Austurland


Austurland - 15.12.1991, Qupperneq 25

Austurland - 15.12.1991, Qupperneq 25
JÓLIN 1991. 25 Viðskiptavinum okkar fjær og nær sendum við hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem erað líða Plastbönd hf. Neskaupstað Gleðileg jól GOTT OG FARSÆLT KOMANDI ÁR Þökkum ánægjuleg viðskipti á árínu sem er að líða Flugleiðir Umboðið Neskaupstað Alþýðusamband Austurlands sendir Austfirðingum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár Trillukarlar Bókaútgáfan Líf og saga hef- ur gefið út bókina Trillukarlar í ritstjórn Hjartar Gíslasonar blaðamanns. í kynningu á bók- inni segir m. a. Trillukarlar eru merkilegir menn. Sumir segja þá sérstakan „þjóðflokk" og í umræðum á Alþingi fyrir nokkr- um árum voru þeir kaliaðir frekj uhundahópur. í þessari bók segja 9 triliu- karlar frá lífi sínu og starfi. Jafn- framt því að segja frá glímu sinni við Ægi konung og kvóta- kerfið slá trillukarlarnir á létta strengi og krydda frásögn sína með sögum af skemmtilegum atvikum og litríkum mönnum. Einn þeirra 9 sem segja frá í bókinni er Hjörtur Arnfinnsson trillukarl í Neskaupstað og fer hér á eftir smá kafli úr frásögn hans. Fyrsta sjóróðurinn fór ég að kvöldi fermingardagsins. Þá fór ég með bróður mínum á trillu í hálfgerðan bræluróður. Þarna fékk ég fyrst að kynnast sjóveik- inni sem reyndar hefur alltaf hrjáð mig en þessi fyrsti róður var ekki merkilegur að öðru leyti. Ég minnist þess að morg- uninn eftir gekk ég til altaris en það mun hafa verið hefð hjá fermingarbörnum á þessum tíma. Þetta reyndist afar erfið altarisganga því ég var alls ekki búinn að jafna mig eftir róður- inn og veikindin sem honum fylgdu. Fermingarsumarið fór ég síðan á síld á Gullfaxa NK en Þorleifur Jónasson var skip- Hjörtur Gíslason. stjóri á honum. Ég var ráðinn sem hálfdrættingur og var held- ur betur rogginn þegar fyrst var látið úr höfn. En glansinn fór fljótt af síld- arsjómennskunni. Sjóveikin herjaði og eftir viku þegar áhöfnin var orðinn hrædd um að ég dræpist var ég settur í land á Raufarhöfn. Þetta var bölvuð niðurlæging og ég var í marga daga að jafna mig en var heppinn, lenti hjá góðu fólki og réði mig í vinnu á síldarplan á Raufarhöfn. Á þessu plani starf- aði ég allt þetta sumar og það næsta og hafði gott af. Stað- reyndin er sú að á yngri árum ætlaði ég ails ekki að gera sjó- mennsku að lífsstarfi og getur vel verið að sjóveikin hafi þar haft sitt að segja. í sannleika sagt stefndi ég að því að verða smiður en erfitt reyndist að komast í slíkt nám og því fór sem fór. Hitt er svo annað mál að í dag er ég alsæll með hlut- skipti mitt í lífinu og hef aldrei séð eftir neinu sem tengist sjó- mannsferlinum. Gleðileg jól OG FARSÆLT KOMANDI ÁR Þökkum Austfirðingum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða CJ HÓTEL VALASKJÁLF Hársnyrtistofa Maríu Guðjónsdóttur Hrafnsmýri 1, Neskaupstað S* 71850 óskar viðskiptavinum sinum Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þakklæti fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.