Ingólfur - 17.06.1965, Blaðsíða 4

Ingólfur - 17.06.1965, Blaðsíða 4
4 INGÓLFUR 17. júní 1965 Hvers vegna ber að lakmarka Keflavíkursjónvarpið við hersföðina! Ámi Þórðarson, skólastjóri: Reyndar ætti að vera óþarft að spyrja slíkrar spurningar, svo augljóst cr, að við hvorki getum né megum una því miklu lengur án stórfellds skaða að beint sé erlendu herstöðvarsjónvarpi inn á þúsundir íslenzkra heimila. Slíkt hátt- erni hlýtur að skerða sjálfsvirðingu þjóð- arinnar, þótt ekki komi annað til, og er ærið nóg eitt saman. Vel getur verið, að fullorðið fólk með fastmótaðar skoðanir og tamda gagn- rýni þoli áhrifamátt herstöðvarsjónvarps. Hitt er víst, að við stöndum ekki und- ir þeirri ábyrgð, er við tökum á okkur með því að næra börn og unglinga alla daga og árum saman á sjónvarpsefni, sem ætlað er til dægradvalar aðgerðar- lausum, einangruðum hermönnum úti á hjara veraldar. Slík andleg fæða þrosk- ar áreiðanlega ekki hæfileika ungs fólks til að meta verðmæti þess, sem því er boðið, greina kjarnann frá hisminu. Okkur er heitið íslenzku sjónvarpi innan tíðar. Virðist mikið kapp á lagt að hraða því eftir föngum, jafnvel svo, að mörgum finnst gæta meir kapps en forsjár. Við verðum eindregið að vænta þess, að tilgangur þess að hraða stofn- un íslenzks sjónvarps sé framar öllu sá að fá tækifæri til að bægja herstöðvar- sjónvarpi frá íslenzkum heimilum og takmarka við það svæði, sem því er ætl- að og það á við. Sjónvarpsnotendum fjölgar að sjálf- sögðu stórlega, þegar íslenzka sjónvarp- ið hefst. Það yrði því þjóðinni mikil hermdargjöf, yrði hermannasjónvarpið ekki takmarkað samtímis. Við getum ekki ætlað ógæfu okkar svo mikla. sSSs Gunnar Gunnarsson, skáld: Viðbrögð verulegs hluta þjóðarinnar við dátasjónvarpinu af Vellinum bera vitni andvaraleysi með fádæmum, að því er bezt verður séð. Það er gömul reynsla og ætti að vera minnisstæð í landi tignarfossa, að dropinn holar steininn. Hvað þá um eyru uppvax- andi kynslóðar, í hver eitt og sama er- lenda málið er þulið þindarlaust úr for- vitnilegu myndatæki á þúsundum ís- lenzkra heimila. Sá er ekki hjartaveill, er unir því óátalið. Skyldi það ráða nokkru um afstöðu tvístígandi valda- manna og flumbrulegar framkvæmdir á tímum, er tækninni fleygir svo fram, að ofurlítil bið vel mætti verða til batn- aðar, að málið, sem svo fast er að ís- Ienzkum heimilum haldið, einmitt er sú tunga, sem töluð er í „god’s own country" en hvorki danska né — segj- um — rússneska? Væri Vestmönnum umhugað að sýna örsmárri þjóð, er á til- veru sína í rambandi veröld að miklu leyti undir því komna, að hún fram- vegis sem hingað til fái fótað sig á eig- in menningargrundvelli, þá tillitssemi, er þeir sjálfir ætlast til af öðrum, myndu þeir ótilkvaddir setja undir lekann, og væri það óneitanlega æskilegast. Annars kynni að vakna sá vonandi ástæðulausi grunur, að Vallarsjónvarpið og fleiri vilbrögð sé aðeins önnur hlið þcirrar lítt yfirveguðu og væntanlega frá horfnu ágengni, er stakk upp skollakolli þegar farið var fram á leigu lands- og sjávar- nytja um aldarbil, ósællar minningar. Þess mættu Vestmenn vel vera minn- ugir, að framrétt lúka er vesæl vinar- hönd, og ráðamenn íslenzkir, að hafi þeir slysazt til að gefa óþurftarleyfi, er hið sama ckki bcint vænlegt til löggild- ingar eftir á. Dómur Sögu bíður fram- undan. Honum mun hver og einn hlíta verða. Þá fylgja hér orðaskipti, er áttu sér stað á íslenzku gistihúsi á öndverðri Skerplu A. D. 1965 — ofurlítið sjónar- spil. Gestur nálgast afgreiðsluna, stúlk- an er í símanum, lýkur samtalinu, vík- ur sér að honum: — What is your roomnumber, please? — Ha? — What is your roomnumber, please? — Ha? — What is your roomnumber please? — Tvöhundruðogtólf. — Nú, eruð þér Islendingur? £SSs Jökull Jakobsson, rithöfundur: Bandaríska herstöðvarsjónvarpið í Keflavík er furðu lærdómsríkt tæki. Það kynnir okkur ekki aðeins vissar hliðar á bandarískri menningu, heldur sýnir okkur einnig langt inn í hugskot íslenzku þjóðarinnar. SSSs Kristján Eldjárn, þ jóðmin javörður: Það hefur sannazt í þessu sjónvarps- máli, sem Jón Helgason kvað: „Hægt er að festast, bágt mun úr að víkja.