Ingólfur - 07.08.1944, Side 6

Ingólfur - 07.08.1944, Side 6
6 INGÓLFUR INDIGO Og að því er snerti ummæli Calebs um að sjá fyrir henni — gat hann í raun og veu ímyndað sér, að hún myndi þiggja ölmusur af lionum? Það myndi kannske falla lionum í geð að heyra fólk tala um, live góður hann væri að forða henni ómaklegri frá hungursdauða, eins og þeir, sem gortuðu af því, live góðir þeir væru við gömlu negrana sína, sem ekki gátu unnið lengur. Heilaga guðs móðir! Heldur vildi hún stela eða dveljast við skipa- lægin en vera meira upp á það fólk komin! Hún fann til eymsla í fótum og baki. Maður nokk- ur reikaði fram hjá henni og ávarpaði hana um leið. „Haltu kjafti!“ sagði Dolores þreytulega. Hún leit í kring um sig í umferðinni og kallaði á negrastrák, sem sat leti- lega uppi á tunnu. Á brjóstinu bar liann merki, sem gaf til kynna, að húsbóndi hans hefði sent hann niður að skipalægi til vinnu, þar eð liann sjálfur þyrfti lians ekki með þann dag. Dolores sagði lionum að gæta tösku sinnar, meðan hún færi að vita um skip. Vissi liann kannske um nokkurt skip til New Orleans? Drengurinn ranghvolfdi í sér augunum og sagð'i, að það væri ekki auðvelt að komast til New Orleans vegna ameríska stríðsins. „Ó, guð minn góður“, sagði hún, „er stríðinu ekki ennþá lokið?“ Nei, ekki var það, tjáði stráksi lienni. Og skipin voru mest notuð til lierflutninga. En eitt skip, sem lá spöl- korn neðar, Cienega að nafni, myndi fara til New Or- leans á morgun. Dolores fór þá að svipast um eftir Cienega. Hún var lengi að komast þangað, sem skipið lá, því að alstaðar var fullt af kössum, hermönnum, hafnarrónum og Indí- ánum, sem seldu skinnavörur, svo að erfitt var að kom- ast leiðar sinnar. Ekki var þar mikið um kvenfólk og hún var ávörpuð á þrem tungumálum, sem hún skildi, og einu sem hún ekki skildi. Stundum skeytti hún því engu, annars sneri hún sér við og bölvaði á því málinu, sem lienni datt fyrst í hug. Loks fann hún Cienega, stærðar liúsbát, sem verið var að ferma indigo, tóbaki og skinnum. Maður og kona stóðu hjá skipstjóranum og báðu um far fyrir sig og fjóra þræla. Dolores beið á meðan þau töluðu við skip- stjórann og spurði hann síðan, hvort liann gæti líka látr ið hana fá far. Hann svaraði stuttur í spuna, að hann tæki ekki konur, sem ferðuðust einar síns liðs. Ilún kvaðst geta borgað farið, en hann svaraði bara: „Þér heyrðuð, hvað ég sagði. Ég flyt ekki þess háttar farþega“. „Fjandinn hirði þig“, sagði Dolores, en hann heyrði það ekki, því að hann var farinn til að segja skipverj- um fyrir verkum. Dolores sneri nú ráðþrota við og kom þá auga á manninn og konuna, sem höfðu verið að panta farið. Maðurinn var að hjálpa konunni upp í vagninn. Dolores andvarpaði. Þetta var það, sem maður þurfti að hafa, mann, sem veitti manni ásjá, eða þá að minnsta kosti nokkra sæmilega þræla — liefði maður þetta ekki, steðjuðu að manni örðugleikar hvaðanæva. Því meir sem maður var ásjár þurfi, því meir var að manni kastað. Hún sneri sér til annars formanns, en hans leið lá til „Við Babýlons fijóf Frh. af 4. síðu. nú liggur eins og mara á menningunni. Hvaðan á slík breyting að koma? ÞaS er áSeins um eitt að rceSa: Frá lifandi Gu8i. Hinar kristnu þjóðir skulu um síðir snúa sér frá sjálfum sér og þiggja boð hans til hátíSar lífsins. Með öðrum orðum: VerSa kristnar í alvöru“. En hvaða þjóð er tilbúin að leggja inn á þessa braut? Eng- in! —- Engin þjóð sér enn hvað raunverulega er að í heimin- um, og fyrr en menn kcjma auga á or8Ökina, verður afleiðing- unni