Ingólfur - 17.06.1965, Blaðsíða 5

Ingólfur - 17.06.1965, Blaðsíða 5
17. júní 1965 INGÓLFUR 5 fyrst og síðan sjónvarpsrekstri seilzt til alveg óeðlilegra áhrifa í íslenzku þjóð- lífi. Réttum yfirvölclum hefur ekki tek- izt að standa gegn þeirri ásxlni, fyrir hrckkleysi eða klaufaskap. Sjónvarps- málið minnir á að sú saga má ekki endurtaka sig; það vekur upp spurn- inguna um afstöðu okkar til vamarliðs- ins, stöðu þess hér á landi og þar með þátttöku okkar í Nato. Þetta em allt spurningar um sjálfsagða tilveru okkar sem þjóðar, hverju verði hún skuli keypt; sjónvarpsmálið er dæmi um sjálf- stæðismál okkar nú. SSSs Sigurður Sigurðsson, listmálari: Mosabrennur og skyttirí dátanna á Miðncsheiði er af sumum talið heims- friðinum og öryggi okkar ómissandi. Er því sjálfsagt að veslings mennimir, er þar verða að hírast, hafi sjónvarp sér til dundurs á löngum skammdegiskvöldum. En það er erfiðara að skýra stöðu ís- lenzkra ráðamanna, er töldu sig knúna til að leyfa stækkun sjónvarpsstöðvarinn- ar á Kcflavíkurflugvclli. Þjóð, sem stærir sig af fullveldi og sjálfstæðri menningu, getur ekki unað því, að stórþjóð reki eitt öflugasta áróðurstæki allra tíma á landi hennar, jafnvel þótt vinveitt sé, og er þó vafasamur vinargreiði. Við þurfum sem skjótast að eignast sjónvarpsstöð, velja sjálfir efni að okkar skapi, innlent sem erlent, og láta dátana um sitt. Ann- að samir ekki. SS& Steingrímur Hermannsson, verkfræðingur: Til skýringar, í stuttu máli, á afstöðu minni í sjónvarpsmálinu svonefnda, vil ég ncfna tvö nokkuð óskyld atriði. Við Islendingar værum eflaust ekki sjálfstæð þjóð í dag, ef tryggð íslenzkr- ar alþýðu við menningararf sinn, sög- una og íslenzka tungu, hefði ekki sam- einað hana í sjálfstæðisbaráttunni. Án þessa væmm við vafalítið enn dönsk nýlenda og danskir þegnar og líldeg- ast, að mikill hluti þjóðarinnar væri, með batnandi samgöngum, fluttur á brott frá þessari úthafs- og að ýmsu leyti harðbýlu eyju, til landa, sem bjóða á margan hátt auðveldari lífskjör. Samstaða þjóðarinnar um eigið sjálf- stæði er ekki síður nauðsynleg nú en hún var í baráttunni við Dani. Við Is- lendingar erum komnir inn á þjóðbraut og sogumst stöðugt meira inn í hring- iðu alþjóðaviðskipta. Til dæmis er nú rætt um stofnun stórra iðnfyrirtækja í samvinnu við erlenda fjármagnseigend- ur. Þetta er að mínum dómi eðlileg þró- un og hættulaus og getur jafnvel orðið okkur til stórra hagsbóta, ef farið er með varuð og við stöndum dyggilega vörð um menningu okkar, sögu og ís- lenzka tungu. Ef við gerum það, er ég sannfærður um, að við munum bera gæfu til þess að halda erlendri fjárfest- ingu í skefjum innan hæfilegra marka. Ekkert tæki er hins vegar hættulegra sérstæðri menningu smáþjóðar en skefja- laust erlent sjónvarp. Slík erlend fjárfest- ing er því ólíkt hættulegri sjálfstæði þjóðarinnar en fjárfesting í einstaka iðn- fyrirtæki, þótt margfalt stærri sé. Óskylt þessu, sem nú er nefnt, er svo ístöðuleysi Alþingis og íslenzkra stjórnvalda, sem hlýtur að vekja undr- un og