“ Það er sennilega ekki einfalt mál að Iosa sig alveg við Keflavíkursjónvarpið úr því sem komið er, en einfalt er að svara þeirri spurningu, sem hér er fyrir lögð: Þegar mistök vcrða, á að reyna að bæta úr þeim, þegar tækifæri er til. Það er mannlegt að skjátlast, en heimskulegt að stæla sig upp í villu síns vegar, segir gamalt spakmæli. Aug- ljóst er nú orðið, svo að fáum getur blandazt hugur um, að stækkun Kefla- víkurstöðvar voru mistök, og veit ég ekki betur cn að mörgum hugsandi sjónvarpseiganda þyki orðið nóg um afleiðingar þeirra mistaka. Fyrstu mis- tökin voru hjá Bandaríkjamönnum sjálf- um. Þeir hefðu ekki átt að leggja þessa freistingu fyrir íslendinga. Tilraunin hefur að vísu leitt margt merkilegt í Ijós. Með undrun hefur maður séð sjónvarpsskóginn þéttast, og furðuleg ummæli hefur maður heyrt, eins og þegar það er kölluð „lítil forvitni“, sem áður hefði verið kölluð almenn háttvísi, og minnimáttarkennd það, sem hingað til hefur nefnzt heilbrigður metnaður. Ég ann varnarliðinu þess friðar, sem kominn var á í sambúð þess við íslendinga. Bandaríkjamenn liafa komið hér vel fram, úr því þeir þurfa að vcra hér á annað borð. Með sjónvarpsmálinu er nú þessi friður rof- inn, og hann kemst ekki á aftur, fyrr en úr er bætt á cinhvcrn hátt, þó að sjónvarpsstangafjöldinn kunni í fljótu bragði að virðast benda til annars. En látum þetta vera. Það er ekki það sem er til umræðu, og ekki eiga gestir vorir að hafa vit fyrir oss. Aðalmistök- in eru sjálfra vor. Ráðamcnn vorir hugs- uðu sig ekki nógu vel um og sáu ekki nógu langt fram, þegar þeir veittu hið fræga leyfi. Þeir voru að vísu til, sem strax vöruðu við því, sem fyrirhug- að var, en játa verður, að allur þorrí manna gerði sér enga grein fyrir, hvert stefndi: að Keflavíkursjónvarpið yrði að eins konar ríkissjónvarpi á íslandi á fá- einum árum. Þeim, sem ábyrgðina bera, kann því að vera vorkunn, þótt illa tækist til í upphafi. Oðru máli gegnir nú. Það er hverjum manni vorkunnar- laust að sjá og skilja nú, að Keflavíkur- sjónvarpið er orðið stórkostlegt þjóðlegt vandamál, hið langstærsta, sem skapazt hefur af dvöl varnarliðsins hér á landi. Á meðan svo stendur sem nú er, höld- um vér ekki höfði sem menningarþjóð, en vonandi þarf ekki að deila um, að það sé þó takmark vort á öllum svið- um. Það verður þegar í stað að hefja undirbúning að því að leiðrétta mistök- in og takmarka Kcflavíkursjónvarpið við varnarliðsstöðina eina og nota til þess fyrsta tækifæri sem býðst. Ef það tækifæri skapast, þegar íslenzka sjón- varpið tekur til starfa, þá er að neyta þess. Heilbrigður íslenzkur þjóðarmetn- aður krefst þess. 5SSs Magnús Magnússon, prófessor: Sjónvarpið er áhrifamesta fjölmiðl- unartæki nútímans og getur verið til góðs og ills, allt eftir því, hvernig því er stjórnað. Það getur miðlað mikilli fræðslu, bæði almennri og sérhæfðri, enda er farið að nota það í skólum, allt upp í háskóla. Þar sem sjónvarpið kemur beint inn á heimili manna, gagn- stætt t. d. kvikmyndum, getur það frekar en nokkurt annað tæki mótað skoðanir manna og smekk, lífsviðhorf og lífsvenjur og allt menningarlíf, jafn- vel án þess að móttakandinn geri sér grein fyrir þessum áhrifum. Það er því afar mikilvægt, að því sé vel stjórnað og cftirlit haft með, að það sé ekki misnotað. Engin sjálfstæð menningar- þjóð getur látið það viðgangast, að er- lcndur aðili, hver sem hann er, hafi sérstöðu, hvað þá heldur raunverulega cinokunaraðstöðu, um rekstur sjónvarps í landi hennar. Það væri óhugsandi, að erlendum aðila væri veitt slík sérstaða til blaðaútgáfu, á sínu eigin máli, þann- ig að