ekki afstýrt. Og sannleik- urinn er sá, að mannkynið þarf á æðri hjálp að halda til þess að sigrast á sjálfu sér. Verður því veitt sú hjálp gegnum þrengingar þær, sem það nú gengur í gegnum? — Við skul- um vona það. VII. Þá skai iokið þessum hugleiö- ingum um liinar merkílegu ræð ur ICaj Munks, ræðurnar, sem liann lét lífið fyrir að flytja í litlu kirkjunni sinni á Jótlandi þegar siðmenning efnishyggj- unnar stóð á hátindi sínum. Hvers vegna þagði liann ekki? Hvers vegna var hann, valda- laus maður og umkomulítili sveitaprestur, að lialda þessar ræður? Gat liann vænzt þess að þjóð hans færi nokkurn hlut eftir kenningum hans? Varla. Sá hann það virkilega ekki, að þessi ræðuhöld gerðu ekki ann- að en espa Nazistana, sem öllu réðu, upp á móti lionum og af þeim mátti alls ills vænta? Sá hann ekki, liversu það var lík- legra til „ávinnings“ fyrir sjálf- an liann, heimili hans og jafn- vel sveit lians og land, annað hvort að þegja alveg, eða þá að tala eins og bezt átti við í það og það skiptið? Hafa það t. d. eins og eitt aðalblaðið hef- ur haft það héma á íslandi, að skríða fyrir Þjóðverjum, með- an þeir óðu yfir og áður en Bretum tókst að stöðva þá, skríða svo fyrir Bretum, þang- að til Bandaríkjamenn komu og búa sig nú undir það af kappi að geta skriðið nóg fyr- ir Rússum, þegar þeir koma liingað — eftir pöntun mjög bráðlega. Það em nú menn, sem „kunna lagið á tilverunni“, og vita, hvað við á. En Kaj Munk var ekki af því sauðahúsi. Hann sá vel hætt una, sem fylgdi bersögli hans og háttemi. En hann vildi ekki lifa lífi lygarans og aumingj- ans, sem skríður fyrir þeim sterka, er óréttinn fremur. Hann vildi heldur deyja en lifa slíku lífi, sem er þó hlutskipti flestra. Hann segir í einni ræðu sinni: „Og þér, landar mínir, sem varpað liefur verið í fangelsi ríkisvaldsins vegna þess, að þér funduð, að á yð- ur kallaði með raustu sann- leikans“--------„Þér skul- uð vita, að Hann mun dæma yður eftir því, að þér vor- uð málsvarar sannleikans með fullum drengskap, með- an aðrir lugu og aðrir þögðu, og þér liafið tekið þátt í því að drýgja þá dáð, sem ein getur alið af sér lieilbrigða framtíð“. ★ Hinn ágæti búningur sem séra Sigurbjöm Einarsson lief- ur gefið ræðurn Munks á ís- lenzkunni, gerir þær aðlaðandi og líklega enn „sterkari“ en þær hafa verið á dönsku. Hann á þökk og lieiður fyrir að hafa gefið íslenzku þjóðinni þessa ógleymanlegu dýrgripi. Hann hefur sýnilega lagt alla sál sína í þýðinguna og því njóta ræð- urnar sín svo vel á okkar fagra móðurmáli. -----o---- En sem sagt — á okkar „sið- menntuðu“ öld má ekki halda svona ræður — það er dauða- sök. Sá, sem það gerir, verð- ur leiddur út og myrtur. Kaj Munk elskaði sannleikann meira en allt annað, meira en sjálfan sig, meira en konu og böm, meira en Danmörku, sem liann elskaði þó takmarkalaust. Gegnum liina skíru sál lian3 skein sól sannleikans of skært til þess, að það yrði þolað — þess vegna dó Kaj Munk — og það varð dauSi lians, sem kannkse fyrst og fremst vakti þjóð I íans á ný til dáða. Þá fyrst, þegar liann var dáinn, lieyrði hún hið háa liróp sann- leikans frá litlu kirkjunni í Vedersö á Jótlandi. Baton Rouge, þar sem enskt setulið haíðist við. Næstu bátar, sem á vegi hennar urðu, voru óþrifalegir og við- bjóðslegir og lagði frá þeim daunillan þef af skinnum og bjarnaspiki. Þá rakst hún á skip með fallbyssur og hermenn. Þeir höfðu nóg að gera við liernaðinn og vildu ekki konur meðferðis. Þá sá hún tvö herskip samsíða og mann koma í land frá öðru þeirra. Hún vék sér að honum. „Getið þér tekið mig með til New Orleans?