Austurland


Austurland - 15.12.1991, Qupperneq 26

Austurland - 15.12.1991, Qupperneq 26
26 JÓLIN 1991. Bamaefni Ljósm. AB Jólahvolpurinn Einu sinni var hvolpur, sem átti heima í götusundi rnilli steinveggja. Hann borðaði allt ætilegt, sem hann náði í og fann í sundinu, og svaf í tómum kassa. - Þetta er ágætt rúm, sagði litli hvolpurinn nægjusamur. En einn morguninn vaknaði hann hríðskjálfandi, því að það var svo kalt í kassanum. Honum heyrðist norðanvindurinn hrópa: - Farðu á fætur, hvolpur, farðu á fætur. Nú er veturinn kominn og þú verður að finna þér hlýrra heimili. - Það er nú einmitt það sem ég ætla að gera, gelti hvolpurinn og skaust út úr kassanum. - Nú er aðfangadagur jóla, og ég vil helst fá gott heimili í jólagjöf. Síðan hljóp hann út úr götu- sundinu í leit að nýju og hlýju heimili. Skammt frá sá hann nokkra drengi vera að hnoða snjókúlur og kasta þeim. - Hver vill fá jólahvolp? kall- aði hann til þeirra. Drengirnir hlógu aðeins að honum og héldu áfram að kasta snjókúlum. Ein kúlan hitti litla hvolpinn, svo að hann féll og veltist í snjónum. Hann skreidd- ist þó fljótlega á fætur og hélt áfram ferðinni. - Ég hélt, að drengjum þætti gaman að hvolpum, hugsaði hann vonsvikinn. í sama bili kom norðanstorm- urinn þjótandi fyrir húshorn. Hann feykti til hárinu á baki hvolpsins og lék sér að eyrum hans um stund, en sagði síðan hlæjandi. - Já, það er rétt, drengir hafa gaman afhvolpum. En þeirhafa líka gaman af að kasta snjókúl- um. Og norðanvindurinn feykti hvolpinum til eins og hann væri bolti, og þá sá hann mann sitja á bekk skammt frá. Hvolpurinn hljóp í áttina til hans, en í sama bili reis maðurinn á fætur og gekk brott. Þegar hvolpurinn reyndi að elta hann, sneri mað- urinn sér við og sagði: - Nei, hvolpur litli, þú mátt ekki fara með mér. Ég á ekkert heimili heldur. - Aumingja hvutti, hvæsti norðanvindurinn við eyra hans. Næst hljóp hvolpurinn ti! pósts, sem hann sá á gangi með stóra pósttösku fulla af bréfum og blöðum á öxlinni. - Farðu burt, hvolpur, sagði pósturinn. Ég get ekki annast þig, því að ég hef þegar meira en nóg á minni könnu. Næst feykti norðanvindurinn hvolpinum út á svellað og hált stræti. - Margt fólk á of annríkt með böggla sína og áhyggjur til þess að sinna litlum hvolpum, sagði stormurinn og kastaði honum að fótum lögreglumanns. - Hvað ert þú að gera þarna hvutti litli? sagði lögregluþjónn- inn. Farðu burt áður en ekið verður yfir þig. Hann tók litla hvolpinn og lét hann upp á stóran snjóskafl við húsvegg. Þar varð hvutta enn kaldara en áður. Nú var farið að rökkva, og ljósin voru kveikt í búðarglugg- unum. Fólkhraðaði sérfram hjá með fangið fullt af bögglum, en enginn virtist taka eftir hvolpin- um. - Allir eiga svo annríkt, að þeir mega ekki einu sinni vera að því að líta á mig, sagði hann við sjálfan sig. En allt í einu kom lítil stúlka hlaupandi til hans. - Ó, mamma, hrópaði hún. - Líttu á þennan fallega hvolp. Megum við ekki fara með hann hcim? Hjartað í hvolpinum hoppaði af gleði, en sú kæti stóð ekki lengi, því að konan sagði: - Hann mundi aðeins rífa allt og tæta í brúðuhúsinu þínu og slíta skrautiö af jólatrénu. Láttu hann eiga sig. Litla stúlkan hljóp aftur til móður sinnar, og mæðgurnar hurfu í hríðarfjúkið. Piparkökurnar skreyttar. Norðanvindurinn hvein í eyr- um hvutta. - Já, fólkið á allt of annríkt til þess að sinna hvolpum, sagði stormurinn og nísti litla hvolp- inn frostfingrum sínum, svo að hann stökk af skaflinum og hljóp inn í fólksþvöguna, skaust milli fóta manna og reyndi að vekja athygli á sér. En enginn virtist sjá hann. Hann sá mörg börn á þönum milli búðarglugg- anna að skoða leikföng. - Ég vona, að ég fái svona járnbrautarlest í jólagjöf, hróp- aði lítill drengur. Og lítil stúlka andvarpaði: - Ég óska mér helst svona stórrar