því að ljúka
prentuninni með því að hand-
snúa vélinni. Það var afar þungt
og erfitt að snúa vélinni með
höndum og skiptumst við Sverr-
ir á um að gera það ásamt
Bjarna Þórðarsyni ritstjóra. Við
fengum sár í lófana við þetta
verk og ég man að Bjarni vafði
rauða tóbaksvasaklúta um
hendur sér til að hlífa þeim.
Vélarnar í Nesprenti voru
keyptar gamlar og voru þær í
reyndinni heldur lélegar. Það
þurfti mikla natni við að halda
þeim gangandi og naut prent-
smiðjan oft hjálpar góðra og út-
sjónarsamra iðnaðarmanna í
bænum þegar bilanir herjuðu.
Samstarfið við Bjarna
Samskipti okkar prent-
smiðjumanna við Bjarna Þórð-
arson voru mikil. Bjarni var í
reynd framkvæmdastjóri Nes-
prents og eins var hann ritstjóri
Austurlands svo segja má að er-
indi hans í prentsmiðjuna hafi
verið af ýmsum toga.
Bjarni var hamhleypa til allra
verka og skrifaði Austurland að
langmestu leyti einn í hjáverk-
urn auk þess sem hann prófarka-
las blaðið og braut það um í
samráði við prentarann. Það var
gott að vinna með Bjarna og
alltaf afar líflegt í kringum
hann. Alltaf gat hann fyllt blað-
ið af áhugaverðu efni og ef vant-
aði efni í blaðið á lokastigi
vinnslunnar þá átti hann eilíf-
lega eitthvað í pokahorninu til
að skrifa um og það gerða hann
þá á staðnum.
Eins og fyrr segir bar Bjarni
Óskar Björnsson
Lífssaga
jjji
Skín sól
skyggni vex
þoka þétt
þýtur braut
öldur yggldar
óðum lægja
net nylons
ný liggja
nálgast nón
nokkuð dregið
vex veiði
veður síld
magnast myrkur
minnkar birta
netum náð
nú heim.
2.
Vetur víkur
vor kemur
fannir flýja
frost minnkar
óðum eflist
árgæzka
fé fæðir
fjöll blána
gras grænkar
grær jörðin
kvikt kvakar
kallar sumar!
heyr! haust
hrópa fuglar
syngja st'ðan:
sæll vetur!
3.
Helzt hregg
hríð dynur
hugsar heili
höfuð lamast
maður mæðist
minnka lungu
förlast fótum
fimt hreyfast
fjarar fjör
fölnar líf
augu eldast
engin glæta
hönd herpist
heilsa bilar
endar ævi
öllu lokið.
Ljóð þetta er ort um líkt leyti
og Óskar hóf að starfa í
Nesprenti.
ábyrgð á rekstri prentsmiðjunn-
ar og á erfiðum tímum hljóp
hann oft persónulega undir
bagga til að halda fyrirtækinu
gangandi. Kaupgreiðslur til
okkar starfsmannanna réðust
oft mjög af því hvernig gekk að
innheimta skuldir en ég man að
ég hafði um 2000 kr. í mánaðar-
laun á þessum árum.
Okkur Bjarna kom vel saman
og það var skemmtilegt að ræða
við hann um öll mál. Bjarni var
geysilegur íslenskumaður og
skrifaði góðan og kjamyrtan
texta en samt var hann alltaf til-
búinn að hiusta á ráðleggingar
okkar prentsmiðjumanna. i)
Leyndarmálið
Smásaga
Þegar frú Ebba heyrði lyklinum stungið í smekklásinn þaut
hún út í forstofuna.
„Góðan daginn. elskan", sagði hún og hljóp upp um hálsinn
á manni sínum.
Hann ieit undrandi á hana, svona móttökum var hann ekki
vanur.
„Flýttu þér úr frakkanum og komdu inn í stofu", sagði hún
glaðlega. „Ég þarf að segja þér dálítið“.
Hún hjálpaði honum úr frakkanum, en varð um leið litið
framan í hann í speglinum.
„Mér sýnist þú vera svo þreytulegur", sagði hún. Hún gat
samt ekki stillt sig um að brosa að sjálfri sér í speglinum, þar
sem hún stóð við hlið hans.
„En þú ert vel útlítandi", sagði maður hennar, og reyndi
að leyna gremju í röddinni.
O, það er bara ferðin til Stokkhólms, sent hefir haft þessi
áhrif á mig„, sagði hún hlægjandi og dró hann inn úr dyrunum
og inn I stofu þar sem hún settist á uppáhaldsstól sinn.
„En ef þú hefir haft of mikið að gera, eða eitthvað hefir á
móti blásið, mundu þá að gleyma því fljótt, því við höfum
enskt buff til miðdags. Svo er það líka þetta sem ég þarf að
segja þér en það er betra en alit heimsins buff. Geturðu getið
upp á því?“.
Hún leit brosandi á hann. Hann virtist ekki skilja.
„En ef ég segði þér að þetta er dálítið, sem þú hefir óskað
þér í öll þau fimm ár, sem við höfum verið gift, gætirðu samt
ekki getið upp á því?“.
Hann leit spyrjandi á hana. Það vottaði ekki fyrir skilningi
hjá honum.
„Nú, jæja“, sagði hún glaðlega, „karlmönnum geðjastekki
að geta“.
Hún settist í kjöltu hans og lagði handleggina um háls hon-
um og nálgaðist með litla rauða munninn að eyra hans.
„Nú skal ég hvísla þessu að þér, yndiö mitt“, sagði hún
hátt. „Ég er nteð barni. Ertu ckki glaður?“.
Hún strauk létt yfir hár hans.
„Ég varð fyrst viss um þetta í dag. Ég var hjá lækni og
hann sagði aö það væri ckki um að villast".
Hann þagði.
„Já, en þú ert ekki vitund glaður“, sagði hún vonsvikin.
„Ég hélt einmitt að þig langaði til að cignast börn, en þú ert
bara súr á svipinn".
„Ég hef líka verið hjá lækni í dag“, sagði hann scinlega.
„Eins og þú segir vil ég gjarnan eignast börn, cn ég fékk að
vita að ég gæti það alls ekki".
Sögu þessa þýcltli Óskur Björnsson og hirtist hún í Austurlandi.
Svo skringilega vildi til að Óskar hafði úður samið smúsögu um
núkvæmlega satna efni. Sú saga hefur aldrei hirst.
Ingvar fíjarnason.