Ingólfur - 17.06.1965, Blaðsíða 7

Ingólfur - 17.06.1965, Blaðsíða 7
17. júní 1965 INGÓLFUR 7 Hannes Pétursson: Hin „ábyrgu" málgögn 1 blaðaskrifum ekki alls fyrir löngu var gefið í skyn, að liinir kunnu 60-menningar Jiefðu unnið minnisverðan sigur, þegar mennta- málaráðlierra lýsti yfir því á fundi, sem liann sat með allmörgum úr þeirra liópi, að Islendingum sem sjálfstœðri menningarþjóð væri eigi samboðið það ástand í sjón- varpsmálum, seni nú ríkti í land- inu, og athugandi væri, að tak- marka sjónvarpssendingar frá Keflavík við herstöðina eina, þeg- ar íslenzk sjónvarpsstöð kæmist upp. Víst ber að fagna yfirlýsingu ráðherrans og óska þess, að hún liafi góð áhrif á skoðanamyndun annarra manna. Óvarlegt er samt að slíðra brandana að svo stöddu, því enn eru ófallin þau virki sem sigra ber: hin „ábyrgu“ málgögn stjórnarflokkanna og ríkisstjórnin sjálf. Sé^ tekið mið af framkomu lúnna „ábyrgu“ málgagna í sjón- varpsdeilunni, þarf nokkra lijart- sýni til að gera ráð fyrir, að þau fallist nokkru sinni á skoðun ráð- herrans. Þó er það ekki óhugsandi. Allt frá því 1961 hefur afstaða stjornarblaðanna í sjónvarpsmál- mu stuðzt við ískyggilegar villu- kenningar. Ein var sú, að stækkun stoðvarinnar í ICeflavík hefði nauðalítil áhrif á útbreiðslu her- mannasjónvarpsins. Á þessu var þrástagazt og öllum andmælum tekið með fásinnu. Nú hefur reynslan svarað þessum frétta- burði hinna „ábyrgu“ málgagna. Þvi er rökrétt að draga svofellda .Annað hvort birtu þessi bloð ckki um, hvað þau fullvrtu, eða bíekktu alþjóð vísvitlandi. Vandseð er, hvort skal talið á- mæhsverðara, en fullyrða má, að hvorttveggja sé jafn vítaverð blaðamennska. Það lét því ein- kenmlega í eyrum, þegar sagt var ! einn' forustugrein Morgunblaðs- ins, skommu eftir að 60-manna askorunm kom fram, að hún væri of seint a ferðinni, en líklega hefði nun bonð arangur svo sem tveim- »r arum fyrr. Ef nokkuð er að marka þetta stóra blað, hlvti á- skorunin _að hafa verið of snemma a ferðinm tyeimur árum fyrr, því þa staðhæfði Morgunblaðið æ of- stækkun stöðvarinnar '. et,avik yki engan vanda. Auð- vitað gat enginn sannað það ó- .yggjandi, að sjónvarpstækium miind, fjölga í þúsunda tali á stuttum tima, enda þótt öll rök hmgju að þyí fremur en ritstiór- ar Morgunblnðsms geta að kvöldi priðjudags sannað, að blað þeirra konn út daginn eftir, þótt tilbúið sé til prcntunar og ekkert mæli gegn ]>ví, að það liggi við hvers manns dyr eftir fáa klukkutíma. En hafi höfundur nefndrar for- ustugreinar mælt af alvöru, hvar lá þá hinn dularfulli hvarfbaugur Morgunblaðsins milli o/ snemma og of seint í þessu máli? Þótt reynslan hafi hnekkt villu- kenningu hinna „ábyrgu“ mál- gagna um útbreiðslu hermanna- sjónvarpsins, lifa aðrar góðu lífi á síðum þeirra enn í dag. Eg mun ckki leitast við að kveða þær nið- ur, en fæ samt ekki stillt mig um að ræða eina þeirra. Það lýsir til- hneigingu til menningarlegrar ein- angrunar, segja þau, að takmarka Keflavíkursjónvarpið við herstöð- ina eina, það kemur upp um fjandskap við erlend menningar- áhrif. Svo stætt eigi að vera á slíkri fullyrðingu — eða öllu held- ur getsökum — ber nauðsyn til að hafa fyrst svarað eftirfarandi spurningu: Voru íslendingar menningarlega einangraðir fyrir daga Keflavíkursjónvarpsins, og hafi svo verið, í hverju rauf sú stofnun þá einangrun? Samkvæmt skilningi stjórnarblaðanna er miss- ir þessa sjónvarps menningarlegt afturhvarf, skref til einangrunar, en það gæti missirinn ekki verið, nema hér hafi áður ríkt menning- arleg einangrun. Þetta ætti að vera augljóst. Nefnd málgögn hafa aldrei haldið því fram, svo mér sé kunnugt, að hér hafi ríkt menn- ingarleg einangrun fyrir daga sjón- varpsins, svo ofangreind kenning þeirra er endileysa. — Þetta má enn rökstyðja á þennan hátt: Ef við setjum sem svo, að hér hafi þrátt fyrir allt ríkt menningarleg ein- angrun fyrir fjórum árum, hvernig gat þá Keflavíkursjónvarpið rofið hana, fyrst margsinnis