Ingólfur - 17.06.1965, Blaðsíða 3

Ingólfur - 17.06.1965, Blaðsíða 3
17. júní 1965 INGÓLFUR 3 Sigurður Líndcsi: Að hafa vit Þegar einhver tekur sér fyrir hendur að gagnrýna útbreidda og viðtekna háttsemi í þjóðfélaginu, er það oft tekið óstinnt upp, eink- um ef um leið er hróflað við rót- grónum falshugmyndum og hefð- bundnu makræði landslýðsins. Er málið oft afgreitt með því, að nú ætli hlutaðeigandi sér að fara að hugsa fyrir landslýðinn, — hafa vit fyrir honum og þar látið stað- ar numið. Slíkir málshefjendur eru gjarnan sakaðir um það, að lifa undir kjörorðinu: „Vér einir vitum“ og telja sig þess umkomna að leggja öðrum lífsreglurnar. Þetta er sem sagt talin ósvinna, lýsa ofmetnaði, hroka og jafnvel einræðishneigð, enda er sú skoð- un almennt ráðandi hér á landi í blöðum, útvarpi og á málþing- um — opinberlega viðurkennd — ef svo má segja, að fólkið eigi sjálft að ráða málefnum þjóðfé- lagsins og taka ákvarðanir í sam- ræmi við það, sem vilji þess segi til um, enda kunni hver og einn og þar með allur fjöldinn bezt að meta, hvað honum sé fyrir beztu. Er helzt að skilja, að hlutverk forystumanna þjóðarinnar sé það eitt að framkvæma þegar til orð- inn vilja fólksins. Rétt er að taka það strax fram, að öll atriði, sem lúta að því, hver raunverulega taki ákvarðanir í þjóðfélaginu og hafi úrslitaáhrif, eru býsna flókin og því ekki að vænta að þeim verði gerð hér nein fullnaðarskil. Þar sem hins vegar þessari skoðun, — að fólkið eigi að ráða og ótilhlýðilegt sé að „hafa vit fyrir“ því, eins og það er kall- að, — hefur mjög verið haldið á loft í umræðum, sem undanfarið hafa hér orðið um sjónvarpsmál, af formælendum hins erlenda sjón- varps, virðist nauðsynlegt að í- huga lítillega hvað það feli í sér að fólkið ráði eða eigi að ráða. ★ I sérhverju nútímaþjóðfélagi er starfandi mikill fjöldi sérfræðinga á flestum sviðum. Um það verður naumast deilt, að hlutverk þess- ara manna allra sé á einn eða ann- an hátt að „hafa vit fyrir“ mönn- um. Ef menn veikjast, leita menn læknis og láta hann „hafa vit fyr- ir“ sér um það, hvernig öðlast cigi bata. Ef ágreiningur kemur upp eða menn þykjast órétti beittir, leita menn lögfræðings og láta hann „hafa vit. fyrir“ sér um lausn hlutaðeigandi máls. Ef menn ætla að leggja út í verklegar fram- kvæmdir, leita menn til verkfræð- inga og annarra tæknimenntaðra manna og lúta forsjá þeirra um tilhögun framkvæmda — láta þá „hafa vit fyrir“ sér. — Allt þykir þetta sjálfsagt og eðlilegt. Það getur því með engu móti verið hneykslunarefni, þótt „haft sé vit fyrir“ mönnum sem einstakling- um. En á þá eitthvað annað við, þegar kemur að málefnum alls þjóðfélagsins? Þegar sú staðreynd er höfð í huga, að þau eru oftíega mjög flókin og injög örlagarík, þá virðist engin ástæða til að ætla slíkt. Mikilvægi þeirra þarf ekki að fjölyrða um, en undirstrika ber, að þau cru jafnaðarlega svo flók- in og margþætt, að allur þorri manna fullnægir ekki þeim þekk- ingarforsendum að geta tekið sjálfstæða afstöðu til þeirra svo að gagni komi. Jafnvel þótt menn hefðu næga þekkingu til að bera, mundu fæstir hafa þau gögn í liöndum, að unnt væri að taka slíka afstöðu, og jafn- vel þótt bæði þekking og nægileg gögn væru fyrir hendi, mundu fæstir hafa tíma til að kynna sér þau svo rækilega, að þeir gætu sjálfir tekið sjálfstæða afstöðu, nema til lítils hluta allra þjóð- félagsmálefnanna. Sjálfstæð á- kvörðun verður því einungis tekin um tiltölulega fá mál. Mönnum er því nauðugur sá kostur að láta aðra menn „hafa vit fyrir“ sér á ótal sviðum þessara málefna. Af þessum sökum m. a. kjósa menn í lýðræðisþjóðfélögum full- trúa til þess að ráða fram úr mál- efnum þeim, sem að þjóðfélaginu lúta. Eins og orðið ber með sér, er fulltrúa sýndur fullur trúnaður — svo verður að vcra, þar sem hlutverk hans er, eins og áður