Austurland


Austurland - 15.12.1991, Side 16

Austurland - 15.12.1991, Side 16
16 JÓLIN 1991. Ung kona frá Neskaupstað, Guðrún Kristín Einarsdóttir, er nýkomin heim frá Peking í Kína þar sem hún tók þátt í nokkurra vikna námskeiði í hinni æva- fornu lækningaaðferði Kín- verja, nálarstungulækningum. Ferðin til Kína var nokkurs konar lokapuntkur hjá Gunnu Stínu, eins og hún er kölluð í daglegu tali, en áður hafði hún stundað nám í eitt ár í sænska Akupunktur skólanum, sem veitir henni full réttindi til að stunda lækningar með nálar- stungum nánast alls staðar nema á íslandi m. m. k. enn sem kom- ið er. Austurland átti stutt spjall við Gunnu Stínu um þessi mál og fyrst var að sjálfsögðu spurt um tildrög þess að hún fór að læra þessar lækningar, ein fárra ís- lendinga sem hafa tekið þennan skóla, á meðan fjölmargir hafa farið á námskeið í þesum fræð- um en það er ekki sambærilegt. Óþarfa lyfjagjafir vöktu áhugann „Ég lærði röntgen-hjúkrunar- fræði í Svíþjóð og var starfandi þar þegar ég fór að hugsa um hvort ekki væri nú hægt að kom- ast hjá öllum þessum óþörfu lyfjum sem dælt er í fólk í tíma og ótíma og það er náttúrulega bara samkvæmt hefðbundnum læknavísindum. Égvar aðvinna á endurhæfingadeild fyrir aldr- aða og mér fannst alveg hræði- legt hve miklu dælt var í fólkið af lyfjum sem engan árangur var hægt að sjá af í alltof mörgum tilfellum. Og þá fer maður að spyrja sjálfan sig er ekki hægt að gera eitthvað annað. Fólkinu líður illa af öllu þessu lyfjaáti. Þarna hitti ég svo íslenska stelpu sem hafði mikinn áhuga á nálarstunguaðferðinni. Hún er hjúkrunarfræðingur og hún hafði komist yfir nokkrar grein- ar um nálarstunguaðferðina sem við svo lásum saman og það varð kveikjan að því að fara út í þetta. Þarna var um allt aðrar kenningar að ræða. Forvitnin sem vaknaði við þennan lestur varð að miklum áhuga svo ég lét skrá mig í skólann sem er viðurkenndur af sænska heil- brigðisráðuneytinu. Til að fá þar inngöngu verður að hafa lækna-, hjúkrunarfræði- eða ljósmóðurpróf og einnig fá sjúkraliðar inngöngu. Námið svarar til 40 punkta á háskóla- stigi. Við vorum 10 sem útskrif- uðumst að þessu sinni. Sem fyrr segir er skólinn viðurkenndur af sænskum heil- brigðisyfirvöldum og maður fær full réttindi til að stunda nálar- stungulækningar í Svíþjóð og einnig er prófið viðurkennt víð- ar í Evrópu og í Bandaríkjun- um. - En ekki á íslandi. Hér Norðfirskur nálarstungulæknir mega aðeins læknar stunda nál- arstunguaðferðina en þó er vit- að að örfáir sem hafa tekið námskeið í þessum fræðum eru að fást við nálarstungur oft af mikilli vanþekkingu.“ Hérlendis er til reglugerð um nálarstungulækningar og segist Gunna Stína nú ætla að tala við landlækni um þessi mál. Hún segist halda að íslenska reglu- gerðin sé ekkert frábrugðin þeirri sænsku, þannig að það eru læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sem mega stunda þessar lækningar að loknum til- skildum prófum og þá sam- kvæmt beiðnum frá læknum. og þeir voru alveg í sjöunda himni yfir að hafa fengið þetta tækifæri. Áður en konan var skorin var tveimur nálum 25 - Ferðin til Kína „Við vorum tvær sem fórum saman til Peking, ég og sænsk stelpa og eftir þá ferð má segja að mér finnist ég nánast vita minna heldur en í upphafi. Morgnarnir voru teknir í verk- legt nám, síðan kom hvíldartími og eftir hann tók bóklegi þáttur- inn við. Við vorum látnar taka þarna sjúklinga til meðferðar, en það höfðum við reyndar einnig gert í Svíþjóð. Þarna voru allir kallaðir doktorar og allt ákaflega virðulegt. Kínverj- ar sækja margt til þessarar lækningaaðferðar enda komin á hana mikil reynsla, aðferðin er yfir 5000 ára gömul. Það er mikill munur að stinga Kínverjana eða Vesturlanda- búa. Kínverjarnir eru svo róleg- ir og afslappaðir og þeir jafnvel fá sér smáblund á meðan nálarn- ar eru í þeim, svona um 20 mín- útur venjulega. Meðferðin tek- ur að jafnaði tíu skipti og þeir ætlast ekki til þess að fá bata eftir eitt eða tvö skipti sem því miður er alltof algengt hjá Vest- urlandabúum. Þetta er alveg einstakt fólk svo rólegt að það kvartar jafnvel ekki þótt það gleymist. Það kemur bara aftur næsta dag. Hver sjúklingur greiðir sem svarar tíu aurum fyr- ir hverja meðferð!