Austurland - 15.12.1991, Page 20
20
JÓLIN 1991.
Sveinn Sigurbjarnarsson
Mín fyrsta ferð
Grettir á leið á Grímsfjall, Örœfajökull í baksýn.
Hvíld að taka, finna frið
fjöllin bak við heima
við lóukvak og lœkjarnið
Ijúft er að vaka og dreyma.
Þessi vísa varð til hjá Hjalta
Péturssyni á Snotrunesi er hann
vaknaði og leit út úr tjaldi sínu
sem stóð á bakkanum við hjal-
andi lækinn í Loðmundarfirði
og fjallið Gunnhildur með út-
breiddan faðminn að honum
fannst.
Oft er maður hvíldinni feginn
er í áningastað er komið og yfir-
leitt fljótur að gleyma amstri
dagsins.
Ritstjóri blaðsins læddist að
mér og áður en ég vissi af var
hún búin að toga út úr mér lof-
orð að skrifa einhverja ferða-
sögu í jólablaðið, ég hlyti að
eiga nóg af þeim. Éguppgötvaði
mér til hrellingar að ég hafði
ekki frá því ég var í Alþýðu-
skólanum á Eiðum sett svona
línur á blað, ef frá er talin um-
sóknin um snjóbílsstyrkinn á
Oddskarðið til Samvinnunefnd-
ar samgöngumála á alþingi
haustið 1969. En það er nú upp-
hafið að bílaútgerð þeirri sem
rekin er í dag af Benna og
Svenna h.f.
Á þessum árum var Elli
Guðna fréttaritari f. sjónvarpið
og einhvern góðviðrisdaginn
kom hann með mér í snjóbíls-
ferð upp á Oddskarð og tók
myndir af gamla snjóbílnum
sem við byrjuðum með og komu
þær í fréttum af samgöngumál-
um Norðfirðinga veturinn 1970.
Vélin hjá Ella hefur líklega
snúist nokkuð hægt í kuldanum
sem var 14 - 16 gráður í mínus
því þegar hún var sýnd virtist
bíllinn komast á geysihraða og
kófið frá honum kaffærði hann
annað slagið. En einhversstaðar
sat maður sem Gunnar Jónsson
heitir og horfði á skjáinn og sá
strax að þarna var verkfærið
sem hann vantaði til að fara á
Vatnajökul að vori 1971 með
þyngdar- og þríhyrningamæl-
ingaleiðangri Orkustofnunar
ásamt öðrum bílum, sem ferða-
og jöklafarinn Guðmundur Jón-
asson átti og heitir annar Gusi
og hinn Rati. Þetta átti að vera
mánaðar ferð og áttum við að
fara héðan að austan og mæta
hinum á Grímsfjalli.
Undirbúningur var töluverð-
ur og síðustu dagarnir urðu svo
til samfelldir hjá okkur Óskari
Snædal tengdaföður mínum og
Jóni Ragnari mági mínum við
að útbúa bílinn en hann var 56
módel af Bombardiergerð og
hét Grettir, og átti að vera íbúð
með svefnherbergi, eldhúsi,
stofu og kældu búri ásamt svöl-
um með grindverki á toppnum.
Brottfarardagurinn rennur
upp um miðjan maí, leiðsögu-
maðurinn sem kom að sunnan
alvanur jöklafari um áraraðir
hét Hörður Hafliðason og á ég
honum margt að þakka því að
hjá honum voru óþrjótandi heil-
ræði og fróðleikur sem hann gaf
mér varðandi jökla- og fjalla-
ferðir, ég hafði varla farið á fjöll
(utan einu sinni í göngu meðan
ég átti heima í sveitinni), hvað
þá stigið á jökul.
Grettir er settur á vörubíl um
hádegið 14. maí og haldið til
héraðs, flugvélin lendir en með
henni var ásamt Herði, talstöðin
úr Gretti en hún var send í próf-
un til Landsímaverkstæðisins í
Reykjavík svo allt yrði nú í lagi
því þetta gat orðið langur túr.
Hún er sett í og prófuð, Gufu-
nesradió snjóbíll Grettir kallar,
yfir. Snjóbíll Grettir-Gufunes-
radió svarar, yfir. Já Gufunes
hvernig heyrir þú til okkar? Við
erum staddir á Egilsstöðum og
erum að prófa þessa stöð, yfir.
Snjóbíll Grettir - Gufunes,
þetta er í góðu lagi styrkur
sterkur og mótun góð, yfir.
Gufunes - Grettir það er gott
að heyra, þakka þér fyrir bless.
Grettir - Gufunes bless.
