Austurland - 15.12.1991, Síða 13
JÓLIN 1991.
13
Rúmlega 40 manna hópur var
mættur á bryggjuna á Seyðis-
firði að morgni 11. júlí, förinni
var heitið til vinabæjar okkar í
Færeyjum Sandavogs.
Uppistaðan í hópnum voru
ungmenni úr Þrótti ásamt far-
arstjórum.
Nokkur seinkun var á Nor-
rönu enda mikill fjöldi að ferð-
ast með henni þennan dag.
Af stað komumst við þó og
lagst var að bryggju í Þórsmörk
t' Færeyjum kl. 8 á föstudags-
morgni, eftir rólega ferð í góðu
veðri.
Er í land var komið tók á móti
okkur Sigurður Petersen skóla-
stjóri sem er einn af frumkvöðl-
um þessara heimsókna, sem nú
hafa staðið í 23 ár.
Fyrir okkur sem höfum staðið
í þessum samskiptum lengi og
vorum ekki að koma í fyrsta
skipti var þetta eins og að hitta
gamlan vin eða frænda.
Þarna var einnig Pétur Elías
en hann þekkja allir sem nálægt
þessum samskiptum hafa
komið.
Þegar fólk og farangur var
komið á land var lagt af stað til
Sandavogs í alltof lítilli rútu, en
hvað gerir það til þegar ungt
fólk ferðast með eftirvæntingu
um hvað komandi dagar bæru í
skauti sér. Ef til vill með vænt-
ingar um skemmtileg kynni sem
endast myndu ævilangt, kannski
hafa eftirvæntingarnar verið
aðrar en reyndin er sú að þessi
vinarbæjarsamskipti hafa hnýtt
þau vinabönd sem aldrei eiga
eftir að slitna.
Móttökurnar í Sandavogi voru
innilegar að vanda þótt ruðst væri
inn í hádegismat á flestum heim-
ilunum í þessum litla bæ. Allir
fundu að þeir voru velkomnir og
auðfúsugestir á Vestan-Stefnu,
en svo nefnast 3 daga hátíðahöld
sem þama fara jafnan fram hin
síðari ár, á þeim tíma sem við
komum í heimsókn.
Tvö undanfarin skipti sem við
inn frjáls til ráðstöfunar og flest-
ir kusu að rápa í búðir.
Síðdegis er svo stigið á skips-
fjöl á nýjan leik, eftir fimm og
hálfan sólarhring í þessu litla
landi þar sem fólk er hlýtt og
vinsamlegt og gestrisið með af-
brigðum og síðast en ekki síst
óstressað. Hópurinn stendur út
á þilfari og horfir yfir Þórshöfn
og vinkar til þeirra Sandavogs-
búa sem fylgdu okkur til skips.
(Einu sinni fylgdu nokkrir okk-
ur alla leið til Seyðisfjarðar).
Efst í huga allra er þakklæti
og svolítill söknuður, en í bland
tilhlökkun að koma heim. Allir
strengja þess heit að láta þessi
samskipti haldast áfram um ó-
komin ár.
Með þakklæti til frábærra
ferðafélaga.
Jóhann Tryggvason
Stúlkur úr Sandavogi sigruðu í kappróðrinum á stefnunni og líka
á Ólafsvökunni.
Jóhann Tryggvason
Vinabæjarheimsókn til
Sandavogs sumaríð 1991
Alls konar menninga- og
íþróttaviðburðir fara þá fram
ásamt tilheyrandi dansleikjum
og skemmtunum.
íþróttaviðburðirnir á Vestan-
Stefnu snúast að stórum hluta
um okkar íþróttafólk. Færey-
ingar eru miklir keppnismenn
og á stundum tapsárir en þegar
leik lýkur eru þeir eftir sem áður
jafn góðir vinir og gætum við
lært af því.
Aðal íþróttaviðburðurinn á
Vestan-Stefnu erþó kappróður-
inn og eigum við þar engan hlut
aðmáli. Þarerróið langt í öllum
flokkum karla, kvenna, pilta og
stúlkna. Þessu er lýst beint í út-
varpinu og fjöldi fólks horfir á
með ferðaviðtæki við eyrað,
enda er hér um að ræða síðustu
undankeppnina fyrir Ólafsvöku
og upphefðin er mikil að verða
krýndir Færeyjameistarar á
Ólafsvöku.
aði að leika við Tyrki í Gunda-
dal.
Þetta var góður dagur og í
kjölfarið kom svo þriðjudagur
að venju, síðasti dagurinn okkar
í Sandavogi að sinni. Tveirleikir
voru í knattspyrnu þennan dag
en um kvöldið héldu gestgjaf-
arnir okkur hina bestu veislu þar
sem skipst var á gjöfum og vin-
áttuböndin treyst enn frekar við
söng og spjall fram á nótt.
Snemma miðvikudags er
haldið til Þórshafnar og dagur-
höfum komið hafa Sandavogs-
búar verið einstaklega heppnir
með veður sem hefur gert það
að verkum að öll skemmtun
verður tilkomumeiri og glæsi-
legri en þeir höfðu þorað að
vona. Þeir eru jafnvel farnir að
kalla þetta „íslandera veður“.
Þann tíma sem Vestan-Stefna
stendur yfir tvöfaldast eða
meira íbúafjöldi þessa litla bæj-
ar og stemmning eins og á kjöt-
kveðjuhátíð, allargöturfullaraf Skipstágjöfumílokahófi, Jóhannis, KarlJóhannogJóiTryggva.
fólki ungu sem öldnu, því allir
taka í þessu virkan þátt.
Fallegir þjóðbúningar og
gallaklæðnaður blandast saman
en allir njóta þess sem upp á er
boðið og skemmta sér fram á
rauða nótt í litla tívolíinu sem
sett hefur verið upp í miðjum
bænum.
A mánudagsmorgni fer svo
bærinn að taka á sig mynd hvers-
dagsins enda þá bara heima-
menn og 40 íslendingar eftir og
íslendingarnir að fara í skoðun-
arferð til Kirkjubæjar og víðar,
sem endaði svo á landsleik í
knattspyrnu í Þórshöfn, í boði
Knattspyrnusambands Færeyja.
Hið marg umtalaða færeyska
landslið í knattspyrnu með
húfuklædda markmanninn ætl-
Smáauglýsing
BÆKUR: Stcfjabækur Ólafs Gísla-
sonar, Ncðribæ, Arnarf. NÝJAR ÁTT-
IR ’89, TYGIN NÝJU ’90 og EITTTIG-
IÐ NÝ ’91, fást í Kf. Eg., Ðókab. Hlöð-
um og Bókav. AB & ES Seyðisf. V. á
hók 750. Pönt.sími útg. 94-2253. ENG-
INN SEND.KOSTN. Yngsta kynslóðin hefur jafnan verið með í Fœreyjarferðum.
Vestan-Stefnan sett á íþróttavellinum í Sandavogi.
fjRÆmENÐUiQAiw
VJi > EFTIR JANE SMILEY
OGNÞRUNGIN ORLAGASAGA
ÚR BYGGÐUM ÍSLENDINGA
Á GRÆNLANDI
Bókaútgáfan
Hildur
AUÐBREKKU 4 - 200 K0PAV0GUR
SÍMAR 91-641890 0G 93-47757