Ingólfur - 17.06.1965, Blaðsíða 6

Ingólfur - 17.06.1965, Blaðsíða 6
6 INGÓLFUR 17. júní 1965 Símon Jóh. Ágústsson: Sjónvarp og uppeldi Ég er einn þeirra, sem tel, að mis- ráðið hafi verið að auka styrkleika sjón- varpsstöðvarinnar í Keflavík, svo að hún næði til mestalls Suður- og Suð- vesturlands eða til um 6o% þjóðarinn- ar, lauslega áætlað. Fyrirsjáanlegt hefði átt að vera, að þessi tilhögun hlaut að leiða til þess, að fjöldi manna keypti sér sjónvarpstæki, eins og raunin hefur orðið á. Sjónvarpið í Keflavík er ædað bandarískum hermönnum, en er ekki að neinu leyti miðað við menningar- þarfir okkar og menningarkröfur, enda hafa íslendingar ekki hinn minnsta íhlutunarrétt um rekstur þess. Ahrif þessa bandaríska hermannasjónvarps á þjóðmenninguna og þá sérstaklega á hina uppvaxandi kynslóð, er mörgum þungt áhyggjuefni, og einkum er kvíð- væulegt, ef við verðum að búa við þetta sjónvarp um ófyrirsjáanlega langan tíma. Um þetta hafa orðið miklar um- ræður og deilur, og af þeim hefur flestum mönnum skilizt, að þjóðinni er ckki búandi við Keflavíkursjónvarpið til langframa. Þess vegna hefur verið ákveðið að koma hið fyrsta á fót ís- lenzku sjónvarpi, enda virðist það vera cina tiltækilega leiðin til lausnar þeim vanda, sem við höfum ratað í, úr því sem komið er. Sjónvarpið er að flestu leyti hið öfl- ugasta fjölmiðlunartæki, sem fundið hefur vcrið upp, og áhrif þess, ekki hvað sízt á börn og unglinga, eru geysi- mikil, þótt þau hafi ekki verið könn- uð dl hlítar. Fara þessi áhrif auðvitað mest eftir sjónvarpsefninu. Enginn vafi er á því, að sjónvarp getur, ef rétt er á haldið, verið ril menningarauka, svo sem sjónvarp, sem tekið er í þágu kennslu og fræðslu á ýmsum sviðum. En áhrifin eru eingöngu komin undir gæðum þeirrar fræðslu og kennslu, sem þar fara fram í sjónvarpinu. Léleg kennsla og yfirborðsleg fræðsla brcyt- ast ekki ril batnaðar, þótt þeim sé sjón- varpað. Enn fremur er gildi sjónvarps- fríeðslu takmarkað, nær ekki ril allrar mikilvægrar kennslu og náms. Persónu- leg áreynsla og vinna ncmendanna sjálfra er eftir sem áður aðalskilyrði þess, að góður árangur náist. Ýmsar rannsóknir benda ril þess, að sjónvarp stuðli einkum að betri árangri á lægri námssrigum og sé hentugri börnum, sem eru seinþroska andlega, en þeim, scm vcl eru gefin. En því miður er sjónvarpsefni í flestum löndum næsta misjafnt að gæðum, mest til skemmt- unar og dægradvalar, hégómlegar frétt- ir, íþróttakeppni o. fl. því um líkt. Stór þáttur í sjónvarpsdagskrá flestra þjóða eru alls konar reyfaramyndir og glæpamyndir, scm hafa að hyggju margra rannsóknarmanna vafasöm eða ill áhrif á börn og unglinga. I öllum löndum, þar sem rækilcgar athuganir hafa farið fram á áhrifum sjónvarps, hefur komið fram, að þegar böm stálp- ast, láta þau sér ckki nægja að horfa á þá þætri, sem þeim eru sérstaklega ætl- aðir, heldur sækjast mjög efrir sjón- varpsefni, sem eingöngu er miðað við liæfi fullorðinna manna, og þá einkum reyfaramyndum, glæpamyndum og lcynilögreglumyndum. Þá hefur jafn- framt komið í ljós af þessum athugun- um, að foreldrar eru yfirleitt þess ekki umkomnir að koma í veg fyrir, að