“ spurði Dolores. Hann virti hana fyrir sér frá hvirfli til ilja og glotti. „Já, ég vildi óska, að ég mætti segja já við því, en það er ekki leyft. „Ég skal ekki vera á nokkurn hátt fyrir neinstaðar“, ítrekaði liún. Hún var svo þreytt, að hún hefði tekið næstuin livaða bát sem var og gengið að livaða skilmála sem var, ef hún bara fengi að liggja útaf og hvíla sig. Hún hafði ekki sofið nema tvær klukkustundir um nótt- ina og myndi ekkert liafa sofið, hefði hún ekki drukk- ið áfengi, og nú var liún búin að ganga hér um og kvabba um far, unz hún gat varla staðið. Það var sólskin og liún kvaldist af höfuðverk. „Ó, takið mig með til New Orleans“, sárbað hún. Hann hló og tók í handlegg liennar. „Enginn livít kona má stíga fæti á þennan landgang, en eigum við ekki bæði að fara hérna inn í Konungskrá og fá okkur vökv- un?“ Hún vatt sér frá lionum. „Æ, sleppið þér mér, lieyrið þér það!“ „Jæja“, sagði hann, „livort okkar byrjaði samtalið, þér eða ég?“ „Farið til h.......“, sagði Dolores. Hún sneri brott, tók á rás, steig í pilsfaldinn og datt. Nokkrir negrar hlóu, þegar hún stóð á fætur. Sólarljósið var of skært og háls hennar var eins og skrælnaður af öllu áfenginu, sem hún hafði drukkið daginn áður. Ilún óttaðist, að ef hún gæti ekki hvílzt bráðlega, myndi líða yfir liana, og guð mátti vita, hvað þá yrði um hana. Eitthvert herbergi í hvaða veitingahúsi sem væri, ef liún bara gæti fundið negrastrákinn, sem átti að gæta töskunnar- hennar, og hann væri ekki allur á bak og burt með hana. Það leið nokkur tími, þar til liún komst aftur þangað, sem hún liafði skilið við liann. Þar sat hann ennþá og renndi hýru auga til negrastúlku, sem, ásamt nokkrum öðrum, beið eftir að verða flutt á þrælamarkaðinn. „Komdu með mér“, sagði Dolores. Drengsi stóð letilega á fætur. „Viljið þér fá töskuna?“ „Nei, þú skalt bera liana“, sagði Dolores. Hún átti fullt í fangi með sjálfa sig vegna höfuðverkjar. „Nú og livert eigurn við að fara?“ „Ég verð að fá mér herbergi“, tauaði hún. „Til Kon- ungskráar“. Það var eini staðurinn, sem hún mundi nafnið á, og hún liafði enga liugmynd um, livar hann var, en öðru máli var að gegna með strák. Hann lagði af stað með töskuna, og liún elti liann með heita bæn á vörum um styrk til að komast þangað. Aldrei myndi það hafa hvarflað að Caleb að láta hana fara á þessar slóðir við skipalægin, en Dolores hafði reynsluna frá New Orleans að baki og vissi, hvers myndi að vænta í Konungskránni. Henni lá við hlátri — vanstilltum sigurhlátri, þegar henni varð liugsað til þess, live ráðþrota þær Juditli og Gervaise myndu vera á slíkum stað og live nákvæmlega hún vissi, hvað gera skyldi. Veitingastofan var víð milli veggja en lág til lofts. Fjöldamargar öltunnur lágu meðfram veggjunum, en fyr- ir framan þær voru langborð og bekkir. Bólugrafinn maður og feit og sóðaleg kona stóðu fyrir innan af- greiðsluborðið, og fyrir aftan þau gat að líta liillur með flöskum og diskum með brauði, osti og kjöti. Flugurn- ar suðuðu yfir matnum og borðið var óhreint og blett- ótt. Karlmenn sátu í hópum að drykkju og nokkrir höfðu með sér ungar stúlkur. Fólk var þar fátt í bili, en klukk- an var heldur ekki orðin tólf. Á kvöldin var sjálfsagt fullt af fólki þarna. Dolores gekk að afgreiðsluborðinu og lagðist fram á olnbogana við það. „Eg ætla að fá herbergi“, sagði hún. „í kvöld. En ég vil flytja strax í það“. „Jæja?“ sagði feita konan.

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.