hefur kom- ið fram í hinum „ábyrgu“ mál- gögnum, að þar sé aðallega boðið upp á saklausa stöppu af ærsla- gangi, byssuhvellum og fróðleiks- molum, það miðli sem sagt ekki neinu, sem verðskuldi nafngiftina menningaráhrif? Með ])essari vitn- eskju grafa þau enn — óafvitandi — undan ákæru sinni um fiand- skap gegn erlendum menningar- áhrifum, enda mun öldungis ó- þarft að taka hana hér til frek- ari meðferðar. Eg hverf heldur að hinu, hvers vegna þessi „mein- lausi“ innflutningur sé óæskilegur. Frá lokum heimsstyrialdarinnar síðari hafa amerísk áhrif, gagn- leg og miður gagnleg, aukizt lirað- fara á þessari úthafseyju, líkt og víðast hvar í Evrópu. Það lielg- ast m. a. af forustuhlutverki Bandaríkiamanna meðal vest- rænna þjóða. Hér á landi hvílir auk ]>ess yfir mönnum og dýrum hinn breiði verndarvængur þeirra. Og sennilega má kenna um smæð ])jóðarinnar annars vegar og jöt- unafli verndaranna liins vegar, að sumum íbúum þessa lands hefur ekki verið það nógu ljóst hin seinni ár, hvar U.S.A. lyki og Island liæf- ist. Síðasta staðfesting þeirrar ó- vissu er Keflavíkursjónvarpið. Á fjórum árum hefur nærvera hers- ins orðið öll önnur fyrir tilverkn- að þess, svo nú er hún ekki leng- ur sú bandaríska vernd eingöngu, sem til var ætlazt, heldur líka bandarískt umsátur, við búum nú við vernd og umsátur eins og sama aðila. Þetta umsátursástand er enn óbjörgulegra fyrir þá sök, að sjónvarpið miðlar engum nýj- um og eftirsóknarverðum áhrifum að vestan, — hámenningu, lieldur magnar einvörðungu þá „pop“- mennsku, sem nóg var af fyrir í landinu. Sjónvarpið hefur því ekki opnað neina nýja glugga út í heim. Það sýnir fákænsku, að hin „á- byrgu“ málgögn skuli verja þá skoðun, að til lítils sé að andmæla hermannasjónvarpinu, af því sams konar efni og það flytur sé alls staðar á boðstólum í þjóðfélaginu, — í kvikmyndahúsum, erlendum myndablöðum, bókum, bækling- um o. s. frv., því það er einmitt vegna þess arna sem sjónvarp liersins er óæskilegt. Einnig ber það vitni um slaka rökvísi sömu málgagna, þegar þau segja, að mótmæli gegn sjónvarpinu séu út í bláinn, af því brátt verði hægt að ná til ótalmargra sjónvarpsstöðva út um alla heimskringluna. Þau gleyma því, að þegar unnt verð- ur að ná til sjónvarpsstöðva ann- arra þjóða, er hið niðurlægjandi umsátur hermannasjónvarpsins úr sögunni og um leið dvínar áhrifa- máttur þess. Einn af ritstjórum Morgun- blaðsins bar nýlega fram það álit í langri grein, að íslenzk menning væri svo „vindbarin“, að henni gæti ekki hlekkzt á, hvað svo sem á henni dyndi. Það má vel vera satt, að íslenzk menning sé mjög af vindi skekin, jafnvel sólbrennd, að minnsta kosti hygg ég, að framtíð hennar styttist ekki um jafnmarga daga og sjónvarp- að hefur verið frá Keflavík. Á hinu leikur enginn vafi, að við eigum og hljótum sjálfir að stjórna því, í livaða átt hún þróast, að svo miklu leyti sem það er á mann- legu valdi. Hvernig hugsa þeir ís- lenzku landsfeður, sem láta við- gangast, að þjóðin sé umkringd fyrir handvömm erlendum áhrif- um, sem sýnt þykir, að muni sveigja menningu hcnnar smám saman af æskilegri braut? Enginn getur ætlazt til, að „pop“-mennsku verði með öllu út- rýmt úr þjóðfélaginu, hún á þar vissan rétt á sér. En er viturlegt að gera beinar brautir hennar und- ir yfirskini víðsýninnar? Er rétt, að hún leggi þjóðfélagið að mestu leyti undir sig? Vísir, eitt hinna „á- byrgu“ málgagna mundi svara þessum spurningum játandi. Það er sannfæring hans, að „popið“ sé þjóðinni lífsnauðsyn, og því að- gangsfrekara sem það verði, þeim mun betra. Annað væri „menn- ingarlegt hlutleysi“ að dómi blaðs- ins, sbr. forustugrein 29. maí sl. Þar segir: „I veröldinni í dag er hvorki til hernaðarlegt né menn- ingarlegt hlutleysi. Menn geta haft mismunandi skoðanir á Keflavík- ursjónvarpinu. En fram hjá þeirri staðreynd verður ekki komizt að sú þjóð sem í menningarefnum einangrar sig undir falsskikkju hlutleysisins hlýtur að bíða tjón á sálu sinni.