böm þeirra sjái slíkar myndir, jafnvel þótt algeru sinnuleysi eða kæruleysi sé ekki ril að dreifa. Börnunum em þarna hæg heimatökin, auk þess sem altítt er, að þau bregði sér til kunningja sinna og horfi þar á þætti, sem foreldrar þeirra meina þeim að sjá heima. Má gera ráð fyrir, að börn jafnvel frá 7—10 ára aldri (og sum fyrr) sækist meira efrir framan- grcindum þáttum í sjónvarpsdagskrá fullorðinna en barnatímum. Þá er lík- legt, að lestraráhugi barna, sem horfa mikið á sjónvarp, mótist að talsverðu leyti af því efni, sem þeim þykir mest gaman að sjá í sjónvarpi. Eins og foreldrar hafa yfirleitt verið þess lítt megnugir að spyrna við því, að börn, einkum úr því að þau em komin á skólaaldur, sjái sjónvarpsefni, sem ekki er við þeirra hæfi og fullorðn- um einum er ætlað, eins hefur reynsl- an sýnt, að foreldrar ráða yfirleitt nauðalítið við, hve miklum hluta tóm- smnda sinna börn verja ril þess að horfa á sjónvarp. Ymsir foreldrar láta þetta líka nær afskiptalaust. Auðsætt er, að því meir sem börn horfa á sjónvarp, því minni tíma hafa þau ril annarra tómstundastarfa. Þetta er útaf fyrir sig ærið áhyggjuefni, því að fæstir telja æskilegt, að meginhluti allra tómsmnda barna fari ril þess að horfa á sjónvarp. Með því móti dregst áhugi barna frá virkri þátttöku í leikjum, störfum og félagssamskiptum, sem búa yfir meiri fjölbreytni og smðla meir að alhliða þroska þcirra. 1 Bandaríkjunum er al- gengt, að 12—13 ára börn horfi á sjón- varp 3 tíma á dag. I Evrópu horfa böm mun minna á sjónvarp en í Bandaríkj- unum, og gæti það m. a. stafað af því, að minna sjónvarpsefni er þar á boð- stólum. Hér á landi mun ekki með öllu fátítt, að börn á skólaaldri, sem hafa sjónvarp á hcimili sínu, horfi á það 2—3 tíma daglega, jafnvel lengur. Oft er þeim rökum á loft haldið, að sjónvarp stuðli að því, að börnin séu meira heima en ella myndi vera. Vissu- lega er það rétt, en það segir ekkert til um það, hvaða áhrif sjónvarpið hef- ur að öðm leyti á heimilislífið. Bent hefur verið á, að ofnotkun sjónvarps leggi dauða hönd á heimilislífið, allir hanga tímum saman steinþegjandi fyr- ir framan sjónvarpstækið og þannig minnka samtöl og félagsleg og andleg samskipti heimilismanna. Þar sem sjónvarpið er mjög áhrifa- ríkt fjölmiðlunartæki og notkun þess er cingöngu undir heimilunum komið, er það vandmeðfarið. Ymsir vona, að mis- notkun þess eða ofnotkun sé mest fyrst í stað, sakir nýjabrums, en svo komist meiri hluti heimila upp á lag með að nota það skynsamlega og í hófi. Reynsla Bandaríkjamanna o. fl. styður þó ekki þessa ályktun, enn sem komið er. Of langar sjónvarpsdagskrár, eða þar sem unnt er að ná til sjónvarps svo að segja allan daginn ril miðnættis eða lengur, stuðla mjög að ofnotkun sjónvarps á heimilum. Nú virðast flcstir orðnir sammála um, enda afráðið, að koma hér upp hið bráð- asta íslenzku sjónvarpi. Lengd dagskrár- innar ætti alls ekki að fara fram úr 2—3 tímum á dag. En þótt svo fari, að fjár- ráð stofnunar þessarar rýmkist, er fram líða stundir, tel ég öllu varða, að stefnt vcrði að því að btrta sjónvarpsdagskrána, cn ekki að því að lengja hana. Nú munu margir spyrja: