Ingólfur - 17.06.1965, Blaðsíða 8

Ingólfur - 17.06.1965, Blaðsíða 8
8 INGÓLFUR 17. júní 1965 Sigurður A. Magnússosi: Hvers vegna er þremur stefnu- loftnetum beint að Reykjavík? Það hefur að vonum vakið bæði eftirtekt góðra manna og ugg, hvernig búið var um hnútana af hálfu íslendinga, þegar leyfið til stækkunar bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli var veitt árið 1961. Blekkingarnar sem hafðar voru í frammi, hvort heldur var gegn betri vitund eða af hreinni fávizku, gefa tilefni til alvarlcgra hugleiðinga um skyldur íslenzkra ráðamanna við almenn- ing og ekki síður um leiðir til að hefta það í framtíðinni, að afdrifa- rík mál verði afgreidd á Alþingi út frá röngum forsendum eða vill- andi upplýsingum. Er það raun- verulega svo að Alþingi standi ber- skjaldað gagnvart sérfræðingum eða ráðherrum sem veita villandi upplýsingar? Verður enginn dreg- inn til ábyrgðar þegar þannig stendur á? Þessum spurningum lét mennta- inálaráðhena ósvarað á fundi með sextíumenningunum 17. maí sl., en kom aftur á móti fram með staðhæfingar sem ekki fá staðizt samkvæmt upplýsingum sem ég fékk í sjálfri sjónvarpsstöð Banda- ríkjamanna á Keflavíkurflugvelli, þegar ég heimsótti hana viku síð- ar ásamt hópi manua úr „Sam- tökum um vestræna samvinnu“. Ráðherra kvað cngin ákvæði vera um sjónvarpsstengur í hinu upphaflega leyfi til „tilraunasjón- varps“ sem veitt var árið 1955. Rétt er það, að ekki er beinlínis minnzt á sjónvarpsstengur í leyf- inu, en hins vegar er skýrt tekið fram, að beina beri sjónvarps- geislunum frá höfuðstaðnum og á haf út. Svo skemmtilega vill til, að þetta upphaflega leyfi hangir enn éeða hékk a. m. k. fyrir þrem- ur vikum )innrammað uppi á vegg í sjónvarpsstöð vamarliðsins. Það sem skiptir þó miklu meira máli er sú staðreynd, að á hinni nýju sjónvarpsstöng, sem reist var "ftir að stöðin var stækkuð, eru fimm loftnet, og valda þau mestu um langdrægni stöðvarinnar. Þrjií þcssara loftneta hanga hvert upp af öðru á stönginni og hafa beina stefnu á Reykjavík, en hinum tveimur er beint sínu í hvora átt- ina, til suðausturs og suðvest.urs. Þegar ég spurði íslenzkan starfs- mann við sjónvarpsstöðina, hvern- ig á þessu stæði, svaraði hann því til að netin þrjú hefðu verið sett upp norðan á sjónvarpsstöngina til að koma sjónvarpssendingum til Iívalfjarðar, en svo hefði bara ekki fengizt leyfi til að reisa end- urvarpsstöð fyrir Hvalfjörð, og hefðu netin þrjú þá verið látin hanga þar sem þau voru komin. „Það getur vel verið að þetta sé ólöglegt," sagði hann, „en svona cr það“. Sá grunur starfsmanns- ins að þetta væri ólöglegt á vísast rætur að rekja til þess, að hann hefur verið búinn að lesa leyfið frá 1955, sem hangið hefur á veggnum í sjónvarpsstöðinni í ára- tug. Menntamálaráðherra gat þess cinnig á fyrrnefndum fundi, að skermurinn sem settur var upp 1955 hefði reynzt gagnslaus. Ég spurði starfsmann sjónvarpsstöðv- arinnar um þennan fræga skcrm. Hann kvað skerminn hafa fokið árið 1959. „Er ekki hægt að setja hann upp aftur?‘ spurði ég. „Jú,“ svaraði starfsmaðurinn, „en þá mundu sjónvarpssending- arnar bara ekki ná út fyrir flug- völlinn.“ Ég sel þessar upplýsingar ekki dýrara en ég keypti þær, en vissu- lega eru þær verðugt umhugsun- arefni, ekki sízt með tilliti til þess, að hingað til hefur því mjög ver- ið haldið á Joft, að ekki mætti ætlast til að Bandaríkjastjórn legði í þann mikla kostnað að koma upp lokuðu sjónvarpskerfi í herstöðinni. Raunar mátti það vera hverjum sæmilega upplýstum manni auðsætt, að tiltölulega ein- falt tæknivandamál eins og það að takmarka sjónvarpssendingar við herstöðina mundi tæplega vefj- ast fyrir Bandaríkjamönnum, og hér liggja sem sagt fyrir upplýs- ingar sérfróðs manns, sem vinnur við sjónvarpsstöðina, um að