fyrirlitningu. Ekki mundi þýða fyrir íslenzka einstaklinga að sækja um leyfi til almenns sjónvarpsreksturs. Lög- in um fjarskipti veita ríkisvaldinu einka- leyfi til slíks og öruggt má telja, að undanþága yrði aldrei samþykkt fyrir íslenzka aðila. Hvers vegna þurfum við að vera svo ístöðulitlir að leggjast í duft- ið, þcgar crlendur aðili krefst leyfis, og samþykkja án eftirlits undanþágu til reksturs sjónvarpsstöðvar, sem ekki nær aðeins til varnarliðsins, heldur einnig mikils hluta þjóðarinar? INgqlfur RITSTJÓRN: I Hannes Pétursson, Ragnar Jónsson (áb.), Sigurður Líndal, Sigurður A. Magnússon, Þórhallur Vilmundarson. Víkingsprent hf. INGÓLFUR Allmörg íslenzk blöð hafa borið þetta nafn, en þó hefur eitt þeirra orðið kunnast, blað landvarnarmannanna, sem risu upp sumarið 1902 og gerðust oddvitar í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, er þeim þót.ti hin eldri flokkasamtök í landinu hafa látið deigan síga. Næstu árin liéldu landvarnarmenn og blað þeirra Ingólfur uppi skeleggri baráttu gegn þeirri takmörkun á fullveldi Islendinga, sem fólst í stjórnarskránni frá 1903. Undir forystu manna eins og Einars Benediktssonar, Jóns Jens- sonar, Benedikts Sveinssonar yngra og Bjarna Jónssonar frá Vogi tókst þeim að kveikja þann eldmóð í brjóstum landsmanna, er leiddi til hins ævintýralega kosningasigurs uppkastsandstæðinga 1908. Dægurþras sjálfstæðisbaráttunnar í upphafi þessarar aldar er löngu hljóðnað, og hér er hvorki staður né stund til að taka afstöðu til deilu- mála þeirra tíma, en aðstandendur þessa blaðs telja, að einmitt nú sé þjóðinni — ekki síður, heldur miklu fremur en þá — þörf á því, að glædd- ur sé með henni þjóðlegur metnaður og heilbrigður sjálfstæðisvilji, cr gamlir flokkar og flokksforingjar hafa látið merki íslenzkrar reisnar og andlegs sjálfstæðis síga frammi fyrir ásókn vinveitts erlends stórveldis. Þessi er önnur ástæða þess, að við nefnum blað okkar Ingólf. Sjálfstæðisbarátta örfámennrar þjóðar er eilíf. Hins vegar hljóta ytri aðstæður á hverjum tíma að ráða því, um hvað baráttan snýst og að hverju hún beinist. Sjálfstæðisbarátta Islendinga í upphafi þessarar aldar var með allt öðrum hætti en nú. Þá áttum við aðeins eftir að fá hina fyllstu viðurkenningu á fullveldi íslenzks ríkis, er við hlutum 1918, og aldarfjórðungi síðar var stofnað lýðveldi á Islandi. Þannig skortir nú ekki á, að fullnægt sé hinu ytra formi sjálfstæðis og fullveldis Is- lendinga. Hins vegar eru aðstæður þær nú, að öflugasta stórveldi heims, sem réttkjörin íslenzk stjórnarvöld hafa samið við um hervernd landsins, hefur um 24 ára skeið haft herlið í landinu. Á síðustu ár- um hefur þetta erlenda herlið fyrir tilstyrk stórtækasta fjölmiðlunar- tækis nútímans gert slíka innrás í íslenzka menningarhelgi, að enga hliðstæðu er að finna í sögu þjóðarinnar. Bandarískt herstöðvarsjón- varp nær nú til þúsunda íslenzkra heimila með 7—14 klukkustunda dagskrá daglega og hefur þannig tekið að sér að verulegu leyti uppeldi allmikils hluta þjóðarinnar. Þessi erlenda menningarinnrás