og fallegrar brúðu. - Voff, voff, gelti hvolpurinn. - Vill enginn fá mig í jólagjöf? En stormurinn var sá eini, sem, svaraði honum. - Uss, þetta er ekki til neins. Flest fólk á allt of annríkt til þess að sinna hvolpum. Vindurinn rak hvolpinn áfram eftir götunni. Hann reyndi að skjótast inn um opnar húsdyr, en vindurinn hrakti hann burt frá þeim. - Ekki hingað, sagði hann hryssingslega. - Fólkið hérna á hund, tík og fimm hvolpa. Það vill ekki fleiri. Stormurinn hrakti hvolpinn fram hjá lögreglustöðinni ogyfir járnbrautarteina beint fram fyr- ir stóra járnbrautarlest, sem kom æðandi og virtist hrópa: - Sjáið mig, farið frá! Og vindurinn rak hvolpinn út í sveit. Þá var orðið dimmt og langt á milli húsanna. Hvutti varð að kafa djúpa fönn. - Hamingjan hjálpi mér, hugsaði hann. - Ef ég finn ekki fljótlega einhvern, sem vill hafa hvolp, líða jólin án þess að ég eignist hlýtt heimili. - Reyndu þá að komast úr sporunum, hvein vindurinn og feykti eyrunum á hvolpinum fram fyrir augu hans. Hann hljóp yfir brú og niður hæð. Hann hljóp fram hjá nokkrum húsum, þar sem ljósin frá jólatrjánum skinu út um gluggana. Hann sá reyk leggja upp úr reykháfnum og vissi að verið var að elda jólamatinn. Loks sá hann lítið, dökkt hús álengdar. Þar voru engin ljós í gluggum og ekkert jólatré í stof- unni. - Farðu inn í þetta hús, hvutti, sagði vindurinn. - En viljir þú verða jólagjöf, verð- urðu að hafa silkiband um hálsinn. Og í sama bili feykti vindurinn rauðu silkibandi til hans. Síðan hló hann háðslega og þaut brott. Hvolpurinn greip rauða silki- bandið í munn sér og herti hlaupin heim að húsinu eins og hann gat. Endar bandsins dróg- ust í snjónum báðum megin við hann og mynduðu för eins og sleðaslóð. Hvutti gelti eins hátt og hann gat við dyrnar og krafsaði í hurðina, en enginn kom til dyra. - Líklega er enginn heima, andvarpaði hann. En hann var orðinn of þreytt- ur á þessum hlaupum til þess að leita sér að öðru heimili. Hann snerist því nokkrum sinnum í snjóskaflinum við dyrnar og reyndi að búa sér til ofurlítið hreiður, sem veitti honum skjól fyrir storminum. En þegar hann var að leggjast þarna fyrir, féll snjóskriða yfir hann ofan af húsþakinu. Snjór- inn huldi hann alveg, svo að ekkert stóð upp úr nema annar endinn á rauða silkibandinu. - Hér frýs ég í hel, hugsaði hvolpurinn. - Ég mun aldrei lifa það að verða jólagjöf. Ég mun aldrei eiganst heimili. Brátt heyrði hann raddir fólks, sem nálgaðist húsið. Hann heyrði lítinn dreng segja: -Mamma. Jólasveinninn hef- ur komið meðan við vorum burtu. Sjáðu sleðaförin. - Ég held, að þetta séu ekki sleðaför, sagði hún þreytulega. - Ég bjóst ekki heldur við því, að jólasveinninn tæki á sig krók til þess að koma alla leið til okkar. En litli drengurinn var alveg viss um, að þama hefði merkileg- ur gestur verið á ferðinni og ein- hver töfraatburður gerst. Hann hljóp á undan heim að húsinu. Og þá sá hann rauða bandend- ann standa upp úr snjónum. Hann tók í hann og sópaði snjón- um frá, og þá kom hvolpurinn í ljós, dofinn í fótum af kulda. Drengurinn tók hvolpinn upp og sýndi hann mömmu sinni. Síðan stakk hann þessum skjálfandi hnoðra undir jakkann sinn til þess að ylja honum. Móðir hans brosti og flýtti sér til drengsins. Hún lagði hand- legginn um herðar sonar síns, og augu hennar ljómuðu eins og ljós á jólatré. - Já, þú fékkst þá jólagjöf, þrátt fyrir allt. Þetta er jóla- hvolpurinn þinn. Hvutti reyndi að veifa kulda- dofnu skottinu og hreyfa eyrun vinalega. Nú hló vindurinn hátt og glað- lega. - Já, það er til fólk, sem gleðst af því að fá hvolp í jólagjöf, en það er ekki á hverju strái. Ogsvo rauk hann burt. Úr bókinni Beðið eftir jólunum. Foreldrar og börn ú bökunardegi Sólvallu í Neskaupstað. Ljósm. AB

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.