“ Talar blaðið hér fyr- ir munn Sjálfstæðisflokksins? Er tilvist og efling hermannasjón- varpsins orðið eitt af baráttumál- um hans? Það hefur hrokkið upp úr sum- um ritstjórum stjórnarblaðanna, að sjónvarpsfarganið sé raunalegt slys. En þeir eru þá jafnan svo þvöglumæltir, að örðugt getur reynzt að átta sig til hlítar á orð- um þeirra. Þegar þeir fjalla um svonefnd efnahagsmál, er ræða þeirra já já og nei nei, en þurfi þeir að reifa menningarleg deilu- mál, er sem tungan vöðlist öll uppi í þeim. Það getur tæpast átt sér nema eina skýringu: Flokkar þeirra eru stefnulausir í menning- armálum, um þau er aldrei hugs- að af einbeitni innan þeirra, og því vita ritstjórarnir ekkert hvað þeir eiga að segja. Þeir fá ekki aðra fyrirskipun en þá að hvekkja sem allra fæst Atkvæði, reyna þess í stað að gefa öllum undir fótinn. I sjónvarpsmálinu hefur þetta gengið illa, því þar þvælist fyrir sú ákveðna afstaða stjórnarflokk- anna að ýfa aldrei skap verndar- anna, heldur láta undan síga fyrir kurteislegum ágangi þeirra. Mót- mælum gegn þessari aðferð er vís- að frá á þeim forsendum, að þau séu sprottin af þjóðernisgorgeir. Það sem hin „ábyrgu“ málgögn kalla heilbrigðan þjóðarmetnað 17. júní, heitir í dálkum þeirra þjóð- arrembingur 19. júni (þau koma ekki út 18. júní). Jóhann Hannesson, prófessor: „Þú skalf byggja upp" í gærdag fór ég í leit að Sæmundar- Eddu og hitti fyrir bók, sem bar þann titil, sem að ofan er skráður. Efnið reyndist vera siðmenningarfræði Alberts Schweitzers í norskri þýðingu. Eddan var hins vegar ófáanleg. „Vandræði voru það fyrir skólafólkið í haust að Eddan skyldi ekki fást“, sagði fornbók- salinn. Tvöhundruð og þrjátíu milljónir þeg- ar farnar í sjónvarp, en ekki fáanlegt fé í Eddu-útgáfu handa skólafólki. Hálf- smíðaður einn kennaraskóli fyrir allt landið og hálfsmíðaður hjúkrunarskóli hafa blasað við augum á þeim tíma sem hcllt hefir verið hundruðum millj- óna í sjónvarp. Stundakennsla í ná- kvæmum raunvísindum launuð svo að smástrákar geta stært sig af betri borg- un fyrir að tína ánamaðka. — Sultar- baul heyrist frá dagblöðum, sem kvíða aumlegum dauða. „Ekki opnað fyrir út- varp hjá okkur eftir að sjónvarpið kom.“ Svo hraðgengt er nú hrun íslenzkrar menningar og svo fjölbreytilegur er glundroðinn að flest í þessum fréttum cr bókstaflega satt um þær mundir sem vonir glæðast um að fá Konungsbók heim aftur. íslenzkt sjónvarp er lausn vandans segja aðrar sálir sancta cum simplicitate. En hverju skal sjónvarpa? Þeim sömu — gömlu leikurum, snillingum, prest- um, bídum og plötum, sem vér nú höf- um í útvarpinu? Eða á að lifa á eintóm- um erlendum lánum, eða þjálfa fjölda nýrra „snillinga"? Skyldi ekki verða „Kleppsmatarbragð“ að framleiðslunni? (Hér cr fremur hugsað ril Eskelands en matarráðskonunnar á þessari þörfu stofnun). Hvað myndu hestamenn scgja við því að láta af hendi gæðinga sína og fá í staðinn illgenga nautkálfa og greiða margfalt verð fyrir þessa nýju reiðskjóta sína? „Þ« skalt byggja upp" er einkunnar- hugsjón Alberts Schweitzers. Þetta hef- ir verið gert á Islandi kynslóð cftir kyn- slóð, einnig í vorum hópi, í samtíð vorri af fátækum og ríkum, stjómar- völdum og alþýðu. En þegar svo illa tekst til að tæknileg dægumiál rang- snúa svo mjög dómgreind manna um verðmæti og hégóma í menningunni, líkt og á sér stað í Afríku, þegar ung- meyjar gefa frá sér gimsteina sína fyrir glerperlur frá Evrópu, þá er ckki of fljótt að segja: Þú skalt ekki rtfa niður jafnúðum og aðrir byggja upp f>itt eig- ið hús, ef þú vilt búa i því. Allra sízt má rífa niður eða láta úr hófi fram dragast nauðsynleg verk og góð til almennings heilla, sem uppvax- andi kynslóð má ekki án vera, nema ef mcnn vilja að landið verði hypo- colony, nndirnýlenda, eins og Sun Yat- Sen sagði á sínum tíma um sitt cigið land.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/826

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.