fátt muni auðveldara en lausn þessa vandamáls, ef vilji íslenzkra stjórnarvalda væri fyrir hendi. I sambandi við allan mála- tilbúnað íslenzkra ráðamanna vegna bandaríska sjónvarpsins á Keflavíkurflugvelli er ekki óeðli- legt að íslendingum verði hugsað til þeirra dönslcu stjórnmálamanna sem leiddu handritamálið til lykta. Það fer varla milli mála, að meg- inorsökin fyrir aðgerðaleysi ís- lenzkra stjórnarvalda í sambandi við hina „andstyggilegu sjálf- heldu“ (Alþýðublaðið) eða marg- nefnt „slys“ (leiðarar Morgun- blaðsins) á Keflavíkurflugvelli er óttinn við að missa atkvæði þeirra sem ánetjazt hafa dátasjónvarp- inu. Menntamálaráðherra og fjöl- mörgum öðrum íslenzkum leiðtog- um er fullkomlega ljós sú óviðun- andi vansæmd sem þjóðinni er að hinu erlenda sjónvarpi í landi hennar, en þeir hugsa líka tii næstu kosninga og þá fær óttinn við atkvæðamissi yfirhöndina. Hitt virðast þessir framsýnu leið- togar ekki hafa gert sér ljóst, að andstæðingar hermannasjónvarps- ins eru líka væntanlegir kjósend- ur, og enn getur enginn sagt um það með neinni vissu hve fjöl- mennur sá hópur er, en segja mætti mér að hann slagaði upp í flokk sjónvarpsunnenda og senni- lega gott betur. Dönum var það hvorki þjóð- ernisleg nauðsyn né lagaleg skylda að afhenda Islendingum handrit- in. Afhending þeirra var fyrst og fremst fágætt drengskaparbragð sem er dönskum leiðtogum til æ- varandi sæmdar. Tlefðu þessir sömu menn farið að velta fyrir sér væntanlegum viðbrögðum kjósenda, eftir allt áróðursmold- viðrið sem þyrlað var upp í Dan- mörku síðustu mánuðina, er ekki að vita hvernig farið hefði. En danslcir leiðtogar líta greinilega öðrum augum á hlutverk sit.t en íslenzkir stallbræður þeirra. Þeim er ljóst, að þeir eru til þess kjörn- ir að leiða þjóðina, veita hcnni forstöðu í veigamiklum málum. Þessvegna létu þeir ekki óttann við næstu kosningar aftra sér frá að gera það sem þeir töldu rétt og heillavænlegt í máli sem hlaut að vera hafið yfir duttlunga dæg- urbaráttunnar og meira eða minna skammsýnna og áhrifagjarnra kjósenda. Þetta g.erir gæfumuninn á leið- togum Dana og Islendinga. Sjálfstæði og stjórnarhættir Það, sem einna gleggst sýnir, hvort þjóð vill raunverulcga vera sjálfstæð og fullvalda, eru stjórnarhættir hennar og meðferð þjóðmála, einkum þeir hættir, sem lúta að skiptum við aðrar þjóðir. Þetta felur í sér þá áminningu til þeirra, sem sjálfstæð þjóð hefur kjörið til for- ystu, að treysta alla stjórnarhætti sem bezt. Hvers konar mistök og víxlsoor eru hættuleg, einkum ef í hlut eiga fámennar þjóðir og vanmáttugar. Þegar þetta cr haft í huga, er ekki hægt að segja annað en saga sjónvarps- málsins sé ótrúleg slysasaga, sem sýnir, hvernig mál getur gersamlega snúizt í höndum þjóðarlciðtoga, ef ekki er gætt fyllstu árvekni. Merkilegast við þessa síysasögu er ef til vill það, að hana er raunverulega ekki hægt að segja til neinnar hlítar. Stefnan var sú, að dvöl varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli skyldi sem minnst trufla íslenzkt þjóðfélag, og ýmsar að- gerðir voru miðaðar við það, svo sem að ferðalög hermanna voru takmörkuð, að girðing var reist um völlinn o. fl. þess háttar. Niðurstaðan hefur hins veg- ar orðið sú, að áhrif varnarliðsins, og þá um leið Bandaríkjanna, eru nú meiri og háskalegri cn nokkru sinni fyrr hér á landi. Málsmcðferðin cr vafalítið einhvcr alvarlegasti þáttur þess, sem gerzt hef- ur. Annað hvort hefur stórfelldum blekkingum vcrið beitt eða þeir, sem gæta áttu hagsmuna íslendinga, brugð- izt hrapallcga. Hins vegar er ógerning- ur að fá fulla vitneskju um, hver hafi blekkt hvern eða hver hafi ekki sýnt þá árvekni sem honum bar skylda til, — í stuttu máli, hverjir séu ábyrgir fyrir þcssari slysalegu þróun. Er helzt að sjá, að