Við komumst í náttstað á
melunum innan við Bessastaða-
ána og kvöldið fór í það að
endurraða í Gretti og skipu-
leggja húsnæðið í bak og fyrir
og vorum við komnir í ró um
miðnættið.
Fuglar himinsins voru
snemma á fótum og sungu mikið
og fallega við árniðinn frá
Bessastaðaánni eins og hjá
Hjalta í Loðmundarfirðinum
forðum. Og töluverður ferða-
hugur var í okkur a.m.k. mér
og svaf ég því ekki lengi frameft-
ir, morgunmaturinn snæddur og
haldið á brattann upp frá Bessa-
stöðum eftir gömlu leiðinni er
lá um fjallið til Jökuldals aðal-
lega hestagötur en þó eitthvað
lagfærðar.
Þegar við nálgumst brúnina
fer að kafa í aur og bleytu og
töfðumst við nokkuð við þenn-
an farartálma enda bíllinn
drekkhlaðinn. Ekki tók betra
við er upp var komið því þar var
eins og fjörður yfir að líta allt á
floti í krapa og þurftum við að
krækja langar leiðir fyrir Sauða-
banalækinn. En við fórum ekki
nógu langt og vorum nærri
á jökul
komnir á bólakaf í bakkafullan
Iækinn sem var frekar saklaus
að sjá.
„Heyrðu Svenni ég held að
við verðum að leita okkur að
betra vaði hér“ sagði Hörður
þegar vatna fór inn á stofugólfið
hjá okkur.
Þegar það var búið og átti að
fara af stað aftur þá kom bara
klikk - klikk þegar svisslyklin-
um var snúið en ég vissi ekki þá
að það gat dugað a.m.k. á
snjósleða ef hann fór ekki í gang
að fara með faðirvorið afturá-
bak, en Hrafn á Hallormsstað
sagði að þetta hafi reynst sér vel,
svo við rifum startarann úr
þarna í krapanum en sáum ekk-
ert svo við gerðum krossmark
yfir honum og settum hann í aft-
ur og viti menn klikkið kom ekki
og Grettir í gang.
Nú fór að ganga betur er við
vorum komnir yfir á Miðheiðar-
hálsinn og héldum eftir honum
eins og hægt var en allsstaðar
voru krapablár en yfir þær urð-
um við að læðast á lítilli ferð og
náðum að Sauðafelli um klukk-
an 04.00 þ. 16. maí og tilkynnt-
um Gufunesradiói staðar-
ákvörðun og svissuðum stofunni
yfir í svefnherbergi og vorum
fljótlega komnir inn í drauma-
landið.
Þegar litið var út um svefn-
herbergisgluggann morguninn
eftir var svartaþoka og skyggni
innan við 200m. Ákveðið var að
halda áfram í Snæfellsskála eftir
morgunmatinn. En startaranum
hafði batnað við krossmarkið
daginn áður eða úrtökuna og
viti menn í gang eins og besta
vekjaraklukka og var það allan
túrinn.
Greinarhöfundur á þeim tíma
sem ferðin var farin.
Leiðangur sunnanmanna
hafði lagt af stað um svipað leiti
og við að austan og lék okkur
forvitni á að vita hvernig þeim
gengi tek ég því talfærið og kalla
á snjóbíl Gusa nokkrum
sinnum, ekkert svar og ekki
heldur frá Gufunesi enda ekki
von því styrkmælirinn hreyfðist
ekki á stöðinni og var því engin
útsending og við gátum alveg
eins kallað út um gluggann og
paufuðumst því áfram í þokunni
að Snæfellsskála og áfram í
gegnum Þjófadalinn að
Eyjabakkajökli rétt utan við
Krikalónið og tókum þar
náttstað. Tekin var törn á tal-
stöðinni og hún rifin úr og
opnuð, þar blasti við mikið vír-
averk og lampadót sem hvorug-
ur okkar bar skynbragð á og var
henni lokað aftur og sett á sinn
stað.
Að morgni 17. maí var sama
þokan en aðeins úrkomuvottur
úr suðri og örlítill vindur. Þegar
leið á morguninn birti örlitið og
við tökum stefnu á jökulinn og
ætlum að láta slag standa og
keyra eftir kompás og korti.
Einhver hafði stungið að mér
litium SILVA kompás sem hékk
í bandi um hálsinn á mér og ieið
mér betur með hann þar þótt ég
kynni lítið með hann að fara, en
Hörður bjargaði mér út úr þessu
eins og mörgu öðru, hann dró
upp úr pússi sínu gamlan báta-
Flotinn á Grímsfjalli, hluti af áhöfninni en leiðangursstjórinn lengst
til vinstri.
Hörður og Guðmundur að tanka bílana.