hefur verið gerð á Suðvesturlandi, þar sem meirihluti landsmanna hefur nú tekið sér bólfestu. Það er þannig á hinu forna landnámi Ingólfs Arnarsonar, sem hin nýja menningar- og sjálfstæðisbarátta mæðir mest, og í bæ hans, Ingólfsbæ, verða nú að sannast orð Einars Benediktssonar: Nú skipast ættmenn Ingólfs þétt í raðir á yzta, síðsta þremi tjóns og falls. Ilér verður haldið hæsta landsins merki, og hér skal falla utanstraumsins hrönn. Þessi er hin ástæða þess, að við nefnum blað okkar Ingólf. Blaðinu er ekki ætlað að koma út reglulega, en það mun birtast, þegar aðstandendur þess telja ástæðu til. Sem betur fer verður stöðugt fleiri mönnum ljós sú hætta, sem fylgir rekstri erlendrar sjónvarpsstöðvar á þann hátt, scm hér hefur verið leyft, og er vonandi, að þau mistök, sem orðið hafa, verði leiðrétt strax og hin íslenzka sjón- varpsstöð er komin á fót. SS& Styrmir Gunnarsson, lögfræðingur: Afstaða þeirra, sem andvígir eru því, að Keflavíkursjónvarpinu sé hleypt inn á þúsundir íslenzkra heimila, er byggð á mismunandi rökum. Sumir eru algjörlega andvígir sjón- varpi, inhlendu eða erlendu, aðrir telja dagskrá Keflavíkursjónvarpsins svo lé- lega, að hún hljóti að hafa slæm áhrif á þá, sem á það horfa, ekki sízt yngstu kynslóðina, enn aðrir telja það metnaðar- mál íslenzkri þjóð að notast ekki við sjónvarp frá erlcndri þjóð, hver sem hún er. Andstaða mín gegn Keflavíkursjón- varpinu byggist fyrst og fremst á síð- astnefnda atriðinu. Það særir stolt mitt sem íslendings, að þúsundir íslendinga skuli hvert kvöld sitja frammi fyrir sjónvarpsskerm- inum og horfa á erlent sjónvarp með erlendu og framandi efni. Sjónvarpið er stcrkasta áróðurstæki nú- tímans. Ef til vill munu íslenzkir stjórn- málamenn skilja betur, hversu gífur- legt glappaskot hefur hér vcrið framið, ef og þegar til þcss kemur, að almenn- ingur hér á landi situr fremur við sjón- varpið sitt og horfir á Lyndon Johnson flytja ræðu til bandarísku þjóðarinnar en hlustar á íslenzka ráðamenn flytja mál sitt um íslenzk málefni í íslenzkt útvarp. Það ástand, sem nú ríkir í þessum efnum, er öllum til skammar, þjóðinni í hedd og þcim sem að því stóðu að skapa það. Það er því réttmæt og sjálfsögð krafa, að Keflavíkursjónvarpið verði takmark- að við Kcflavíkurflugvöll, þegar er ís- lenzkt sjónvarp hefur tekið til starfa. Það er eina leiðin til þess að komast út úr því skammarlega og niðurlægjandi ástandi, sem nú ríkir í þessum efnum, og um þá lausn xttu allir að geta verið sammála, einnig þeir sem fest hafa mikið fé í kaupum á sjónvarpstækjum. SS& Sveinn Einarsson, leikhússtjóri: Ég tel það ósæmilegt og háskasam- legt fyrir þjóð, sem vill teljast sjálfstæð og færir ekki sízt menningarleg rök fyrir þeim vilja sínum, að veita er- lendri þjóð, hver sem hún kann að vera, einkaaðstöðu til sjónvarpsreksturs í landi sínu. Hvernig sem sú dagskrá kann að vera sniðin — efnisgæði hljóta að sjálf- sögðu að vera smekksatriði — þá er þó augljóst, að slík dagskrá er miðuð við aðrar aðstæður, forsendur hennar eru