seg- ir, að ráða fram úr flóknum mál- efnum þjóðfélagsins, sem almenn- ingur hefur ekki aðstöðu til að gera sér grein fyrir, en til þess að geta það verður hann m. a. ,,að hugsa fyrir“ fjöldann og „hafa vit fvrir“ honum. En hefur þá fólkið sjálft, fjöld- inn, engin áhrif? Ef hliðsjón er höfð af því, þeg- ar einstaklingur leitar til sérfræð- ings, þá er auðsætt, að sá, sem læknis leitar, æskir heilbrigði, sá, sem til lögfræðings leitar, æskir þess að fá greitt úr deilu og/eða ná rétti sínum, en sá, sem til verk- fræðings leitar, æskir þess að hrinda af stað tiltekinni fram- kvæmd. Hann markar sem sagt meginstefnuna, en felur hinum sérfróða „að hafa vit fyrir“ sér um einstaka þætti framkvæmdar- innar, og hann ræður því einnig, hvern hann fær lil verksins. Sama gerist í raun og veru í þjóðfélag- inu. Fólkið velur meginstefnuna, en verður að fela fulltrúum sínum framkvæmd hennar í einstökum atriðum, með öðrum orðum lætur þá „hafa vit fyrir“ sér að þessu leyti. Fólkið ræður því einnig, hvcrjum það felur þetta hlutverk, — það getur með öðrum orðum ráðið því, hverjir ráða. ★ I umræðum þeim, sem orðið hafa um sjónvarpsmál undanfar- ið, hafa formælendur hins erlenda sjónvarps margsinnis lýst hneyksl- un sinni á því, að örfáir menn, eins og það er kallað, skuli ætla sér þá ósvinnu að fara „að hugsa fyrir“ fjöldann eða „hafa vit fyr- ir“ fólkinu og „banna“ því að horfa á sjónvarp. Nú er það yfirlýst stefna allra stjórnmálaflokka á Islandi að standa vörð um fullveldi og frelsi þjóðarinnar, svo og að varðveita tungu þjóðarinnar og annan þjóð- legan menningararf. Yfir þessa meginstefnu hefur allur þorri þjóð- arinnar margsinnis lagt blessun sína. Þess er hins vegar naumast að vænta, að allur almenningur hafi aðstöðu til að ineta það ná- kvæmlega og gera sér fulla grein fyrir því, hvað gera þurfi hverju sinni til þess að vernda fullveldi þjóðarinnar eða ávaxta þjóðlegan menningararf, fremur en almenn- ingur hefur yfirleitt tök á að sökkva sér niður í og ráða fram úr öðrum málefnum þjóðfélags- fyrir ins, eins og rakið hefur verið. Þess er þannig alls ekki að vænta, að áhangendur þessa útlenda sjón- varps hér á landi hafi almcnnt gert sér fulla grein fyrir því, hverj- ar séu forsendur og hver sé undir- staða sjálfstæðrar menningar á íslandi, þó að þeir hafi lagt bless- un sína yfir þá meginstefnu, sem mörkuð hefur verið í þeim efnum. Hér kemur því eins og jafnan til kasta þeirra, sem sýndur hef- ur verið fullur trúnaður til að framkvæma meginstefnuna, í þessu tilviki að standa vörð um ávöxtun þjóðlegs menningararfs. Þeim ber því að veita þjóðinni leiðsögn, eða „hafa vit fvrir“ henni, ef menn vilja orða það svo. Ef þeim hins vegar missýnist, eða þeir vanrækja þetta hlutverk sitt, er það bein skylda þeirra, sem öðrum fremur verða taldir bera skyn á, hvað þarf til varðveizlu þjóðlegrar menningar, svo sem skálda, rithöfunda og annarra listamanna, fræðimanna á vett- vangi þjóðlegra fræða, svo og ann- arra áhugamanna í þeim efnum, að hefjast handa og beita áhrifum sínum gegn öllum víxlsporum eða vangæzlu hinna kjörnu forvstu- manna. Á sama hátt er það skylda læknastéttarinnar að hefjast handa gegn hvers konar glapræð- um í heilbrigðismálum af hendi landsfeðranna, skylda lögfræðing- anna að vara við víxlsporum í réttarskipun, skylda verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra manna að reyna að koma í veg fyrir mistök á tæknisviði. Hér er ekki um neinn ofmetnað, hroka eða einræðishneigð að ræða, held- ur brýna skyldu. Menn þessa hef- ur þjóðin kostað til sérnáms, eða búið tiltekna aðstöðu í þjóðfélag- inu, m. a. til þess, að þeir „hefðu vit fyrir“ henni á sviði sérgrein- ar sinnar. Það má aldrei verða, að ímynd- uð yfirráð fólksins, ímyndað vald þess verði notað sem skálkaskjól fyrir því, að málefni þjóðarinnar verði látin velkjast stjórnlaust áfram. /------------------------------------------------------------* Lærum af reynslunni Á jundi þeim um sjónvarpsmál, sem nokkrir úr hópi sextíu- menninganna boðuðu til 17. j. m., lét dr. Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra svo ummœlt, að sér vœri til ejs, að leyji til stœkk- unar sjónvarpsstöðvarinnar í Keflavík hefði verið veitt árið 1961, ej nolckrir hcjðu séð jyrir, hverjar ajleiðingar leyfisveitingarinnar yrðu. Það hefði hins vegar ekki verið, engir hejðu áttað sig á því, til hvers vanda hejði verið stofnað, og því hefði jarið sem jór. Á jundinum var menntamálaráðherra þegar bent á, að jajn- skjótt. sem lcunnugt var gert um leyfisveitinguna á alþingi 10. nóvember 1961, risu upp margir menn til andmœla, m. a. ýmsir úr hópi sextíumenninganna. Iíaldinn var sérstakur umrœðufund- ur um málið í útvarpssal 25. nóv., sem athygli vakti, og mótmœli bárust, jrá jélagasamtökum, svo sem Rithöfundafélagi Islands. Upp úr þessu spruttu siðan útvarpsumrœður á alþingi um stœkkr unarleyjið 28. febrúar 1962. Allar þessar aðgerðir voru að sjálfsögðu ekki gerðar út í bláinn. heldur af þvi, að þeir, sem að þeim, stóðu, gerðu sér grein jyrir, til hvers hajði verið stofnað með leyfisveitingunni. í umrœðum þessum voru jafnvel þá þegar nefndar t.ölur sjónvarpstœkja, er hér yrðu innan skamms tíma, áþekkar þeim, sem nú eru orðnar að staðreynd. Þannig er Ijóst, að núverandi ófremdarástand í sjónvarpsmál- um á tslandi verður ekki afsakað með því, að allir landsmenn hafi til þessa sofið á verðinum, þótt hitt sé eflaust rétt, að margir íslenzkir ráðamenn hafi enga grein gert sér fyrir því, hverjar af- leiðingar ákvörðun þeirra myndi h.afa. En þvi eru þessi atriði úr sögu sjónvarpsmálsins rifjuð hér upp, að þau mœttu vel vera umhugsunarefni íslenzkum■ ráðamönnum, er þeir standa nú andspœnis nýjum vanda í sjónvarpsmálinu. Þeir h.afa tekið ákvörðun um stofnun íslenzks sjónvarps á nœsta ári, og þá valcnar spurningin um það, hvort leyfa eigi Kefla- vík.ursjónvarpinu cftir sem áður að ná til meirihluta landsmanna eða takmarka það við herstöðina eina„ eins og upphaflega var krafizt. Sjálf hefur ríkisstjómin eklcert látið uppi um fyrirœtlan sína í þessu efni. Á fundi með sextíumenningunum taldi mennta- málaráðherra, að sjá cetti til, hvemig íslenzka sjónvarpið stœði sig í samkeppni við hið ameriska og taka síðan ákvörðun um málið, en lýsti því að lokum sem persónulegri slcoðun sinni, að rétt vœri að takmarka Keflavíkursjónvarpið við herstöðina eftir tilkomu íslenzks sjónvarps. Á fundinum tóku margir fundarmanna eindregið í þann streng, að nauðsynlegt vœri að binda hermannasjónvarpið við völlinn einan, og lýstu þeirri skoðun sinni, að bœði vœri unnt og sjálf- sagt að taka ákvörðun um það nú þegar. Sýndu þeir fra.m á, að af margvíslegum ástœðum vœri fráleitt að reka íslenzkt sjón- varp við hlið erlends herstöðvarsjónvarps. Þannig varaði hópur manna allt frá árinu 1961 við stœkkun sjónvarpsstöðvarinnar í Keflavílc og þar með fylgjandi innrás einnar erlendrar þjóðar og þjóðtungu í íslenzka menninqarhelgi. Þeim orðum var ekki sinnt, en nú hefur reynslan fœrt íslenzkum ráðamönnum og þjóðinni allri heim sanninn um réttmœti þeirra viðvörunarorða. Sjálfur formaður út.varpsráðs hefur nefnt nú- verandi ástand i sjónvarpsmálum á íslandi „andstyggilega sjálf- heldu“. Nú varar sami hópur manna við þeirri hugmynd að œtla sér að reka vanmáttugt íslenzkt sjónvarp við hlið sjónvarps erlends stórveldis í landinu, og leggur á það áherzlu, að íslenzk stjómar- völd bæði geti og verði að taka nú þegar ákvörðun um að tak- marka Keflavíkursjónvarpið við herstöðina eina. Er ekki ástœða til að gefa þeim orðum gaum?

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/826

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.