eina blaðið eða það stærsta væri erlent. Það hlýtur því að vera krafa okkar sem sjálfstæð menningarþjóð, að það erlenda sjónvarp, sem hér er rekið, Keflavíkursjónvarpið, sé takmarkað við þann hóp, sem það var ætlað fyrir, það er að segja varnarliðið á Keflavíkurflug- velli. sSSs Njörður P. Njarðvík, cand. iMig.: Þegar leyfð var stækkun hinnar amer- ísku sjónvarpsstöðvar, fékk íslenzk menningarstarfsemi nýjan og ærið við- sjárverðan keppinaut. Menn verða að gera sér grein fyrir þvi, að fólk, sem að staðaldri horfir á hið erlenda sjón- varp, fjarlægist smám saman íslenzka menningarstarfsemi. Til þess liggja fyrst og fremst tvær ástæður. Fyrri ástæðan er sú, að þetta fólk venur sig við allt annars konar afþrey- ingu en þá, sem hér cr á boðstólum hjá íslenzkum aðilum. Jafnframt verða sjónvarpsnotcndur ósjálfrátt fyrir meiri og minni áhrifum af bandarískum fréttaflutningi og túlkun heimsviðburða. Við íslcndingar erum bandamenn og vinir Bandaríkjamanna og höfum kos- ið að standa við lilið þeirra í barátt- unni fyrir varðveizlu hins frjálsa heims. En þctta hefur þjóðin ákveðið upp á eigin spýtur og án þess að Bandaríkja- menn hafi kcnnt henni með áróðri að taka þessa afstöðu. Og við viljum halda áfram að taka okkar eigin afstöðu í samræmi við eigin sannfæringu, án utanaðkomandi áhrifa og áróðurs. Síðari ástæðan er hins vegar sú, að þeir, sem að staðaldri nota sjónvarpið sér til afþreyingar, hætta að gefa sér tíma til að sinna íslenzkum málefnum nema að litlu leyti einu. Leikhús- og hljómleikaferðum fækkar. Þráfaldlega hafa sjónvarpsnotendur sagt mér, að þcir séu hættir að fylgjast með ríkisút- varpinu. Og síðast en ekki sízt, lestur bóka og blaða minnkar verulega. Allir vita að íslenzk útgáfustarfsemi berst í bökkum vegna fámennis, en þó fyrst og fremst vegna ranglátra tolla. Meðan erlend blöð og bækur eru algerlega toll- frjáls innflutningsvara, er útgefendum hér gert að greiða háa tolla af pappír og bókbandsvörum, sem er regin- hneyksli, þar sem öflug útgáfustarfsemi er undirstaða sérhvers þjóðernis. Og nú er amerískt sjónvarp látið auka enn á hina erfiðu aðstöðu útgefenda. Með vaxandi notkun hins erlenda sjónvarps eru Islendingar þannig hægt og hægt að verða sem framandi gestir í eigin landi. Það er ekki þannig fólk, sem ísland þarf á að halda. Island þarfn- ast manna, sem vilja gera örlög þess að sínum örlögum. Sem vilja berjast fyrir sjálfstæðri tilveru íslenzkrar þjóð- ar og byggja upp framtíð hennar, leggja fram sinn skerf til íslenzkrar tilveru, vera þátttakendur, en ekki áhorfendur. Þess vegna hljótum við að mótmæla hinu ameríska sjónvarpi. 5SSs Ólafur Jónsson, gagnrýnandi: Mér virðist auðsvarað spurningunni um framtíð Keflavíkursjónvarpsins. Vit- anlega ber að Ioka stöðinni. Og úr því sem komið er virðist hreinlegast að loka henni samtímis því að íslenzka sjónvarpið tekur til starfa. En þótt sjónvarpsmálinu ljúki má það verða til viðvörunar og umhugsun- ar eftirleiðis. Það er ljóst að frumstæð alþjóðleg múgmenning gerist æ fyrirferðarmciri hér á landi, sífellt ríkari þáttur dag- legs lífs í landinu. Sjónvarpshrífumar á þökum reykvískra borgara em til marks um þennan menningarmarkað, ekki síður en bítlatízka unglinganna, og sýna bezt hve víðtækur hann er. Sjónvarpsmálið minnir á það hversu vanræktur þessi þáttur menningarlífs okkar hefur verið, fátæklegur og fmm- stæður á flestum sviðum. Þeir aðilar sem annast alþýðlega fjölmiðlun nú á tímum, blöð og tímarit, útvarp, sjón- varp, kvikmyndahús, eiga menningar- lcgri skyldu að gegna sem ekki verður vikizt undan, sem háskalegt er að van- rækja. En áhrifamesta menningartæki samtímans er hér á landi cinokað af út- lendingum. Og það er ljóst að varnarliðið í Kefla- vík hefur með útvarpsrekstri sínum

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/826

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.