aðrar, það þjóðfélag sem hún er sprott- in úr annað og hugsunarháttur annar. Sjónvarp, eins og mörg önnur fjöl- miðlunartæki, getur verið til mikils menningarauka, en tækið sjálft er það ekki í sjálfu sér, heldur veldur þar öllu, hvernig því er beitt. Ahrifamáttur þess er mikill til að móta líf og skoðanir alls þorra fólks. Þess vegna er varhuga- vert að láta erlendri sjónvarpsstöð í té einokunaraðstöðu. Ef til vill verður þess ekki langt að bíða, að gervihnettir veiti íslenzkum sjónvarpsnotendum aðstöðu til að velja og hafna efni frá ýmsum löndum. En grundvöllurinn, sú eðlilega viðmiðun, átti að sjálfsögðu að vera sjónvarp á ís- lenzku, miðað við íslenzkar aðstæður, fyrir íslenzkt fólk. Mig uggir, að því íslenzka sjónvarpi, sem nú er hraðað allt hvað af tekur að koma upp, verði þyngri róðurinn en skyldi að veita þjónustu þcim íslenzku sjónvarpsnotendum, sem nú eru orðnir vanir annars konar sjónvarpsdagskrá, lengri og því sennilega fjölbreyttari, kannski tæknilega fullkomnari, enda byggðri á langri reynslu og með harla mikið fjármagn á bak við sig — en því miður sprottinni úr annars konar þjóðfélagi og skapandi aðrar þarfir en okkur ættu að vera nauðsyn. Það mun mál margra ábyrgra manna, að þessum málum sé nú í óefni stefnt. Slys sem það að leyfa stækkun Kefla- víkurstöðvarinnar ætti að hvetja til var- kárni. Smáþjóð má aldrei sofna á verð- inum, hún verður stöðugt að mynda skjaldborg um verðmæti sín, ef henni er í mun að lifa sjálfstæðu lífi. 5S& Sverrir Hermannsson, viðskiptafræðingur: Ég hefi að vísu margsinnis svarað þcssari spurningu á opinberum vett- vangi. Bandaríska sjónvarpið á Suður- nesjum er erlcnt áróðurstæki og erlent ómenningartæki, í mörgu tilliti a. m. k. Sjónvarp er öflugasta áróðurstæki nú- tímans. Erlend einokun á slíku tæki get- ur aldrei orðið ncma til stórbölvunar og gildir þá einu hver í hlut á. Augu x flciri eru að opnast fyrir þeirri hætm, sem tungu og allri menningu þjóðar- innar stafar af sjónvarpinu bandaríska. Þó er talað digurbarkalega um óbrot- gjarnan íslenzkan menningarkjama, sem allt fái staðizt. Hitt er þó líklegra, að hann myndi mjög skamma hríð fá stað- izt þá raun, sem hinn þungi straum- ur áróðurs og ómenningar bandaríska hermannasjónvarpsins er honum. Ég hefi áður og annarsstaðar tekið fram að við íslendingar séum og vilj- um vera samherjar Bandaríkjamanna um varðveizlu friðar í heiminum. Við þykjumst enda lcggja fram drjúgan skerf til þeirrar samvinnu sem er okk- ar eigið land. En að fóma til hennar sálu ungra og aldinna, til þess höfum við ekkert leyfi. Að ryðja erlendu sjón- varpi braut inn á gafl á þúsundum ís- Icnzkra heimila cm blöskranleg mistök. Maður gæti freistazt til að halda að þeir menn, sem á slíku bera ábyrgð, hefðu þegar gefizt upp í barátmnni fyr- ir varðveizlu sjálfstæðis þjóðarinnar og menningararfs og sætt sig við, að við hyrfum sem dropi í ómælis þjóðahaf Bandaríkja Norður-Ameríku.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/826

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.