“ Margvísleg notkun nálarstunguaðferðarinnar Flest höfum við heyrt af fólki sem hefur látið stinga sig til að hætta að reykja og við ofáti. Gunna Stína segir að stungurn- ar við reykingum og ofáti séu annars eðlis en við venjulegum sjúkdómum. Fyrst og fremst virki nálarnar á fráhvarfsein- kenni hjá þeim sem vilja hætta að reykja, dragi úr þeim og þær minnki matarlystina hjá ofætun- um, enda sé hér ekki um sjúk- dóma í þess orðs fyllstu merk- ingu að ræða. Vcstræn lækna- vísind geri alltaf skil á milli and- legs og líkamlegs ástands sjúkl- Hvernig varð nálarstunguaðferðin til? „Upphaf nálarstunguaðferð- arinnar má rekja til þess að fólk- ið á landsbyggðinni sem hafði enga læknisþjónustu fór að reyna að hjálpa sér sjálft. Það fór að finna þess ákveðnu Doctor Shen, einn frœgasti og virtasti nálarstungulœknirinn í Kína punkta og uppgötvaði að þegar og einnig í Evrópu. 30 cm löngum stungið niður sitt hvoru megin við nafla hennar, nálar voru settar að utanverðu í hnésbæturnar og að síðustu tvær nálar ofan við ökklana og við þær var tengdur vægur straumur. Síðan var skorið á milli nálanna í kviðnum og þarna lá konan hlægjandi án allra óþæginda. Þetta sögðu þeir að hefði verið stórfenglegri sjón en orð fá lýst. Nálarstungur eru ekki óalgengar við keisara- skurði í Kína. Kínverskir læknar sem læra nálarstunguaðferðina læra samhliða almenna læknisfræði og kona sem ég kynntist var að Ijúka ellefu ára námi með dokt- orsritgerð. Af þessum ellefu árum voru 6 í almennum lækna- vísindum og 5 ár í nálarstung- um.“ Mikill áhugi á nálarstungum hér á landi „Það er mikill áhugi á nálar- stungu hér á landi en á meðan þetta er ekki viðurkennd læknis- aðferð vinnur fólk að þessu á bak við tjöldin og það er í sjálfu sér mjög slæmt mál því oft er þetta gert af vankunnáttu. Ég man eftir tilfelli í Svíþjóð sem var mjög blásið upp. Þar hafði kona verið flutt í lífshættu á sjúkrahús eftirnálarstungu. Það hafði fallið saman í henni lungað. Það kom hins vegar aldrei fram í fréttunum að sá sem hafði stungið hana hafði tekið viku eða hálfsmánaðar- námskeið í aðferðinni og kunni lítið til verka. Allt sem viðkemur nálar- stungum er tengt náttúrunni og umhverfinu beint og óbeint. Orkubrautirnar eru sem fyrr segir 12, jafn margar og mánuð- ir ársins, orkupunktarnir eru taldir 365 jafn margir og dagar ársins og kínversku spekingarn- ir segja að veðráttan hafi mikið Guðrún Kristín Einarsdóttir. ingsins en í kínversku fræðun- um er þetta eitt. Þegar sjúkling- ur kemur til nálarstungulæknis fer hann yfir sjúkrasögu við- komandi og orsaka er leitað. Tveir sjúklingar með samskonar sjúkdóm fá oft sitt hvora með- höndlunina. En verður maður að hafa sérstaka trú á lækningum? „Nei alls ekki, þú læknast hvort sem þú hefur trú á þessu eða ekki. íslensk vinkona mín í Svíþjóð var orðin illa farin vegna það ýtti á þá linuðust verkirnir. Síðan hefur þetta þróast í gegn- um árin og nú er líkaminn al- gjörlega kortlagður þar sem orkubrautirnar 12 eru sýndar. Enn eru þó að finnast nýjir og nýjir punktar og í þessu eins og öðrum læknavísindum er sífelld framþróun. Nálarstungulæknar vinna á allt annan hátt en hefðbundnir læknar. Það dugar ekki að koma og segja ég finn til í hnénu og láta mynda það o. s. frv. Nálar- stungulæknirinn vill alla þína sjúkdómssögu og fyrst af öllu skoðar hann tunguna í sjúkl- ingnum þvf samkvæmt þeirra kenningu leiða allir sjúkdómar þangað. Þeir telja 12 púlsa, 6 í hvorri hendi og tekur það allt að 30 árum að ná fullum tökum á þeirri aðferð. Hver púls er með sinn takt og þeir færustu vita mikið um ástand sjúklings- ins bara með því að taka púlsinn." Keisaraskurður „Tveir af vinum mínum á Doctor Shen meðhöndlar barn. kölkunar í öxl og hreyfigeta handleggsins orðin mjög tak- mörkuð. Hún var búin að fara til margra lækna og fékk enga bót svo hún sagði við mig; „Það er best að láta þig reyna þetta, það er engu að tapa“. Eftir fyrstu meðferðina gat hún hreyft handlegginn mun meira en áður og í dag er hún öll önnur, en kölkunin í öxlinni er enn til staðar en hreyfigeta handleggsins er nú nánast eðli- leg. Þetta gerist vegna þess að orkuflæði líkamans er jafnað.“ námskeiðinu í Peking fóru og horfðu á keisaraskurð þar sem nálarstunguaðferðinni var beitt

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.