stjórnarhættir þjóð- arinnar séu þannig, að hún standi uppi algerlega varnarlaus gegn slíkum mis- tökum, og þarf ekki að eyða mörgum orðum að því, á hve traustum grund- velli sjálfstæði slíkrar þjóðar hvílir. S. L. Áskorun fil alþingis 13. marz 1964 „Vér undirritaðir alþingiskjósendur teljum á ýmsan hátt var- hugavert, auk þess sem það er vansæmandi fyrir íslendinga sem sjálfstæða menningarþjóð, að heimila einni erlendri þjóð að reka hér á landi sjónvarpsstöð, er nái til meirihluta landsmanna. Með stofn- uln og rekstri íslenzks sjónvarps teljum vér, að ráðizt sé í svo fjár- frekt og vandasamt fyrirtæki með örfámennri þjóð, að nauðsynlegt fié, að það mál fái þróazt í samræmi við vilja og getu þjóðarinnar, án þess að knúið sé fram með óeðlilegum hætti. Af framangreindum ástæðum viljum vér hér með skora á hátt- virt alþingi að hlutast til um, að heimild til rekstrar erlendrar sjón- varpsstöðvar á Keflavíkurflugvelli sé nú þegar bundin því skilyrði, að sjónvarp þaðan verði takmarkað við herstöðina eina.“ Alexander Jóhannesson, fyrruerandi háskólarektor Auðólfur Gunnarsson, form. Stúdentaráðs Benedikt Tómasson skólayfirlœknir Séra Bjarni Jónsson, vígslubiskuf Broddi Jóhannesson, skólastjóri Kennaraskóla íslands Brynjólfur Jóhannesson, leikari Einar Ól. Sveinsson, prófessor, forstöðum. Handritastofnunar Isl. Séra Eirtkur J. Eiriksson, þjóðgarðsvörður, sam bandsstjóri UMF'l Finnur S'gmundsson, lanasbókavörður Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikh ússtjóri Guðm. Daníelsson, rithöfundur Guðm. G. Hagalin, rithófundur Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri Kvennaskólans i Rvík Gunnar Einarsson, form. Bóksalafél. íslands Gunnar Guðbjartsson, bóndi á Hjarðarfelli, form. Stéttar- sambands bænda Gunnar Gunnarsson, rithöfundur Hákon Guðmundsson, hœstaréttarritari Halldór Laxness, rithöfundur Hannes Pétursson, skáld Haraldur Björnsson, leikari Helqa Magnúsdóttir, húsfreyja á Blikastöðum, form. Kvenfélaga- sambands íslands Helgi Elíasson. fræðslumálastjóri Hreinn Benediktsson, prófessor Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur Jóhann Hannesson, prófessor Jón Gislason, skólastjóri Verzlunarskóla tslands Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri, form. Sjómannasambands tslands Jón Þórarinsson, tónskáld, form. Bandalags tsl. listamanna Klemens Tryggvason, hagstofustjóri Kristinn Armannsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður Kristján Karlsson, rithöfundur Lára Sigurbjörnsdóttir, form. Kvenréttindafélags íslands Leifur Asgeirsson, prófessor Magnús Astmarsson, forstjóri Rikisprentsm. Gutenberg Magnús Magnússon, prófessor Ólafur Þ. Kristjánsson, skólastjóri, stórtemplar Óskar Þórðarson, yfirlœknir, form. Lœknafélags íslands Páll Ísólfsson, tónskáld Páll V. G. Kolka, læknir Ragnar Jónsson, forstjóri Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri, form. F.U.J. Sigurður Líndal, dómarafulltrúi Sig. A. Magnússon, rithöfundur Sigurður Nordal, prófessor Sigurjón Björnsson, sálfræðingur Simon Jóh. Agústsson, prófessor Stefán Júliusson, rithöfundur, forstm. Fræðslumyndasafns rikisins Stefán Pétursson, þjóðskjalavörður Steingrímur Hermannsson, framkvstj. Rannsóknarráðs ríkisins, form. S.U.F. Steingrimur J. Þorsteinsson, prófessor Styrmir Gunnarsson, stud. jur., form. Heimdallar, Félags ungra sjálfstæðismanna Sveinn Einarsson, leikhússtjóri Sverrir Hermannsson, viðskiptafr., form. Landssamb. isl. verzlunarm. Tómas Guðmundsson, skáld Trausti Einarsson, prófessor Vipdís Jónsdóttir, skólastj. Húsmæðrakennarask. tsl. Þórhallur Vilmundarson, prófessor Þorsteinn SiQurðsson, form. Búnaðarfélags tslands

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/826

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.