Þegar íslenzka sjónvarpið tekur ril starfa, verður þá jafnframt lokað fyrir Keflavíkursjón- varpið? Finnst sjónvarpsnotendum ekki, að með því sé dregin burst úr nefi þcirra? Með því móti verða þeir af mörgum þáttum, sem eru mjög vinsæl- ir meðal þeirra, og Keflavíkursjónvarp- ið stendur þar að auki 7—14 stundir daglega. Svo kann að vera, en samt sem áður tel ég, að af menningarástæðum verði að loka fyrir Keflavíkursjónvarp- ið jafnskjótt og íslenzkt sjónvarp tekur til starfa. Bencdikt Gröndal alþingis- maður hefur fært haldgóð rök að þessu í Alþýðublaðinu ekki alls fyrir löngu í greininni: Gengur ckki til langframa. Ég vil að lokum leggja áherzlu á tvö aðalatriði varðandi rekstur sjón- varps: 1. Sjónvarp hér á landi á að vera ís- lenzk menningarstofnun, sem Islend- ingar stjórna, bera ábyrgð á og hafa allan veg og vanda af. 2. Af erlendum rannsóknum má ráða, að vafasöm og óheppileg áhrif sjónvarps, einkum á börn og unglinga, stafi aðallega af tvennu: a) Vondu og menningarsnauðtt sjónvarpsefni, svo sem auðvirðilegum frétta- og skemmtiþátt- um og reyfara- og glæpamyndum, og b) of langri dagskrá. Þegar svo þessi íslenzkt þjóðfélag hefur tekið stakkaskiptum á fáum áratugum. Ekki aðeins atvinnulífið hefur ger- breytzt, þjóðfélagsbyggingin sjálf er 11Ú öll önnur. í hinu kyrrstæða bændaþjóðfélagi var fjölskyldan grunneining alls atvinnulífs og menningar. Þetta er ekki lengur svo. Meginhluti allra íslendinga sækir nú atvinnu utan fjölskyld- unnar. Stórar fjölskyldur, sem höfðu á að skipa ekki aðeins for- eldrum og börnum, heldur og gam- almennum, vinnufólki, ógiftum systkinum, niðursetningum o. s. frv., eru nú horfnar. Langalgeng- ast er nú, að foreldrar og börn myndi eina fjölskyldu. Hið opin- bera hefur gert meira. Það hefur tekið að sér fjölmörg önnur verk- efni, sem áður tilheyrðu fjölskyld- unni, einkum varðandi uppeldi. Leikskóli tekur við börnum, þegar þau eru tveggja ára, síðan tekur við stöfunarskóli og eftir það skólakerfi ríkisins íilit upp í há- skóla. Heimilin eru oft varla mikið annað en sameiginlegur svefn- staður. Hin vandasömu verkefni uppeldisins hvíla þannig ekki á herðum fjölskyldunnar einnar. Opinberar stofnanir hafa mikillar ábyrgðar að gæta gagnvart per- sónuleikamótun hvers einstaklings og þar með þeirrar manngerðar, sem byggir landið. Þar með hvilir h'ka að verulegu leyti á herðum opinberra stofnana ekki aðeins sköpun möguleika fyrir hagnýt- ingu tómstunda með rekstri ým- issa fjölmiðlunartækja, heldur blátt áfram mótun á áhugamálum manna og hæfileikum þeirra til að hagnýta sér tómstundir sínar. Það skiptir miklu máli fyrir þjóð- félagið í heild, hvernig hver ein- staklingur ver tómstundum sín- um, hvort áhugamál hans bein- ast að menningarlegum efnum eða ekki. Þjóðfélagslegar ástæður eru fyr- ir hendi til nýrrar stefnu í félags-, uppeklis- og menningarmálum. En mótun slíkrar stefnu hefur gleymzt í fjárfestingar- og verðbólguhita fyrstu tuttugu ára lýðveldisins. Það mikilvæga verkefni fellur í hlut næstu kynslóðar. Skólarnir annast opinbera í- troðslu, en ekki uppeldi. Ungling- ar þeir, sem nú vaxa úr grasi, verða að mestu að ala sig