Austurland - 15.12.1991, Page 27
JÓLÍN 1991.
27
Við búum til jólasvein
Fallegast er aö nota rauðan
glanspappír í þennan jólasvein.
Pú þarft ekki að fara nákvæm-
lega eftir myndunum, sem fylgja
hér, og stærðina getur þú haft
eftir pappírnum, sem þú átt. í
sjálfan jólasveininn þarftu hálf-
an hring, eins og mynd 1 sýnir.
Þú límir hann saman þannig að
hann myndi keilu (mynd 2).
Mynd 3 er andlitið, sem þú
teiknar á hvítan pappfr og límir
á keiluna, ofurlítið neðan við
toppinn, eins og sést á mynd 8.
Myndir 6 og 7 eru handleggirnir.
Þeir eru búnir tii úr rauðum
pappír, en bómull límd utan um
úlnliðina. Límdu nú handlegg-
ina á þar sem þú álítur að axlirn-
ar eigi að vera.
Myndir 4 og 5 eru stígvél, gerð
úr svörtum pappír. Þau límir þú
inn undir keiluna og framan og
brettir upp tærnar. Nú er aðeins
eftir að líma bómull á nokkra
staði: á toppinn, það á að vera
dúskur á húfunni, allt í kring að
neðan, kringum andlitið, og loks
er notuð bómull í skegg. Ef þú
vilt gera meira fyrir jólasveininn
þinn, getur þú búið til skíði neö-
an í stígvélin hans og stungiö
skíðastöfum í hendurnar á
honum. Einnig mætti líma poka
á bakið á honum.
María og jólasveinninn
Einu sinni var lítil stelpa sem
hét María. Hún var sex ára og
átti heima í pappakassa með
mömmu sinni, það voru að
koma jól en mamma Maríu átti
enga peninga til að kaupa jóla-
gjafir.
Svo rann aðfangadagur upp.
Enn hafði mamma Maríu enga
peninga.
Þegar María vaknaði sagði
mamma hennar að jólasveinn-
inn kæmi með jólapakka seinna
í dag, en hann kom aldrei. Þegar
María fór að sofa, sagði hún við
mömmu sína: „Hann hefur
gleymt mér“. Nei hann gleymdi
þér ekki, hann hugsar til þín.
María sofnaði ánægð yfir því að
jólasveinninn hafði ekki gleymt
henni. Og þegar María vaknaöi
daginn cftir lá pakki frá jóla-
sveininum við hliðina á henni.
Þaö varfallegdúkka . . . !
Anna Karen Símonardóttir