upp sjálfir. Núvernndi unnalendur hafa ekki tíma til að sinna uppeldi barna sinna. En fyrr en varir standa hinir misjafna sjónvarpsdagskrá er teygð yf- ir allan daginn fram yfir miðnætti, eiga menn kost á því að hanga yfir henni í tíma og ótíma. Bandarísk börn og ung- lingar myndu t. d. ekki horfa á sjón- varp nær jafnlangan tíma (á ári) og þau eru í skóla, ef lengd sjónvarpsdag- skránna gerði þcim það ekki mögulegt. Skynsamlegur og menningarlegur rekst- ur sjónvarps getur dregið úr báðum þessum ágöllum. Þess vegna á dagskrá íslenzka sjónvarpsins að vera í senn vönduð að efni og stutt. Vönduð og til- tölulega stutt sjónvarpsdagskrá myndi að miklu leyti koma í veg fyrir vafa- söm og vond áhrif sjónvarps á börn og unglinga og geta jafnframt orðið til menningareflingar. Mun hér sem oft- ar sannast, að margt, sem er meinlaust eða jafnvel hollt í hófi, verður skaðsam- legt í óhófi. fyrrnefndu sem og hinir síðar- nefndu frammi fyrir hyldýpi tóm- leikans, einmanaleikans, rótleysis- ins. Spurning vaknar: Til hvers? Fjárfesting í steinsteypu og framkvæmdum er aðeins hálft það verk, sem við höfum að vinna. Því aðeins fáum við lifað í land- inu sem þjóð, að við sköpum nú- tíma menningu á grundvelli nú- tíma atvinnulífs. En sköpun menningar er ekki verk fárra einstaklinga, heldur þjóðarinnar allrar. Allur almenningur í land- inu verður að hafa hæfileika til að njóta menningarlegra verð- mæta og taka þannig þátt í að skapa þau. Á næstu áratugum munu menn öðlast meiri frítíma. Menn taka að beina athyglinni meir að tilfinningalífi sínu og til- verurökum. Þeir sem ekki finna sköpunargleði í vinnu sinni verða að finna hana í tómstundastarfi sínu. Þjóðfélagið verður að leggja rækt við sköpunarmátt hvers ein- staklings. 1 þessum efnum hvílir mikil á- byrgð á forystumönnum lýðveld- isins. Það lýsir hvorki stórhug né stolti þeirra fyrir hönd þjóðarinn- ar, að nú, þegar við stöndum frammi fyrir erfiðum og mikilvæg- um vandamálum íslenzkrar menn- ingarsköpunar, sknli helzta afrek þeirra vera að senda erlenda sjón- varpsvinda kveinandi fyrir hvers manns dyr. Það er þeim ekki til frægðar, að menntamenn þjóðar- innar skuli þurfa að standa í ströngum bardaga vegna þessa málefnis, í stað þess að taka önn- ur, mikilvægari, á dagskrá. Sjónvarpið hefur áhrif á börn og unglinga. Það tekur unp tíma, sem betur væri varið til annars, það dregur úr félagslífi þeirra, er sljóvgandi og slævandi. Þar við bætist. að í hermannasjónvarn- inu er ekkert skapgerðarmótandi efni, frekar hið gagnstæða. Tauffa- veikluðum börnum er sérleaa hætt gagnvart æsandi efni. — Hið er- lenda sjónvarp ber þó ekki hvað sízt að telja varg í véum íslenzkra barna og ungmenna sökum upp- eldislevsisins, sem ríkjandi er í þjóðfélaginu. Hér þarf að brjóta í blað. Að loknum sjónvarpsgaldri barf ís- lenzka lýðveldið að hefia nýja, mcnningarskanandi stefnu, — stefnu sem miðar að manneildis- uppeldi, tekur á dagskrá manrdeg vandamál okkar tíma og leitast við að finna lausn á ])eim. Amór Hannibalsson: Menningarsköpun

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/826

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.